Líf og fjör á Þjóðhátíðardeginum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júní 2018 07:30 Það er nóg að gera í dag. Vísir/Andri Marinó Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur í miðborg Reykjavíkur í dag. Dagskráin er fjölbreytt og í boði verða fjölskylduskemmtanir, tónleikar, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, veitingatjöld, íþrótta- og fornbílasýningar og margt fleira.Dagskráin hefst kl. 10.00 með samhljómi kirkjuklukkna í Reykjavík og síðan hefst hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni þar sem Sr. Elínborg Sturludóttir prédikar og biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir og Sr. Sveinn Valgeirsson þjóna fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormars en einsöngvari er Jón Svavar Jósefsson.Hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefst á Austurvelli kl. 11.10. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir flytur hátíðarræðu.Að lokinni athöfn fer skrúðganga frá Austurvelli í kirkjugarðinn við Suðurgötu þar sem forseti borgarstjórnar, Líf Magneudóttir, leggur blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar forseta og Ingibjargar Einarsdóttur. Lúðrasveit verkalýðsins leikur við athöfnina.Skrúðgöngur hefjast á slaginu eitt Skátar og hestamenn frá Fáki leiða skrúðgöngu kl. 13 frá Hlemmi niður Laugaveg og í Hljómskálagarð. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur og hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn reka lestina á pallbíl. Skátar leiða á sama tíma skrúðgöngu frá Hagatorgi í Hljómskálagarð. Lúðrasveitin Svanur leikur.Þegar skrúðgöngur koma í Hljómskálagarðinn hefjast stórtónleikar sem standa til kl. 18.00. Meðal þeirra sem koma fram eru Heimilistónar, Daði Freyr, hljómsveitin Ateria sem sigraði Músíktilraunir í ár, Ronja Ræningjadóttir, Floni og Aron Can lýkur tónlistarveislunni kl. 18.Í Hljómskálagarðinum verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Keppnin Sterkasti maður Íslands hefst kl. 13.30 en keppnin er ein elsta og virtasta kraftakeppni heims og rekur sögu sína frá árinu 1985.Skátar sjá um náttúruþrautabraut, leiktæki og hoppukastala og er frítt í öll tæki. Sirkus Íslands verður með sýningar þar sem litríkir karakterar bregða á leik og börn og fullorðnir fá að spreyta sig í allskyns sirkuskúnstum. Víkingafélagið Víðförull sýnir lifnaðarhætti víkinganna og listhópar Hins hússins og Götuleikhússins troða upp. Brúðubílinn verður á sínum stað og skemmtir ungum sem öldnum. Ýmsar uppákomur verða á víð á dreif um garðinn. Má þar nefnda Blaðrarann, Diva Hollywood og Skeggjuðu konuna.Dagskrá dagsins í dag má nálgast á 17juni.iKort af hátíðarsvæðinu 17. júní Reykjavík Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Sjá meira
Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur í miðborg Reykjavíkur í dag. Dagskráin er fjölbreytt og í boði verða fjölskylduskemmtanir, tónleikar, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, veitingatjöld, íþrótta- og fornbílasýningar og margt fleira.Dagskráin hefst kl. 10.00 með samhljómi kirkjuklukkna í Reykjavík og síðan hefst hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni þar sem Sr. Elínborg Sturludóttir prédikar og biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir og Sr. Sveinn Valgeirsson þjóna fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormars en einsöngvari er Jón Svavar Jósefsson.Hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefst á Austurvelli kl. 11.10. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir flytur hátíðarræðu.Að lokinni athöfn fer skrúðganga frá Austurvelli í kirkjugarðinn við Suðurgötu þar sem forseti borgarstjórnar, Líf Magneudóttir, leggur blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar forseta og Ingibjargar Einarsdóttur. Lúðrasveit verkalýðsins leikur við athöfnina.Skrúðgöngur hefjast á slaginu eitt Skátar og hestamenn frá Fáki leiða skrúðgöngu kl. 13 frá Hlemmi niður Laugaveg og í Hljómskálagarð. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur og hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn reka lestina á pallbíl. Skátar leiða á sama tíma skrúðgöngu frá Hagatorgi í Hljómskálagarð. Lúðrasveitin Svanur leikur.Þegar skrúðgöngur koma í Hljómskálagarðinn hefjast stórtónleikar sem standa til kl. 18.00. Meðal þeirra sem koma fram eru Heimilistónar, Daði Freyr, hljómsveitin Ateria sem sigraði Músíktilraunir í ár, Ronja Ræningjadóttir, Floni og Aron Can lýkur tónlistarveislunni kl. 18.Í Hljómskálagarðinum verður fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Keppnin Sterkasti maður Íslands hefst kl. 13.30 en keppnin er ein elsta og virtasta kraftakeppni heims og rekur sögu sína frá árinu 1985.Skátar sjá um náttúruþrautabraut, leiktæki og hoppukastala og er frítt í öll tæki. Sirkus Íslands verður með sýningar þar sem litríkir karakterar bregða á leik og börn og fullorðnir fá að spreyta sig í allskyns sirkuskúnstum. Víkingafélagið Víðförull sýnir lifnaðarhætti víkinganna og listhópar Hins hússins og Götuleikhússins troða upp. Brúðubílinn verður á sínum stað og skemmtir ungum sem öldnum. Ýmsar uppákomur verða á víð á dreif um garðinn. Má þar nefnda Blaðrarann, Diva Hollywood og Skeggjuðu konuna.Dagskrá dagsins í dag má nálgast á 17juni.iKort af hátíðarsvæðinu
17. júní Reykjavík Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Sjá meira