Telur hótanir ekki vænlegar til árangurs Hersir Aron Ólafsson skrifar 2. maí 2018 20:00 Forsætisráðherra furðar sig á orðum forseta ASÍ um að stjórnvöld séu höfuðandstæðingur verkalýðshreyfingarinnar. Hún segir hótanir um skæruverkföll ekki vænlegar til árangurs og bendir á að pólitísk stefna verði ekki mótuð annars staðar en á Alþingi. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær kvaðst Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, finna fyrir aukinni reiði og ólgu hjá sínu fólki vegna stöðu á vinnumarkaði. Þá sagði hann verkalýðshreyfinguna alla eiga sameiginlegan andstæðing. „Það er svolítið skrýtið að okkar höfuðandstæðingur í dag skuli vera stjórnvöld, en þannig er það bara,“ sagði Gylfi.Frétt Vísis: Segir stjórnvöld höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnarForsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir furðar sig á þessum ummælum.Ert þú höfuðandstæðingur verkalýðshreyfingarinnar?„Nei, ég lít nú á verkalýðshreyfinguna sem minn samherja a.m.k. Samherja í að vinna að félagslegum umbótum,“ segir Katrín.Kjararáði breytt og atvinnuleysisbætur hækkaðar Katrín bendir á að stjórnvöld hafi átt í góðu samtali við verkalýðshreyfinguna jafnt sem samtök atvinnurekenda. Þetta samstarf hafi þegar skilað góðum árangri. „Núverandi fyrirkomulag kjararáðs verður væntanlega lagt niður með frumvarpi hér í haust. Í gær hækkuðu atvinnuleysisbætur upp í 90 prósent af lágmarkslaunum og greiðslur úr ábyrgðarsjóði launa hækkuðu. Það var bein afleiðing þessa samtals.“ Þá bendir hún enn fremur á að nýju þjóðhagsráði sé ætlað að líta til félagslegs stöðugleika ekki síður en efnahagslegs. „ASÍ hefur hafnað því að setjast í þjóðhagsráð þrátt fyrir að það hefði verið þeirra upprunalega krafa, að ráðinu yrði breytt með þessum hætti.“Ekki aðdáandi hótanastíls formanns VR Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR var ómyrkur í máli er hann ávarpaði útifund í gær. Sagði hann stjórnvöld m.a. rúin trausti, boðaði skæruverkföll og sagði sitt fólk geta lamað samgöngur og stofnanir ef með þyrfti.Frétt Vísis: Boðar skæruverkföll sem munu bíta fast „Ég er ekki sérstakur aðdáandi einhvers hótanastíls í svona samskiptum, sérstaklega þegar stjórnvöld hafa lagt á það mikla áherslu að eiga þetta góða samtal. Við funduðum síðast á föstudaginn og reiknum með að funda aftur í þessum mánuði,“ segir Katrín. Í ræðu sinni gerði Ragnar m.a. kröfu um skattkerfisbreytingar og bætta stöðu á húsnæðismarkaði að viðlögðum aðgerðum. Katrín bendir hins vegar á að lög séu skýr um það af hvaða tilefni boða megi verkfallsaðgerðir – og hvað eigi heima á öðrum vettvangi. „Það er eitt að berjast fyrir bættum kjörum og tala fyrir félagslegum umbótum. Hins vegar er það auðvitað annað sem við getum kallað félagslega stefnu og verður auðvitað aldrei mótuð annars staðar en hér á lýðræðislega kjörnu Alþingi. Þannig að þarna eru hlutverkin ólík,“ segir Katrín að lokum. Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Forsætisráðherra furðar sig á orðum forseta ASÍ um að stjórnvöld séu höfuðandstæðingur verkalýðshreyfingarinnar. Hún segir hótanir um skæruverkföll ekki vænlegar til árangurs og bendir á að pólitísk stefna verði ekki mótuð annars staðar en á Alþingi. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær kvaðst Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, finna fyrir aukinni reiði og ólgu hjá sínu fólki vegna stöðu á vinnumarkaði. Þá sagði hann verkalýðshreyfinguna alla eiga sameiginlegan andstæðing. „Það er svolítið skrýtið að okkar höfuðandstæðingur í dag skuli vera stjórnvöld, en þannig er það bara,“ sagði Gylfi.Frétt Vísis: Segir stjórnvöld höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnarForsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir furðar sig á þessum ummælum.Ert þú höfuðandstæðingur verkalýðshreyfingarinnar?„Nei, ég lít nú á verkalýðshreyfinguna sem minn samherja a.m.k. Samherja í að vinna að félagslegum umbótum,“ segir Katrín.Kjararáði breytt og atvinnuleysisbætur hækkaðar Katrín bendir á að stjórnvöld hafi átt í góðu samtali við verkalýðshreyfinguna jafnt sem samtök atvinnurekenda. Þetta samstarf hafi þegar skilað góðum árangri. „Núverandi fyrirkomulag kjararáðs verður væntanlega lagt niður með frumvarpi hér í haust. Í gær hækkuðu atvinnuleysisbætur upp í 90 prósent af lágmarkslaunum og greiðslur úr ábyrgðarsjóði launa hækkuðu. Það var bein afleiðing þessa samtals.“ Þá bendir hún enn fremur á að nýju þjóðhagsráði sé ætlað að líta til félagslegs stöðugleika ekki síður en efnahagslegs. „ASÍ hefur hafnað því að setjast í þjóðhagsráð þrátt fyrir að það hefði verið þeirra upprunalega krafa, að ráðinu yrði breytt með þessum hætti.“Ekki aðdáandi hótanastíls formanns VR Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR var ómyrkur í máli er hann ávarpaði útifund í gær. Sagði hann stjórnvöld m.a. rúin trausti, boðaði skæruverkföll og sagði sitt fólk geta lamað samgöngur og stofnanir ef með þyrfti.Frétt Vísis: Boðar skæruverkföll sem munu bíta fast „Ég er ekki sérstakur aðdáandi einhvers hótanastíls í svona samskiptum, sérstaklega þegar stjórnvöld hafa lagt á það mikla áherslu að eiga þetta góða samtal. Við funduðum síðast á föstudaginn og reiknum með að funda aftur í þessum mánuði,“ segir Katrín. Í ræðu sinni gerði Ragnar m.a. kröfu um skattkerfisbreytingar og bætta stöðu á húsnæðismarkaði að viðlögðum aðgerðum. Katrín bendir hins vegar á að lög séu skýr um það af hvaða tilefni boða megi verkfallsaðgerðir – og hvað eigi heima á öðrum vettvangi. „Það er eitt að berjast fyrir bættum kjörum og tala fyrir félagslegum umbótum. Hins vegar er það auðvitað annað sem við getum kallað félagslega stefnu og verður auðvitað aldrei mótuð annars staðar en hér á lýðræðislega kjörnu Alþingi. Þannig að þarna eru hlutverkin ólík,“ segir Katrín að lokum.
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira