Tugir verkefna vegna vatnstjóns Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2018 10:56 Mikil úrkoma fylgdi lægðinni. Vísir/Hanna Björgunarsveitarmenn hafa sinnt á þriðja tug verkefna tengdum vatnstjóni og vatnselg á ellefta tímanum í morgun. Óveðrið hefur gengið hratt yfir landið í morgun og hefur dregið heldur úr veðurofsanum á höfuðborgarsvæðinu. Því var spáð að veðrið ætti að vera að mestu gengið niður í borginni um hádegi og virðist það ætla að ganga eftir. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, segir í samtali við Vísi að verkefni björgunarsveitarmanna hafi verið færri í morgun en búist var við. Á ellefta tímanum fóru þó að berast fjöldi tilkynninga um vatnstjón og vatnselg á höfuðborgarsvæðinu samhliða þeirri miklu úrkomu sem fylgt hefur þessari lægð. Davíð segir lægðina vera bersýnilega að færast yfir landið því á tíunda tímanum fóru að berast tilkynningar til björgunarsveit um foktengd verkefni á Norðurlandi vestra. Í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar, sem birt var klukkan tíu, kemur fram að fram að hádegi muni veður versna mjög á Norðurlandi, einkum vestan til. Frá Hrútafirði yfir á Siglufjörð og Eyjafjörð er reiknað með Suðaustan átt 25-32 metrum á sekúndu á milli klukkan 11 og 14 og lengur austan til. Þvert á veg og með slyddu og hálku. Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og mikið hvassviðri og vatnselgur á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi. Hálkublettir og mikið hvassviðri er á Suðurstrandavegi. Á Suðvestur- og Suðurlandi er krapi, hálka og hálkublettir. Á Vesturlandi er víðast hvar snjóþekja, hálka, hálkublettir og éljagangur. Þæfingsfærið og hvassviðri er á Vatnaleið. Ófært er á milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar vegna veðurs. Þegar þetta er ritað eru vegirnir um Steingrímsfjarðarheiði, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Hellisheiði, Þrengsli. Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Sandskeið og við Hafnarfjall lokaðir. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Farþegar sátu fastir í níu vélum Icelandair vegna veðurs Þingmaður sagði veruna um borð minna á sjóferð. 21. febrúar 2018 10:04 Bílar köstuðust til á Reykjanesbraut Björgunarsveitir hafa frá klukkan sex í morgun haft í nógu að snúast við lokun vega. 21. febrúar 2018 08:00 Lægðin missti af kaldasta loftinu Vert að þakka fyrir það segir veðurfræðingur. 21. febrúar 2018 08:39 Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. 21. febrúar 2018 06:24 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Björgunarsveitarmenn hafa sinnt á þriðja tug verkefna tengdum vatnstjóni og vatnselg á ellefta tímanum í morgun. Óveðrið hefur gengið hratt yfir landið í morgun og hefur dregið heldur úr veðurofsanum á höfuðborgarsvæðinu. Því var spáð að veðrið ætti að vera að mestu gengið niður í borginni um hádegi og virðist það ætla að ganga eftir. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, segir í samtali við Vísi að verkefni björgunarsveitarmanna hafi verið færri í morgun en búist var við. Á ellefta tímanum fóru þó að berast fjöldi tilkynninga um vatnstjón og vatnselg á höfuðborgarsvæðinu samhliða þeirri miklu úrkomu sem fylgt hefur þessari lægð. Davíð segir lægðina vera bersýnilega að færast yfir landið því á tíunda tímanum fóru að berast tilkynningar til björgunarsveit um foktengd verkefni á Norðurlandi vestra. Í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar, sem birt var klukkan tíu, kemur fram að fram að hádegi muni veður versna mjög á Norðurlandi, einkum vestan til. Frá Hrútafirði yfir á Siglufjörð og Eyjafjörð er reiknað með Suðaustan átt 25-32 metrum á sekúndu á milli klukkan 11 og 14 og lengur austan til. Þvert á veg og með slyddu og hálku. Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og mikið hvassviðri og vatnselgur á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi. Hálkublettir og mikið hvassviðri er á Suðurstrandavegi. Á Suðvestur- og Suðurlandi er krapi, hálka og hálkublettir. Á Vesturlandi er víðast hvar snjóþekja, hálka, hálkublettir og éljagangur. Þæfingsfærið og hvassviðri er á Vatnaleið. Ófært er á milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar vegna veðurs. Þegar þetta er ritað eru vegirnir um Steingrímsfjarðarheiði, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Hellisheiði, Þrengsli. Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Sandskeið og við Hafnarfjall lokaðir.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Farþegar sátu fastir í níu vélum Icelandair vegna veðurs Þingmaður sagði veruna um borð minna á sjóferð. 21. febrúar 2018 10:04 Bílar köstuðust til á Reykjanesbraut Björgunarsveitir hafa frá klukkan sex í morgun haft í nógu að snúast við lokun vega. 21. febrúar 2018 08:00 Lægðin missti af kaldasta loftinu Vert að þakka fyrir það segir veðurfræðingur. 21. febrúar 2018 08:39 Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. 21. febrúar 2018 06:24 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Farþegar sátu fastir í níu vélum Icelandair vegna veðurs Þingmaður sagði veruna um borð minna á sjóferð. 21. febrúar 2018 10:04
Bílar köstuðust til á Reykjanesbraut Björgunarsveitir hafa frá klukkan sex í morgun haft í nógu að snúast við lokun vega. 21. febrúar 2018 08:00
Lægðin missti af kaldasta loftinu Vert að þakka fyrir það segir veðurfræðingur. 21. febrúar 2018 08:39
Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. 21. febrúar 2018 06:24