Yngsti sveitarstjórnarmaður landsins er nýorðinn 18 ára Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júní 2018 20:00 Matthías Bjarnason sem sat sinn fyrsta fund í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps í síðustu viku á nýju kjörtímabili. Matthías er mjög líklega yngsti sveitarstjórnarmaður landsins. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrátt fyrir að Matthías Bjarnason sé ekki nema 18 ára gamall þá er hann komin í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps og situr þar í meirihluta. Matthías segist ætla fyrst og fremst að leggja áherslu á íþrótta- og lýðheilsumál. Matthías er frá bænum Blesastöðum á Skeiðum. Hann er mikill sveitastrákur og félagsmálatröll. Hann hefur gaman af hestum, er í íþróttum og finnst fátt skemmtilegra en að ferðast um landið og skoða fallega staði. Matthías mætti í vikunni á sinn fyrsta sveitarstjórnarfund í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Hann er líklega yngsti sveitarstjórnarmaður landsins. Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti setti fundinn og bauð nýja hreppsnefnd velkomna til starfa. „Ég er ungur, ég er 18 ára, fæddur 9. maí árið 2000. Þegar við byrjuðum kosningabaráttuna var ég ekki orðinn 18 ára, þannig að það var mjög gaman að því. Ég trúði því alltaf að ég kæmist inn í sveitarstjórn, umræðan var tveir, tveir einn í sveitinni en svo fór þetta þrír, einn, einn, ég var ekkert hissa þegar ég komst inn,“ segir Matthías.Matthías er mikið félagsmálatröll en auk þess að sitja í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps er hann formaður nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonEn hvaða mál ætlar hann helst að leggja áherslu á?„Mín málefni eru mikið unga fólkið, ungt fólk og allt sem því við kemur. Ég hef líka mikinn áhuga á íþrótta- og lýðheilsu í sveitarfélaginu, svo náttúrulega húsnæðismál og fleiri skemmtileg verkefni.“ Sveitarstjórinn og sveitarstjórnarmenn eru ánægðir með að fá svona ungan mann inn í sveitarstjórn. „Þetta er bara flottur ungur drengur, það verður ekkert vandamál með hann held ég. Hann hefur sýnt það á öðrum vettvangi að hann hefur áhuga á félagsmálum og kemur bara mjög sterkur inn í þetta,“ segir Ingvar Hjálmarsson sveitarstjórnarmaður. „Mér líst vel á strákinn, það er gaman að sjá þegar ungt fólk hefur áhuga á sveitarstjórnarmálum, ég held að hann lofi bara góðu. Þetta er langyngsti maðurinn sem við höfum haft í þessari sveitarstjórn og sennilega á landinu,“ segir Kristófer Tómasson, sveitarstjóri. Kosningar 2018 Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Þrátt fyrir að Matthías Bjarnason sé ekki nema 18 ára gamall þá er hann komin í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps og situr þar í meirihluta. Matthías segist ætla fyrst og fremst að leggja áherslu á íþrótta- og lýðheilsumál. Matthías er frá bænum Blesastöðum á Skeiðum. Hann er mikill sveitastrákur og félagsmálatröll. Hann hefur gaman af hestum, er í íþróttum og finnst fátt skemmtilegra en að ferðast um landið og skoða fallega staði. Matthías mætti í vikunni á sinn fyrsta sveitarstjórnarfund í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Hann er líklega yngsti sveitarstjórnarmaður landsins. Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti setti fundinn og bauð nýja hreppsnefnd velkomna til starfa. „Ég er ungur, ég er 18 ára, fæddur 9. maí árið 2000. Þegar við byrjuðum kosningabaráttuna var ég ekki orðinn 18 ára, þannig að það var mjög gaman að því. Ég trúði því alltaf að ég kæmist inn í sveitarstjórn, umræðan var tveir, tveir einn í sveitinni en svo fór þetta þrír, einn, einn, ég var ekkert hissa þegar ég komst inn,“ segir Matthías.Matthías er mikið félagsmálatröll en auk þess að sitja í sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps er hann formaður nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonEn hvaða mál ætlar hann helst að leggja áherslu á?„Mín málefni eru mikið unga fólkið, ungt fólk og allt sem því við kemur. Ég hef líka mikinn áhuga á íþrótta- og lýðheilsu í sveitarfélaginu, svo náttúrulega húsnæðismál og fleiri skemmtileg verkefni.“ Sveitarstjórinn og sveitarstjórnarmenn eru ánægðir með að fá svona ungan mann inn í sveitarstjórn. „Þetta er bara flottur ungur drengur, það verður ekkert vandamál með hann held ég. Hann hefur sýnt það á öðrum vettvangi að hann hefur áhuga á félagsmálum og kemur bara mjög sterkur inn í þetta,“ segir Ingvar Hjálmarsson sveitarstjórnarmaður. „Mér líst vel á strákinn, það er gaman að sjá þegar ungt fólk hefur áhuga á sveitarstjórnarmálum, ég held að hann lofi bara góðu. Þetta er langyngsti maðurinn sem við höfum haft í þessari sveitarstjórn og sennilega á landinu,“ segir Kristófer Tómasson, sveitarstjóri.
Kosningar 2018 Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira