Krabbameinsendurhæfing og reykingar Ásgeir R. Helgason skrifar 2. maí 2018 16:23 Rannsóknir sýna að haldi fólk áfram að reykja eftir að hafa greinst með krabbamein og fengið meðferð, aukast líkurnar á því að krabbameinið taki sig upp aftur. Reykingar hafa líka neikvæð áhrif á ónæmiskerfið. Rannsóknir á munntóbaki sem áhættuþætti fyrir krabbamein eru óljósar. Hinsvegar liggja fyrir rannsóknir sem benda til að nikótín, sem líka er í miklu magni í munntóbaki, geti örvað krabbameinsvöxt og haft áhrif á dreifingu sjúkdómsins Mælt er með að fólk hætti að reykja nokkrum vikum fyrir krabbameinsaðgerð og sé reyklaust að minsta kosti nokkrar vikur eftir aðgerð. Það dregur út líkum á neikvæðum eftirköstum aðgerðar, þetta á reyndar við um flestar tegundir aðgerða, ekki bara krabbameinsaðgerðir. Það er því mikilvægt að til staðar sé hágæða stuðningur við reykingafólk sem þarf að gangast undir aðgerð. Þrátt fyrir að lang flestir þeirra sem greinast með krabbamein viti að tóbak sé áhættuþáttur margra krabbameina, er raunin sú að margt krabbameinsgreint reykingafólk á erfitt með að hætta að reykja. Rannsóknir sýna að kvíði, streyta og depurð hafa neikvæð áhrif á getu fólks til að hætta að reykja, en margir þeirra sem greinast með krabbamein ganga í gegnum tímabil streitu og kvíða í kjölfar krabbameinsgreiningar og þurfa því oft mikinn og sérhæfðan stuðning til að hætta eða gera hlé á reykingum. Í heilbrigðiskerfinu er boðið uppá gjaldfrjálsa, raunprófaða þjónustu, Ráðgjöf í Reykbindindi í síma 800 6030. Sjálfsagt er að nýta þjónustuna til að auðvelda eftirfylgni, en reynsla og rannsóknir sýna að bestur árangur næst ef heilbrigðisstarfsfólk, sem sér um meðferð og endurhæfingu sjúklings, er til staðar og styður sjúklinginn til reykbindindis. Símaþjónustan getur síðan komið inn sem sérhæfður stuðningsaðili í samvinnu við meðferðar- og enduhæfingateimi sjúklingsins. Rannsóknir hafa sýnt að bestur árangur næst ef fleiri en einn aðili kemur að stuðningnum. Á morgun, fimmtudaginn 3. maí kl 15, fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands málþingið Endurhæfing alla leið. Farið verður yfir stöðu endurhæfingar krabbameinsgreindra á Íslandi og fjallað um nýjustu vitneskju um árangursríkar aðferðir. Ráðstefnan er öllum opin og henni verður einnig streymt á Vísi.Höfundur er fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Rannsóknir sýna að haldi fólk áfram að reykja eftir að hafa greinst með krabbamein og fengið meðferð, aukast líkurnar á því að krabbameinið taki sig upp aftur. Reykingar hafa líka neikvæð áhrif á ónæmiskerfið. Rannsóknir á munntóbaki sem áhættuþætti fyrir krabbamein eru óljósar. Hinsvegar liggja fyrir rannsóknir sem benda til að nikótín, sem líka er í miklu magni í munntóbaki, geti örvað krabbameinsvöxt og haft áhrif á dreifingu sjúkdómsins Mælt er með að fólk hætti að reykja nokkrum vikum fyrir krabbameinsaðgerð og sé reyklaust að minsta kosti nokkrar vikur eftir aðgerð. Það dregur út líkum á neikvæðum eftirköstum aðgerðar, þetta á reyndar við um flestar tegundir aðgerða, ekki bara krabbameinsaðgerðir. Það er því mikilvægt að til staðar sé hágæða stuðningur við reykingafólk sem þarf að gangast undir aðgerð. Þrátt fyrir að lang flestir þeirra sem greinast með krabbamein viti að tóbak sé áhættuþáttur margra krabbameina, er raunin sú að margt krabbameinsgreint reykingafólk á erfitt með að hætta að reykja. Rannsóknir sýna að kvíði, streyta og depurð hafa neikvæð áhrif á getu fólks til að hætta að reykja, en margir þeirra sem greinast með krabbamein ganga í gegnum tímabil streitu og kvíða í kjölfar krabbameinsgreiningar og þurfa því oft mikinn og sérhæfðan stuðning til að hætta eða gera hlé á reykingum. Í heilbrigðiskerfinu er boðið uppá gjaldfrjálsa, raunprófaða þjónustu, Ráðgjöf í Reykbindindi í síma 800 6030. Sjálfsagt er að nýta þjónustuna til að auðvelda eftirfylgni, en reynsla og rannsóknir sýna að bestur árangur næst ef heilbrigðisstarfsfólk, sem sér um meðferð og endurhæfingu sjúklings, er til staðar og styður sjúklinginn til reykbindindis. Símaþjónustan getur síðan komið inn sem sérhæfður stuðningsaðili í samvinnu við meðferðar- og enduhæfingateimi sjúklingsins. Rannsóknir hafa sýnt að bestur árangur næst ef fleiri en einn aðili kemur að stuðningnum. Á morgun, fimmtudaginn 3. maí kl 15, fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands málþingið Endurhæfing alla leið. Farið verður yfir stöðu endurhæfingar krabbameinsgreindra á Íslandi og fjallað um nýjustu vitneskju um árangursríkar aðferðir. Ráðstefnan er öllum opin og henni verður einnig streymt á Vísi.Höfundur er fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun