Vill banna laun fyrir fundarsetu Bergþór Másson skrifar 17. júní 2018 12:57 Sanna Magdalena Mörtudóttir. Vísir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalistaflokksins, segist ætla að leggja fram á næsta fundi nýrrar borgarstjórnar tillögu um að banna stjórnendum og kjörnum fulltrúum borgarinnar að þiggja þóknun fyrir fundi í stjórnum, ráðum og nefndum sem haldnir eru á vinnutíma. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Sósíalistaflokksins. „Það hefur eitthvað farið alvarlega aflaga í stjórnmálum þegar borgarstjóri Reykjavíkur og bæjarstjórar nágrannasveitarfélagana eru farnir að taka sér hærri laun en borgarstjórar New York, London og París,“ segir Sanna. „Við ættum að horfast í augu við að þessi laun afhjúpa spillingu stjórnmálaforystunnar og við ættum að gera eitthvað í því. Fyrsta skrefið ætti að vera að banna þessu fólki að taka þóknanir fyrir fundi sem það situr í vinnutíma sinnar aðalvinnu og sem eru því augljóslega hluti af þeim starfsskyldum sem það fær greitt fyrir af föstu launum.“ „Almenningur þolir þetta ekki lengur,“ segir Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi sósíalista og stjórnarmaður í Eflingu, stéttarfélagi. „Konan sem skúrar skrifstofu Dags B. Eggertsson er líklega með lágmarkslaun, 300 þúsund krónur á mánuði. Dagur sjálfur tekur síðan 330 þúsund krónur í þóknun fyrir einn klukkutíma á fundi hjá slökkviliðinu. Borgarfulltrúar verða að stoppa þetta. Þó ekki væri nema af virðingu fyrir konunni sem skúrar skrifstofu borgarstjóra.“ Þau Sanna og Daníel segja að fyrir ekki svo löngu hafi þingfararkaup verið viðlíka hátt og kennaralaun. Fólk sem gaf sig að stjórnmálum eða almannaþjónustu gat vænst þess að fá þokkaleg millistéttarlaun fyrir sitt framlag til samfélagsins. Á nýfrjálshyggjuárunum breyttust viðhorf í samfélaginu og millistéttarlaun þóttu ekki lengur ásættanleg eða eftirsóknarverð. Í stað þess að miða við ágætlega launað millistéttarfólk fór stjórnmálafólk að bera sig saman við forstjóra hjá stórfyrirtækjum, segja Sanna og Daníel. „Þessi laun er meira en sjö sinnum hærri en borgin greiddi lægst launaða starfsfólki borgarinnar í fyrra,“ segir Daníel um laun Dag B. Eggertssonar. „Er það ásættanlegt? Er framlag borgarstjórans sjö sinnum mikilvægari en konunnar sem skúrar skrifstofuna hans? Auðvitað ekki. Ef Dagur eða aðrir halda að svo sé ættum við kannski að sleppa því að þrífa Ráðhúsið og sjá til hversu lengi fólk þolir við. Ég efast ekki um að fólk myndi frekar þola langar fjarvistir borgarstjórans.“ „Það er sagt að þetta sé aðeins brotabrot af veltu borgarinnar. Þess vegna er sjálftakan látin viðgangast og magnast. En þetta er fyrirsláttur. Ef sjálftakan hneykslar okkur eigum við að stöðva hana. Það mun koma í ljós á fundi borgarstjórnar hvaða borgarfulltrúar eru tilbúnir til þess að byrja að skrúfa ofan af þeirri sjálftöku sem hefur viðgengist hér of lengi,“ segir Sanna. Tengdar fréttir Gylfi semur stöku um Sönnu Söngvaskáldið telur Einar Þorsteinsson hafa fallið á eigin bragði. 28. maí 2018 11:22 Sanna segist ekki vilja gerast húsþræll Oddviti Sósíalistaflokksins útskýrir á skáldlegan hátt hvers vegna flokkurinn segir sig frá meirihlutaviðræðum. 30. maí 2018 17:27 Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01 Sanna slær 44 ára gamalt met Davíðs Oddssonar Sanna er fædd árið 1992 og er nýorðin 26 ára gömul. Sósíalistaflokkurinn fékk einn fulltrúa kjörinn og 6,4% atkvæða í Reykjavík. 27. maí 2018 10:21 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalistaflokksins, segist ætla að leggja fram á næsta fundi nýrrar borgarstjórnar tillögu um að banna stjórnendum og kjörnum fulltrúum borgarinnar að þiggja þóknun fyrir fundi í stjórnum, ráðum og nefndum sem haldnir eru á vinnutíma. