Skotveiðimenn kvarta yfir aðferðafræði Náttúrustofnunar Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2018 19:35 SKOTVÍS segir að Náttúrufræðistofnun hafi brugðist trausti skotveiðimanna og erfitt verði að vinna það upp á nýjan leik. Vísir/Vilhelm Skotveiðifélag Íslands er ósátt við aðferðafræði Náttúrustofnunar Íslands um fjölda rjúpna sem veiða má á komandi veiðitímabili. Kvótinn hafi verið minnkaður um þriðjung á einum sólarhring án þess að nokkur rök hafi verið færð fyrir fækkuninni. Fyrst hafi NÍ, á samráðsfundi um veiðarnar, stungið upp á að 89 þúsund fuglar yrðu veiddir. Það hafi svo breyst þegar stofnunin skilaði tillögum til umhverfis- og auðlindaráðherra þann 13. september.Í yfirlýsingu á vef SKOTVÍS, sem ber titilinn Hentistefna eða veiðistjórnun?, er vöngum velt yfir því að ráðlegging stofnunarinnar hafi farið úr 89 þúsund fuglum, þann 12. september, í 76 þúsund á einum sólarhring. „Dægursveifla ráðgjafar NÍ er því 22.000 fuglar. Og þrátt fyrir að í greinargerð með ráðgjöf sinni komi skýrt fram að fjöldi veiðidaga hafi engin áhrif á veiðar vill NÍ samt sem áður ekki leggja til fjölgun veiðidaga,“ segir í yfirlýsingunni. Í tilkynningu NÍ um tillögurnar, sem birt var á vef stofnunarinnar á föstudaginn, segir að framreiknuð stofnstærð rjúpna sé 758 þúsund fuglar og stærðin hafi verið 649 þúsund í fyrra.Þó segir að stofnstærð sé nær örugglega ofmetin og að viðkoma rjúpunnar hafi verið léleg vestan- og sunnanlands. Því þurfi varúðarreglan að gilda. SKOTVÍS segir stofninn sjaldan hafa verið stærri frá upphafi talninga. Þegar kvótinn 89 þúsund hafi verið lagður til á samráðsfundinum hafi komið fram í rökstuðningi NÍ að „ljóst væri eftir að sölubann var sett á rjúpu, að fjöldi veiðidaga skipti ekki lengur máli. Sóknin væri sú sama. Veiðimenn sýndu ábyrgð og stunduðu hóflegar veiðar,“ samkvæmt SKOTVÍS. Kvartar félagið yfir því að NÍ vilji ekki fjölga veiðidögum þó fram hafi komið í máli þeirra að fjöldi veiðidaga skipti ekki lengur máli. „Að mati SKOTVÍS er hér um hentistefnu en ekki vísindalega veiðistjórnun að ræða. Að beita varúðarreglu þegar ljóst er að veiðstofn rjúpu hefur sjaldan verið stærri frá því að markvissar talningar hófust, getur ekki verið trúverðugt. Er réttlætanlegt að beita “varúðarreglu” þegar stofninn er í hámarki og rjúpu fjölgar um allt land? Að mati SKOTVÍS þá er verið að gengisfella varúðaregluna með slíkri hentistefnu,“ segir í tilkynningu félagsins. Þar segir að stofnunin hafi brugðist trausti skotveiðimanna og erfitt verði að vinna það upp á nýjan leik. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Skotveiðifélag Íslands er ósátt við aðferðafræði Náttúrustofnunar Íslands um fjölda rjúpna sem veiða má á komandi veiðitímabili. Kvótinn hafi verið minnkaður um þriðjung á einum sólarhring án þess að nokkur rök hafi verið færð fyrir fækkuninni. Fyrst hafi NÍ, á samráðsfundi um veiðarnar, stungið upp á að 89 þúsund fuglar yrðu veiddir. Það hafi svo breyst þegar stofnunin skilaði tillögum til umhverfis- og auðlindaráðherra þann 13. september.Í yfirlýsingu á vef SKOTVÍS, sem ber titilinn Hentistefna eða veiðistjórnun?, er vöngum velt yfir því að ráðlegging stofnunarinnar hafi farið úr 89 þúsund fuglum, þann 12. september, í 76 þúsund á einum sólarhring. „Dægursveifla ráðgjafar NÍ er því 22.000 fuglar. Og þrátt fyrir að í greinargerð með ráðgjöf sinni komi skýrt fram að fjöldi veiðidaga hafi engin áhrif á veiðar vill NÍ samt sem áður ekki leggja til fjölgun veiðidaga,“ segir í yfirlýsingunni. Í tilkynningu NÍ um tillögurnar, sem birt var á vef stofnunarinnar á föstudaginn, segir að framreiknuð stofnstærð rjúpna sé 758 þúsund fuglar og stærðin hafi verið 649 þúsund í fyrra.Þó segir að stofnstærð sé nær örugglega ofmetin og að viðkoma rjúpunnar hafi verið léleg vestan- og sunnanlands. Því þurfi varúðarreglan að gilda. SKOTVÍS segir stofninn sjaldan hafa verið stærri frá upphafi talninga. Þegar kvótinn 89 þúsund hafi verið lagður til á samráðsfundinum hafi komið fram í rökstuðningi NÍ að „ljóst væri eftir að sölubann var sett á rjúpu, að fjöldi veiðidaga skipti ekki lengur máli. Sóknin væri sú sama. Veiðimenn sýndu ábyrgð og stunduðu hóflegar veiðar,“ samkvæmt SKOTVÍS. Kvartar félagið yfir því að NÍ vilji ekki fjölga veiðidögum þó fram hafi komið í máli þeirra að fjöldi veiðidaga skipti ekki lengur máli. „Að mati SKOTVÍS er hér um hentistefnu en ekki vísindalega veiðistjórnun að ræða. Að beita varúðarreglu þegar ljóst er að veiðstofn rjúpu hefur sjaldan verið stærri frá því að markvissar talningar hófust, getur ekki verið trúverðugt. Er réttlætanlegt að beita “varúðarreglu” þegar stofninn er í hámarki og rjúpu fjölgar um allt land? Að mati SKOTVÍS þá er verið að gengisfella varúðaregluna með slíkri hentistefnu,“ segir í tilkynningu félagsins. Þar segir að stofnunin hafi brugðist trausti skotveiðimanna og erfitt verði að vinna það upp á nýjan leik.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira