Veðrið verst á milli 9 og 10 Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 07:30 Vindaspá fyrir klukkan 10 í dag. Skjáskot Búast má við því að veðrið verði sem verst á höfuðborgarsvæðinu á milli 9 og 10 í dag, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Engin ástæða er til að ætla annað en að spár gangi eftir. „Þetta er bara allt á áætlun,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur í samtali við Vísi. Hún segir mikilvægt að fólk noti hyggjuvitið á leið í vinnu og skóla. „Það er vissulega blint mjög víða og það er mikill snjór á götum og slydda og hálka sennilega undir. Þannig það er best að fara varlega.“ Aðgerðarstjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, lögreglu og björgunarsveita hefur verið virkjuð. Að minnsta kosti níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið virkjaðar og um það bil 50 manns verið kallaðir út til að geta brugðist við ef eitthvað bjátar á.Kröpp og djúp lægð Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar sem skrifaðar voru um miðnætti segir að lægðin verði að mestu farin hjá um hádegi:Með morgninum fer kröpp og djúp lægð hratt til norðurs fyrir vestan land. Úrkomusvæði lægðarinnar gengur inn á Suðvesturland og hvessir þá verulega, en búist er við suðaustanstormi eða -roki víða á landinu er líður að hádegi og jafn vel ofsaveðri vestan til. Rignir talsvert á sunnanverðu landinu í dag, úrhelli að kalla suðaustan til. Slydda norðvestan til, en úrkomulítið á Norðausturlandi. Vakin er athygli á gulum og appelsínugulum viðvörunum, sem eru í gildi.Um hádegi er lægðin er að mestu farin hjá og lægir þá ört og rofar til á vestanverðu landinu, þó áfram verði stormur og sums staðar úrkomusamt fyrir austan fram á nótt. Illviðrinu fylgja hlýindi þ.a. snjórinn heldur áfram að bráðna, en þá er vissara er að halda niðurföllum og ræsum opnum.Á morgun er veðrið gegnið niður, en í staðinn komin stíf suðvestanátt með éljum og mun lægri hitatölum. Léttir þó smám saman til fyrir norðan og austan. Á föstudag er síðan von á enn einni óveðurslægð, þó að það veður ná ekki sömu hæðum og í dag.Veðurhorfur á landinu Gengur í suðaustan 23-30 m/s, hvassast á V-verðu landinu. Snjókoma og skafrenningur í fyrstu, en síðan slydda og rigning, úrhellisrigning SA-lands. Úrkomulítið NA-til. Dregur hratt úr vindi og úrkomu V-til upp úr hádegi, en áfram stormur og úrkoma A-lands fram á nótt. Hiti yfirleitt 2 til 7 stig síðdegis. Sunnan og suðvestan 13-20 og víða él á morgun, hvassast við SV-ströndina, rigning framan af degi SA-lands, en léttir smám saman til á N- og A-landi. Hiti nálægt frostmarki.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag: Sunnan og suðvestan 13-18 m/s og él, en heldur hægara og léttskýjað NA-til. Hiti kringum frostmark.Á föstudag: Gengur suðaustan 18-25 m/s með talsverðri eða mikilli rigningu eða slyddu, hvassast við SV-ströndina, en mun úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig síðdegis.Á laugardag: Sunnanhvassviðri eða -stormur framan af degi, en dregur síðan talsvert úr vindi. Rigning eða slydda, en þurrt að kalla nyrðra. Kólnar heldur í veðri.Á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir fremur milda suðlæga átt með smá rigningu eða slyddu, en bjartviðri fyrir norðan. Veður Tengdar fréttir Fylgstu með lægðinni á gagnvirku korti Það hefur varla farið framhjá neinum að búist er við illviðri á landinu í dag. 21. febrúar 2018 06:59 Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. 21. febrúar 2018 06:24 Viðvaranir um allt land vegna óveðurs á morgun: „Ansi mikill hvellur um tíma“ Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra á morgun vegna óveðurs. 