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Sósíalistaflokksins. „Það hefur eitthvað farið alvarlega aflaga í stjórnmálum þegar borgarstjóri Reykjavíkur og bæjarstjórar nágrannasveitarfélagana eru farnir að taka sér hærri laun en borgarstjórar New York, London og París,“ segir Sanna. „Við ættum að horfast í augu við að þessi laun afhjúpa spillingu stjórnmálaforystunnar og við ættum að gera eitthvað í því. Fyrsta skrefið ætti að vera að banna þessu fólki að taka þóknanir fyrir fundi sem það situr í vinnutíma sinnar aðalvinnu og sem eru því augljóslega hluti af þeim starfsskyldum sem það fær greitt fyrir af föstu launum.“ „Almenningur þolir þetta ekki lengur,“ segir Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi sósíalista og stjórnarmaður í Eflingu, stéttarfélagi. „Konan sem skúrar skrifstofu Dags B. Eggertsson er líklega með lágmarkslaun, 300 þúsund krónur á mánuði. Dagur sjálfur tekur síðan 330 þúsund krónur í þóknun fyrir einn klukkutíma á fundi hjá slökkviliðinu. Borgarfulltrúar verða að stoppa þetta. Þó ekki væri nema af virðingu fyrir konunni sem skúrar skrifstofu borgarstjóra.“ Þau Sanna og Daníel segja að fyrir ekki svo löngu hafi þingfararkaup verið viðlíka hátt og kennaralaun. Fólk sem gaf sig að stjórnmálum eða almannaþjónustu gat vænst þess að fá þokkaleg millistéttarlaun fyrir sitt framlag til samfélagsins. Á nýfrjálshyggjuárunum breyttust viðhorf í samfélaginu og millistéttarlaun þóttu ekki lengur ásættanleg eða eftirsóknarverð. Í stað þess að miða við ágætlega launað millistéttarfólk fór stjórnmálafólk að bera sig saman við forstjóra hjá stórfyrirtækjum, segja Sanna og Daníel. „Þessi laun er meira en sjö sinnum hærri en borgin greiddi lægst launaða starfsfólki borgarinnar í fyrra,“ segir Daníel um laun Dag B. Eggertssonar. „Er það ásættanlegt? Er framlag borgarstjórans sjö sinnum mikilvægari en konunnar sem skúrar skrifstofuna hans? Auðvitað ekki. Ef Dagur eða aðrir halda að svo sé ættum við kannski að sleppa því að þrífa Ráðhúsið og sjá til hversu lengi fólk þolir við. Ég efast ekki um að fólk myndi frekar þola langar fjarvistir borgarstjórans.“ „Það er sagt að þetta sé aðeins brotabrot af veltu borgarinnar. Þess vegna er sjálftakan látin viðgangast og magnast. En þetta er fyrirsláttur. Ef sjálftakan hneykslar okkur eigum við að stöðva hana. Það mun koma í ljós á fundi borgarstjórnar hvaða borgarfulltrúar eru tilbúnir til þess að byrja að skrúfa ofan af þeirri sjálftöku sem hefur viðgengist hér of lengi,“ segir Sanna.
Tengdar fréttir Gylfi semur stöku um Sönnu Söngvaskáldið telur Einar Þorsteinsson hafa fallið á eigin bragði. 28. maí 2018 11:22 Sanna segist ekki vilja gerast húsþræll Oddviti Sósíalistaflokksins útskýrir á skáldlegan hátt hvers vegna flokkurinn segir sig frá meirihlutaviðræðum. 30. maí 2018 17:27 Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01 Sanna slær 44 ára gamalt met Davíðs Oddssonar Sanna er fædd árið 1992 og er nýorðin 26 ára gömul. Sósíalistaflokkurinn fékk einn fulltrúa kjörinn og 6,4% atkvæða í Reykjavík. 27. maí 2018 10:21 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Gylfi semur stöku um Sönnu Söngvaskáldið telur Einar Þorsteinsson hafa fallið á eigin bragði. 28. maí 2018 11:22
Sanna segist ekki vilja gerast húsþræll Oddviti Sósíalistaflokksins útskýrir á skáldlegan hátt hvers vegna flokkurinn segir sig frá meirihlutaviðræðum. 30. maí 2018 17:27
Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01
Sanna slær 44 ára gamalt met Davíðs Oddssonar Sanna er fædd árið 1992 og er nýorðin 26 ára gömul. Sósíalistaflokkurinn fékk einn fulltrúa kjörinn og 6,4% atkvæða í Reykjavík. 27. maí 2018 10:21
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent