Ferðaþjónustan upp á kant við IKEA Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2018 17:56 „Þórarinn kýs líka að líta framhjá þeirri staðreynd að fyrirtæki hans er þekkt vörumerki, staðsett á miðju sterkasta markaðssvæði landsins.“ Vísir/HANNA Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ekki sátt við Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóra IKEA og ummæli hans um ferðaþjónustuaðila. Hún segir óþolandi fyrir veitingarekstur og ferðaþjónustu að sitja undir „aðdróttunum“ Þórarins og að hann hafi ekki tekið styrkingu krónunnar inn í reikning sinn þegar hann gagnrýnd ferðaþjónustuaðila fyrir okur. „Ég er orðinn alveg ótrúlega þreyttur á þessum endalausa barlóm í ferðaþjónustuaðilum sem sjá ekkert nema svartnætti. Þeirra eina leið til að vera réttu megin við núllið er að hækka, hækka og hækka,“ sagði Þórarinn við Fréttablaðið. Hann sagðist sömuleiðis skammast sín fyrir hönd Íslands vegna okursins.Í grein sem Bjarnheiður sendi frá sér í dag skrifaði hún að Þórarinn setji alla veitingastaði á Íslandi undir sama hatt, hvort sem þeir séu staðsettir í miðborg Reykjavíkur, á Ísafirði eða Stöðvarfirði. Þar að auki taki hann ekki með inn í reikninginn hvaða matseðil boðið sé upp á, hvaða hráefni og fleira.Bjarnheiður segir Þórarinn hafa slegið sig til riddara á áðurnefndri landbúnaðarsýningu með því að lýsa hversu snilldarlega honum hafi tekist að halda niðri verði á veitingastað IKEA. Hún segir Þórarinn í raun bera saman epli og appelsínur í máli sínu. „Það er auðvitað fjarri öllu lagi , þó að vissulega hafi orðið samdráttur hjá mörgum veitingahúsum af augljósum ástæðum - sem Þórarinn kýs að taka ekki með í reikninginn: Gengi íslensku krónunnar, sem hefur verið óvenju sterkt undanfarin ár og hefur verið ferðaþjónustunni mjög erfitt – sama hvaða skoðun Þórarinn eða aðrir hafa á því,“ skrifar Bjarnheiður. Hún segir hækkun gengis krónunnar hafa á sama tíma verið hagstæða innflytjendum vöru á borð við húsgögn. „Ekki er ólíklegt að Þórarinn hafi fengið fleiri viðskiptavini til sín útaf því. Þórarinn kýs líka að líta framhjá þeirri staðreynd að fyrirtæki hans er þekkt vörumerki, staðsett á miðju sterkasta markaðssvæði landsins. Viðskiptavinirnir eru aðallega Íslendingar og aðrir íbúar landsins og aðdráttaraflið á teríunni hans er ekki veitingastaðurinn sem slíkur, heldur húsgögnin. Viðskiptavinirnir koma á færibandi. Eins og maturinn.“ Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ekki sátt við Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóra IKEA og ummæli hans um ferðaþjónustuaðila. Hún segir óþolandi fyrir veitingarekstur og ferðaþjónustu að sitja undir „aðdróttunum“ Þórarins og að hann hafi ekki tekið styrkingu krónunnar inn í reikning sinn þegar hann gagnrýnd ferðaþjónustuaðila fyrir okur. „Ég er orðinn alveg ótrúlega þreyttur á þessum endalausa barlóm í ferðaþjónustuaðilum sem sjá ekkert nema svartnætti. Þeirra eina leið til að vera réttu megin við núllið er að hækka, hækka og hækka,“ sagði Þórarinn við Fréttablaðið. Hann sagðist sömuleiðis skammast sín fyrir hönd Íslands vegna okursins.Í grein sem Bjarnheiður sendi frá sér í dag skrifaði hún að Þórarinn setji alla veitingastaði á Íslandi undir sama hatt, hvort sem þeir séu staðsettir í miðborg Reykjavíkur, á Ísafirði eða Stöðvarfirði. Þar að auki taki hann ekki með inn í reikninginn hvaða matseðil boðið sé upp á, hvaða hráefni og fleira.Bjarnheiður segir Þórarinn hafa slegið sig til riddara á áðurnefndri landbúnaðarsýningu með því að lýsa hversu snilldarlega honum hafi tekist að halda niðri verði á veitingastað IKEA. Hún segir Þórarinn í raun bera saman epli og appelsínur í máli sínu. „Það er auðvitað fjarri öllu lagi , þó að vissulega hafi orðið samdráttur hjá mörgum veitingahúsum af augljósum ástæðum - sem Þórarinn kýs að taka ekki með í reikninginn: Gengi íslensku krónunnar, sem hefur verið óvenju sterkt undanfarin ár og hefur verið ferðaþjónustunni mjög erfitt – sama hvaða skoðun Þórarinn eða aðrir hafa á því,“ skrifar Bjarnheiður. Hún segir hækkun gengis krónunnar hafa á sama tíma verið hagstæða innflytjendum vöru á borð við húsgögn. „Ekki er ólíklegt að Þórarinn hafi fengið fleiri viðskiptavini til sín útaf því. Þórarinn kýs líka að líta framhjá þeirri staðreynd að fyrirtæki hans er þekkt vörumerki, staðsett á miðju sterkasta markaðssvæði landsins. Viðskiptavinirnir eru aðallega Íslendingar og aðrir íbúar landsins og aðdráttaraflið á teríunni hans er ekki veitingastaðurinn sem slíkur, heldur húsgögnin. Viðskiptavinirnir koma á færibandi. Eins og maturinn.“
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira