Trump segir Apple að framleiða vörurnar í Bandaríkjunum til að forðast tolla á Kína Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2018 23:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna Vísir/EPA Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir að fyrirtækið Apple ætti að framleiða vörur sínar í Bandaríkjunum ef það vill forðast tolla á innfluttar vörur frá Kína. Trump lét þessi ummæli falla á Twitter en Apple hafði sent bandarískum yfirvöldum bréf þar sem fyrirhuguðum tollum var mótmælt. Fyrirtækið heldur því fram að tollarnir muni hækka verð til muna á mörgum Apple-vörum og var þar Apple-úrið nefnt sérstaklega en ekki minnst á iPhone. Sagðist forsetinn gera sér fullkomlega grein fyrir því að verð á Apple vörum myndi hækka en bætti við að það væri einföld lausn við því. Fyrirtækið myndi framleiða vörur sínar í Bandaríkjunum og fengi á móti undanþágur frá skatti. „Framleiðið vörurnar í Bandaríkjunum í stað þess að gera það í Kína. Reisið verksmiðjur nú þegar.“Fréttaveita Reuters bar þessi ummæli undir forsvarsmenn Apple sem neituðu að tjá sig. Reuters tekur fram að tæknigeirinn muni finna mest fyrir fyrirhuguðum tollum Bandaríkjastjórnar á innfluttar vörur. Hélt Apple því fram að þessir tollar muni bitna mun meira á Bandaríkjunum en Kína. Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir að fyrirtækið Apple ætti að framleiða vörur sínar í Bandaríkjunum ef það vill forðast tolla á innfluttar vörur frá Kína. Trump lét þessi ummæli falla á Twitter en Apple hafði sent bandarískum yfirvöldum bréf þar sem fyrirhuguðum tollum var mótmælt. Fyrirtækið heldur því fram að tollarnir muni hækka verð til muna á mörgum Apple-vörum og var þar Apple-úrið nefnt sérstaklega en ekki minnst á iPhone. Sagðist forsetinn gera sér fullkomlega grein fyrir því að verð á Apple vörum myndi hækka en bætti við að það væri einföld lausn við því. Fyrirtækið myndi framleiða vörur sínar í Bandaríkjunum og fengi á móti undanþágur frá skatti. „Framleiðið vörurnar í Bandaríkjunum í stað þess að gera það í Kína. Reisið verksmiðjur nú þegar.“Fréttaveita Reuters bar þessi ummæli undir forsvarsmenn Apple sem neituðu að tjá sig. Reuters tekur fram að tæknigeirinn muni finna mest fyrir fyrirhuguðum tollum Bandaríkjastjórnar á innfluttar vörur. Hélt Apple því fram að þessir tollar muni bitna mun meira á Bandaríkjunum en Kína.
Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira