Fótbolti

Fögnuðu svo mikið að jarðskjálftamælar fóru af stað

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stuðningsmenn Mexíkó á vellinum voru glaðir. Þeir voru það einnig heima fyrir.
Stuðningsmenn Mexíkó á vellinum voru glaðir. Þeir voru það einnig heima fyrir. Vísir/getty
Mexíkó náði einum bestu úrslitum heimsmeistaramótsins í Rússlandi til þessa með 1-0 sigir á ríkjandi heimsmeisturum Þjóðverja í dag.

Hirving Lozano skoraði eina mark leiksins á 35. mínútu en Mexíkó hefði hæglega getað skorað fleiri mörk og var sterkari aðilinn í leiknum.

Markinu var að sjálfsögðu vel fagnað af stuðningsmönnum Mexíkó. Fögnuðurinn varð svo mikill í heimalandinu að jarðskjálftamælar þar í landi héldu að jarðskorpan væri farin að hristast.

Mexíkó er á toppi F riðils eins og er en hin liðin í riðlinum, Svíþjóð og Suður-Kórea mætast í hádeginu á morgun. Næsti leikur Mexíkó er eftir tæpa viku, næsta laugardag, og spurning hvort jarðeðlisfræðingar þar í landi fari aftur á flug haldandi að það sé kominn jarðskjálfti.



 


Tengdar fréttir

Lozano hetjan í sigri Mexíkó

Mexíkó bar sigur úr býtum gegn Þýskalandi í fyrsta leik F-riðils á HM í Rússlandi en það var Hirving Lozano sem skoraði eina mark leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×