20. febrúar 2018 22:35 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Búast má við því að veðrið verði sem verst á höfuðborgarsvæðinu á milli 9 og 10 í dag, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Engin ástæða er til að ætla annað en að spár gangi eftir. „Þetta er bara allt á áætlun,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur í samtali við Vísi. Hún segir mikilvægt að fólk noti hyggjuvitið á leið í vinnu og skóla. „Það er vissulega blint mjög víða og það er mikill snjór á götum og slydda og hálka sennilega undir. Þannig það er best að fara varlega.“ Aðgerðarstjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, lögreglu og björgunarsveita hefur verið virkjuð. Að minnsta kosti níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið virkjaðar og um það bil 50 manns verið kallaðir út til að geta brugðist við ef eitthvað bjátar á.Kröpp og djúp lægð Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar sem skrifaðar voru um miðnætti segir að lægðin verði að mestu farin hjá um hádegi:Með morgninum fer kröpp og djúp lægð hratt til norðurs fyrir vestan land. Úrkomusvæði lægðarinnar gengur inn á Suðvesturland og hvessir þá verulega, en búist er við suðaustanstormi eða -roki víða á landinu er líður að hádegi og jafn vel ofsaveðri vestan til. Rignir talsvert á sunnanverðu landinu í dag, úrhelli að kalla suðaustan til. Slydda norðvestan til, en úrkomulítið á Norðausturlandi. Vakin er athygli á gulum og appelsínugulum viðvörunum, sem eru í gildi.Um hádegi er lægðin er að mestu farin hjá og lægir þá ört og rofar til á vestanverðu landinu, þó áfram verði stormur og sums staðar úrkomusamt fyrir austan fram á nótt. Illviðrinu fylgja hlýindi þ.a. snjórinn heldur áfram að bráðna, en þá er vissara er að halda niðurföllum og ræsum opnum.Á morgun er veðrið gegnið niður, en í staðinn komin stíf suðvestanátt með éljum og mun lægri hitatölum. Léttir þó smám saman til fyrir norðan og austan. Á föstudag er síðan von á enn einni óveðurslægð, þó að það veður ná ekki sömu hæðum og í dag.Veðurhorfur á landinu Gengur í suðaustan 23-30 m/s, hvassast á V-verðu landinu. Snjókoma og skafrenningur í fyrstu, en síðan slydda og rigning, úrhellisrigning SA-lands. Úrkomulítið NA-til. Dregur hratt úr vindi og úrkomu V-til upp úr hádegi, en áfram stormur og úrkoma A-lands fram á nótt. Hiti yfirleitt 2 til 7 stig síðdegis. Sunnan og suðvestan 13-20 og víða él á morgun, hvassast við SV-ströndina, rigning framan af degi SA-lands, en léttir smám saman til á N- og A-landi. Hiti nálægt frostmarki.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag: Sunnan og suðvestan 13-18 m/s og él, en heldur hægara og léttskýjað NA-til. Hiti kringum frostmark.Á föstudag: Gengur suðaustan 18-25 m/s með talsverðri eða mikilli rigningu eða slyddu, hvassast við SV-ströndina, en mun úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig síðdegis.Á laugardag: Sunnanhvassviðri eða -stormur framan af degi, en dregur síðan talsvert úr vindi. Rigning eða slydda, en þurrt að kalla nyrðra. Kólnar heldur í veðri.Á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir fremur milda suðlæga átt með smá rigningu eða slyddu, en bjartviðri fyrir norðan.
Veður Tengdar fréttir Fylgstu með lægðinni á gagnvirku korti Það hefur varla farið framhjá neinum að búist er við illviðri á landinu í dag. 21. febrúar 2018 06:59 Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. 21. febrúar 2018 06:24 Viðvaranir um allt land vegna óveðurs á morgun: „Ansi mikill hvellur um tíma“ Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra á morgun vegna óveðurs. 20. febrúar 2018 22:35 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Fylgstu með lægðinni á gagnvirku korti Það hefur varla farið framhjá neinum að búist er við illviðri á landinu í dag. 21. febrúar 2018 06:59
Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. 21. febrúar 2018 06:24
Viðvaranir um allt land vegna óveðurs á morgun: „Ansi mikill hvellur um tíma“ Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra á morgun vegna óveðurs. 20. febrúar 2018 22:35