Hamren bað þjóðina afsökunar eftir leik Anton Ingi Leifsson skrifar 8. september 2018 18:43 Erik Hamren, landsliðsþjálfari Ísland, bað stuðningsmenn Íslands afsökunar eftir skellinn, 6-0 tapið gegn Sviss, í Þjóðadeildinni í kvöld. „Ég bið stuðningsmenn Íslands afsökunar. Þetta voru vandræðaleg úrslit,” sagði Hamren í samtali við Tómas Þór Þórðarson í leikslok. „Í fyrri hálfleik gekk þetta ágætlega að halda liðinu saman. Þeir fengu einn góðan möguleika sem Hannes varði. Við leyfðum þeim að spila út fyrir okkur. Ég var ekki ánægður hversu seinir við vorum í síðari boltann og ákefðin var ekki nægilega mikil á síðasta þriðjungi.” „Fyrsta markið var þannig og í öðru markinu er það þar sem við erum einfaldlega ekki klárir. Þeir skora svo 3-0 úr aukaspyrnunni og þá töpuðum við öllu.” „Við héldum ekki skipulagi, misstum trúna og það er á ábyrgð minni sem þjálfari. Það er mitt starf sem þjálfari að láta þá hafa trú á verkefninu og hvað við erum að gera.” „Það voru margir hlutir sem fóru einnig úrskeiðis í fyrri hálfleiknum. Grunnatriðin í fótbolta eru að vinna návígin, bæði varnar- og sóknarlega. Síðan getum við farið að tala um taktík." „Eftir að þeir komust í 3-0 þá töpuðum við öllu og það er á minni ábyrgð,” en hvað sagði hann við leikmennina í leikslok? „Ég tala yfirleitt ekki við leikmennina eftir leik, því allir eru með tilfinningar svona strax eftir leik, en í dag varð ég að tala við þá. Ég sagði það sama við þá að þetta er á minni ábyrgð því þetta var ekki gott,” sagði Erik í leikslok. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Twitter eftir afhroðið í Sviss: „Gilda ekki sömu reglur og í IKEA?“ Íslenska landsliðið beið afhroð gegn Sviss, 6-0, í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni. Leikið var í St. Gallen í kvöld. 8. september 2018 17:51 Einkunnir Íslands: Gylfi bestur í slöku íslensku liði Það var fátt um fína drætti er íslenska landsliðið steinlá fyrir Sviss, 6-0, í fyrsta leik liðsins í A-deildinni í Þjóðadeildinni. 8. september 2018 17:58 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Ísland, bað stuðningsmenn Íslands afsökunar eftir skellinn, 6-0 tapið gegn Sviss, í Þjóðadeildinni í kvöld. „Ég bið stuðningsmenn Íslands afsökunar. Þetta voru vandræðaleg úrslit,” sagði Hamren í samtali við Tómas Þór Þórðarson í leikslok. „Í fyrri hálfleik gekk þetta ágætlega að halda liðinu saman. Þeir fengu einn góðan möguleika sem Hannes varði. Við leyfðum þeim að spila út fyrir okkur. Ég var ekki ánægður hversu seinir við vorum í síðari boltann og ákefðin var ekki nægilega mikil á síðasta þriðjungi.” „Fyrsta markið var þannig og í öðru markinu er það þar sem við erum einfaldlega ekki klárir. Þeir skora svo 3-0 úr aukaspyrnunni og þá töpuðum við öllu.” „Við héldum ekki skipulagi, misstum trúna og það er á ábyrgð minni sem þjálfari. Það er mitt starf sem þjálfari að láta þá hafa trú á verkefninu og hvað við erum að gera.” „Það voru margir hlutir sem fóru einnig úrskeiðis í fyrri hálfleiknum. Grunnatriðin í fótbolta eru að vinna návígin, bæði varnar- og sóknarlega. Síðan getum við farið að tala um taktík." „Eftir að þeir komust í 3-0 þá töpuðum við öllu og það er á minni ábyrgð,” en hvað sagði hann við leikmennina í leikslok? „Ég tala yfirleitt ekki við leikmennina eftir leik, því allir eru með tilfinningar svona strax eftir leik, en í dag varð ég að tala við þá. Ég sagði það sama við þá að þetta er á minni ábyrgð því þetta var ekki gott,” sagði Erik í leikslok.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Twitter eftir afhroðið í Sviss: „Gilda ekki sömu reglur og í IKEA?“ Íslenska landsliðið beið afhroð gegn Sviss, 6-0, í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni. Leikið var í St. Gallen í kvöld. 8. september 2018 17:51 Einkunnir Íslands: Gylfi bestur í slöku íslensku liði Það var fátt um fína drætti er íslenska landsliðið steinlá fyrir Sviss, 6-0, í fyrsta leik liðsins í A-deildinni í Þjóðadeildinni. 8. september 2018 17:58 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Twitter eftir afhroðið í Sviss: „Gilda ekki sömu reglur og í IKEA?“ Íslenska landsliðið beið afhroð gegn Sviss, 6-0, í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni. Leikið var í St. Gallen í kvöld. 8. september 2018 17:51
Einkunnir Íslands: Gylfi bestur í slöku íslensku liði Það var fátt um fína drætti er íslenska landsliðið steinlá fyrir Sviss, 6-0, í fyrsta leik liðsins í A-deildinni í Þjóðadeildinni. 8. september 2018 17:58