Innlent

Varar við notkun samfélagsmiðla

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Persónuvernd hefur beint tilmælum til skóla um notkun á samfélagsmiðlum.
Persónuvernd hefur beint tilmælum til skóla um notkun á samfélagsmiðlum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Persónuvernd hefur að gefnu tilefni beint tilmælum til leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila og íþróttafélaga um notkun á samfélagsmiðlum.

Er því beint til þessara aðila að nota ekki Facebook eða sambærilega miðla fyrir miðlun persónuupplýsinga um ólögráða börn. Gildir það bæði um viðkvæmar og almennar persónuupplýsingar.

Sé þörf talin á að miðla upplýsingum um ólögráða börn með rafrænum hætti er æskilegt að nota hugbúnað sem tryggir ábyrgðar­aðilum fulla stjórn yfir þeim upplýsingum sem miðlað er. Tryggja þurfi að upplýsingum verði ekki miðlað til óviðkomandi aðila, þær verði ekki unnar í öðrum tilgangi en lagt var upp með og að öryggis þeirra sé gætt með fullnægjandi hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×