Einkunnir Íslands: Gylfi bestur í slöku íslensku liði 8. september 2018 17:58 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Það var fátt um fína drætti er íslenska landsliðið steinlá fyrir Sviss, 6-0, í fyrsta leik liðsins í A-deildinni í Þjóðadeildinni. Íslenska liðið átti nokkra fína kafla í fyrri hálfleik en síðari hálfleikurinn var skelfilegur. Liðið var langt frá Svisslendingunum sem léku listir sínar hvað eftir annað. Vísir gefur að sjálfsögðu öllum leikmönnum liðsins einkunnir og þær má sjá hér að neðan.Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 2 Þurfti að hirða boltann sex sinnum úr netinu. Virkaði óöruggur í aðgerðum sínum og gerði lítið sem ekkert aukalega í markinu því flest allt fór inn.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður - 2 Byrjaði ágætlega og var sami gamli góði Birkir en gleymdi sér svo í öðru marki Svisslendinga og þar með var leik lokið. Gerði ekkert í sóknarleiknum.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 2 Eins og úrslitin gefa til kynna áttu miðverðirnir skelfilegan dag. Samvinna hans og Sverris skelfileg sem er furðulegt miðað við hvað þeir spila mikið saman hjá sínu félagsliði. Tók ruglaðar ákvarðanir og braut af sér í þriðja markinu sem að drap leikinn.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - 2 Langt frá því að vera boðleg frammistaða og gefur ekki merki um að hann sé klár í þetta ábyrgðarhlutverk. Var úti um allt í teignum og gerði miklu meira rangt heldur en rétt.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður - 2 Það verður ekki sagt að bakvörðurinn knái hafi nýtt tækifærið. Eins og aðrir varnarmenn var hann mjög slakur og gerði ekkert fram á við. Mörkin í seinni hálfleik voru mikið að koma hans megin líka.Rúrik Gíslason, hægri kantmaður - 2 Lítill kraftur í honum á kantinum. Slakar sendingar og bara í heildina alls ekki góður leikur. Alltof seinn í mörg návígi.Gylfi Sigurðsson, miðjumaður - 4 Einu gæðin sem að sáust á miðjunni eða í spili Íslands var þegar að Gylfi fékk boltann en hann fékk hann bara aldrei. Var orðinn pirraður og datt út úr leiknum þegar að mest á reyndi.Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður - 2 Ekki frammistaða til að bjóða upp á eftir svona langan tíma í burtu. Talandi um að nýta ekki sénsinn. Var alveg týndur á miðjunni, tæklaði ekki vel og braut af sér í öðru markinu.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður - 3 Birkir hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarið en þetta var líklega hans versta frammistaða í landsleik. Var að tapa návígum og var langt frá því að vera eins grimmur og hann á að sér að vera. Tekinn út af á 65. mínútu sem er ekki vanalegt.Björn Bergmann Sigurðarson, framherji - 3 Kom afskaplega lítið út úr Skagamanninum í dag. Vann fá návígi og tenging hans og Jóns Daða ekki mikil. Hitti ekki boltann í dauðafæri á fjærstöng í stöðunni 0-0.Jón Daði Böðvarsson, framherji - 4 Var skárri en Björn Bergmann þó að þeirra samspil var sama og ekkert. Ef það gerðist eitthvað smá í framlínunni var Jón Daði þar að verki eins og að fiska hættulega aukaspyrnu. Var þó líka að missa boltann beint út af en hljóp og hljóp.Viðar Örn Kjartansson (kom inn á fyrir Björn Bergmann Sigurðarson á 59. mín) - 3 Breytti engu þegar að hann kom inn á enda sá Sviss um að sækja.Theodór Elmar Bjarnason (kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 65. mín) - 3 Hafði lítið fram að færa enda liðið komið í algjört þrot þegar að hann kom inn á.Rúnar Már Sigurjónsson (kom inn á fyrir Rúrik Gíslason á 73. mín) - Spilaði of lítið til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Twitter eftir afhroðið í Sviss: „Gilda ekki sömu reglur og í IKEA?“ Íslenska landsliðið beið afhroð gegn Sviss, 6-0, í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni. Leikið var í St. Gallen í kvöld. 8. september 2018 17:51 Leik lokið: Sviss - Ísland 6-0 | Martröð í St. Gallen Íslenska landsliðið var niðurlægt af því svissneska í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeild UEFA. 8. september 2018 17:45 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Sjá meira
Það var fátt um fína drætti er íslenska landsliðið steinlá fyrir Sviss, 6-0, í fyrsta leik liðsins í A-deildinni í Þjóðadeildinni. Íslenska liðið átti nokkra fína kafla í fyrri hálfleik en síðari hálfleikurinn var skelfilegur. Liðið var langt frá Svisslendingunum sem léku listir sínar hvað eftir annað. Vísir gefur að sjálfsögðu öllum leikmönnum liðsins einkunnir og þær má sjá hér að neðan.Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 2 Þurfti að hirða boltann sex sinnum úr netinu. Virkaði óöruggur í aðgerðum sínum og gerði lítið sem ekkert aukalega í markinu því flest allt fór inn.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður - 2 Byrjaði ágætlega og var sami gamli góði Birkir en gleymdi sér svo í öðru marki Svisslendinga og þar með var leik lokið. Gerði ekkert í sóknarleiknum.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 2 Eins og úrslitin gefa til kynna áttu miðverðirnir skelfilegan dag. Samvinna hans og Sverris skelfileg sem er furðulegt miðað við hvað þeir spila mikið saman hjá sínu félagsliði. Tók ruglaðar ákvarðanir og braut af sér í þriðja markinu sem að drap leikinn.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - 2 Langt frá því að vera boðleg frammistaða og gefur ekki merki um að hann sé klár í þetta ábyrgðarhlutverk. Var úti um allt í teignum og gerði miklu meira rangt heldur en rétt.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður - 2 Það verður ekki sagt að bakvörðurinn knái hafi nýtt tækifærið. Eins og aðrir varnarmenn var hann mjög slakur og gerði ekkert fram á við. Mörkin í seinni hálfleik voru mikið að koma hans megin líka.Rúrik Gíslason, hægri kantmaður - 2 Lítill kraftur í honum á kantinum. Slakar sendingar og bara í heildina alls ekki góður leikur. Alltof seinn í mörg návígi.Gylfi Sigurðsson, miðjumaður - 4 Einu gæðin sem að sáust á miðjunni eða í spili Íslands var þegar að Gylfi fékk boltann en hann fékk hann bara aldrei. Var orðinn pirraður og datt út úr leiknum þegar að mest á reyndi.Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður - 2 Ekki frammistaða til að bjóða upp á eftir svona langan tíma í burtu. Talandi um að nýta ekki sénsinn. Var alveg týndur á miðjunni, tæklaði ekki vel og braut af sér í öðru markinu.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður - 3 Birkir hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarið en þetta var líklega hans versta frammistaða í landsleik. Var að tapa návígum og var langt frá því að vera eins grimmur og hann á að sér að vera. Tekinn út af á 65. mínútu sem er ekki vanalegt.Björn Bergmann Sigurðarson, framherji - 3 Kom afskaplega lítið út úr Skagamanninum í dag. Vann fá návígi og tenging hans og Jóns Daða ekki mikil. Hitti ekki boltann í dauðafæri á fjærstöng í stöðunni 0-0.Jón Daði Böðvarsson, framherji - 4 Var skárri en Björn Bergmann þó að þeirra samspil var sama og ekkert. Ef það gerðist eitthvað smá í framlínunni var Jón Daði þar að verki eins og að fiska hættulega aukaspyrnu. Var þó líka að missa boltann beint út af en hljóp og hljóp.Viðar Örn Kjartansson (kom inn á fyrir Björn Bergmann Sigurðarson á 59. mín) - 3 Breytti engu þegar að hann kom inn á enda sá Sviss um að sækja.Theodór Elmar Bjarnason (kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 65. mín) - 3 Hafði lítið fram að færa enda liðið komið í algjört þrot þegar að hann kom inn á.Rúnar Már Sigurjónsson (kom inn á fyrir Rúrik Gíslason á 73. mín) - Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Twitter eftir afhroðið í Sviss: „Gilda ekki sömu reglur og í IKEA?“ Íslenska landsliðið beið afhroð gegn Sviss, 6-0, í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni. Leikið var í St. Gallen í kvöld. 8. september 2018 17:51 Leik lokið: Sviss - Ísland 6-0 | Martröð í St. Gallen Íslenska landsliðið var niðurlægt af því svissneska í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeild UEFA. 8. september 2018 17:45 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Sjá meira
Twitter eftir afhroðið í Sviss: „Gilda ekki sömu reglur og í IKEA?“ Íslenska landsliðið beið afhroð gegn Sviss, 6-0, í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni. Leikið var í St. Gallen í kvöld. 8. september 2018 17:51
Leik lokið: Sviss - Ísland 6-0 | Martröð í St. Gallen Íslenska landsliðið var niðurlægt af því svissneska í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeild UEFA. 8. september 2018 17:45