Enginn tími til að verða gamalmenni né fara á flakk Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 20:00 Sigrún er bókuð út árið sem leiðsögumaður, auk þess að kenna við Leiðsöguskólann. Vísir/Anton Brink Sigrún Valbergsdóttir, leikstjóri og fararstjóri, fagnar sjötugsafmæli í dag. Hún er atorkukona sem slær ekkert af þó árunum fjölgi. „Ef ég get komið að auglýsingu fyrir leikfélag Selfoss þá er ég til í afmælisviðtal!“ segir Sigrún Valbergsdóttir, leikstjóri og fararstjóri, þegar kvabbað er í henni. Hún viðurkennir að eiginlega hafi staðið til að fara eitthvert út í heim í tilefni afmælisins en enginn tími sé til neins, hvorki til að verða gamalmenni né fara á flakk núna! Samt er búið að frumsýna á Selfossi. Það var gert um síðustu helgi og Sigrún var leikstjóri. Stykkið heitir Glæpir og góðverk og ég bið hana að segja mér frá því. „Þetta er verk sem ég þýddi og staðfærði, gamanleikjafarsi, hálfgerður krimmi sem gerist á Selfossi. Það var svakalega skemmtilegt að vinna með leikfélaginu þar, hópurinn frábær og í flottu leikhúsi.“ Sigrún er kennari í Leiðsöguskólanum, auk þess að starfa sem fararstjóri sjálf. „Ég er alveg bókuð út þetta ár. Það er eiginlega uppselt í allar ferðirnar sem ég er fararstjóri í. Þær eru fimm til útlanda og þrjár fyrir Ferðafélag Íslands. Ég fer í sögugöngu í Ísafjarðardjúpi í maí og aðra, þriggja daga, á slóðir Agnesar og Friðriks í Húnaþingi. Svo fer ég styttri útgáfu af Arnarvatnsheiðarferð sem ég hef farið í mörg ár. Auk þess er ég með fjórar eða fimm ferðir með þýska ferðamenn, langar ferðir sem eru blanda af rútuferð og óbyggðagöngu. En skyldi hún ekkert ætla að halda upp á stórafmælið? „Ég ætla út að borða með fjölskyldunni og ekkert að elda þennan daginn. Annars finnst mér mjög gaman að elda fyrir stórfjölskylduna. Hef það fyrir fastan lið einu sinni í viku þegar ég er heima, en svo eru margar vikur á ári sem ég er í ferðum eins og þú heyrir á upptalningunni.“ Eitthvað hefur þú nú þurft að skutlast austur fyrir Hellisheiði í vetur fyrst þú varst að leikstýra. „Já, það voru fimm æfingar á viku, og ég held að heiðin hafi lokast fimmtán sinnum á þessu tímabili en það féll aldrei niður æfing. Tvisvar urðu seinkanir á æfingum vegna ófærðar en engin féll niður og allar náðu fullri lengd. Eina helgi var ég bara fyrir austan og svo var ég svo heppin að eignast fósturforeldra sem gátu alltaf komist þó strætó gengi ekki, það var bara farið um Suðurstrandarveginn.“ Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira
Sigrún Valbergsdóttir, leikstjóri og fararstjóri, fagnar sjötugsafmæli í dag. Hún er atorkukona sem slær ekkert af þó árunum fjölgi. „Ef ég get komið að auglýsingu fyrir leikfélag Selfoss þá er ég til í afmælisviðtal!“ segir Sigrún Valbergsdóttir, leikstjóri og fararstjóri, þegar kvabbað er í henni. Hún viðurkennir að eiginlega hafi staðið til að fara eitthvert út í heim í tilefni afmælisins en enginn tími sé til neins, hvorki til að verða gamalmenni né fara á flakk núna! Samt er búið að frumsýna á Selfossi. Það var gert um síðustu helgi og Sigrún var leikstjóri. Stykkið heitir Glæpir og góðverk og ég bið hana að segja mér frá því. „Þetta er verk sem ég þýddi og staðfærði, gamanleikjafarsi, hálfgerður krimmi sem gerist á Selfossi. Það var svakalega skemmtilegt að vinna með leikfélaginu þar, hópurinn frábær og í flottu leikhúsi.“ Sigrún er kennari í Leiðsöguskólanum, auk þess að starfa sem fararstjóri sjálf. „Ég er alveg bókuð út þetta ár. Það er eiginlega uppselt í allar ferðirnar sem ég er fararstjóri í. Þær eru fimm til útlanda og þrjár fyrir Ferðafélag Íslands. Ég fer í sögugöngu í Ísafjarðardjúpi í maí og aðra, þriggja daga, á slóðir Agnesar og Friðriks í Húnaþingi. Svo fer ég styttri útgáfu af Arnarvatnsheiðarferð sem ég hef farið í mörg ár. Auk þess er ég með fjórar eða fimm ferðir með þýska ferðamenn, langar ferðir sem eru blanda af rútuferð og óbyggðagöngu. En skyldi hún ekkert ætla að halda upp á stórafmælið? „Ég ætla út að borða með fjölskyldunni og ekkert að elda þennan daginn. Annars finnst mér mjög gaman að elda fyrir stórfjölskylduna. Hef það fyrir fastan lið einu sinni í viku þegar ég er heima, en svo eru margar vikur á ári sem ég er í ferðum eins og þú heyrir á upptalningunni.“ Eitthvað hefur þú nú þurft að skutlast austur fyrir Hellisheiði í vetur fyrst þú varst að leikstýra. „Já, það voru fimm æfingar á viku, og ég held að heiðin hafi lokast fimmtán sinnum á þessu tímabili en það féll aldrei niður æfing. Tvisvar urðu seinkanir á æfingum vegna ófærðar en engin féll niður og allar náðu fullri lengd. Eina helgi var ég bara fyrir austan og svo var ég svo heppin að eignast fósturforeldra sem gátu alltaf komist þó strætó gengi ekki, það var bara farið um Suðurstrandarveginn.“
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira