Nokkur styr hefur staðið um hugmynd um byggingu nýs miðbæjar á Selfossi en hugmyndin gengur út á endurbyggingu eldri húsa sem horfið hafa af sjónarsviðinu á ýmsum ástæðum. Gamla mjólkurbúið á Selfossi á t.d. að vera í forgrunni nýja miðbæjarins og gert er ráð fyrir miðaldadómkirkju á svæðinu. Nú hefur verið ákveðið að leggja málið í hendur íbúa og halda íbúakosningu laugardaginn 18. ágúst um nýja miðbæinn en kosið verður um aðal- og deiliskipulag miðbæjar Selfoss sem samþykkt var í bæjarráði 13. júlí 2018.
Tvær spurningar verða á kjörseðlinum. Sú fyrri hljómar þannig:
1) Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) tillögu að breytingu sem bæjarstjórn Árborgar samþykkti hinn 21. febrúar 2018 á aðalskipulagi Selfoss vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss?
Og sú síðari hljómar svona:
2) Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) tillögu að breytingu sem bæjarstjórn Árborgar samþykkti hinn 21. febrúar 2018 á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss?
3) Íbúakosningin fer fram í 6 kjördeildum eða í fjórum í Vallaskóla Selfossi, einni í Barnaskólanum á Stokkseyri og einni í Barnaskólanum Eyrarbakka. Kosning stendur yfir frá kl. 9:00 – 18: 00
Niðurstaða atkvæðagreiðslu íbúakosninga úr íbúakosningu um breytingu á aðal- og deiliskipulagi fyrir miðbæinn á Selfossi verður bindandi fyrir ákvörðun bæjarstjórnar um framhald málsins. Þessi binding bæjarstjórnar nær eingöngu til málsins ef að lágmarki 29% kjörgengra íbúa tekur þátt í kosningunni. Ef hins vegar færri en 29% íbúa taka þátt í kosningunni verður niðurstaðan ráðgefandi fyrir endanlega ákvörðun bæjarstjórnar.
Um 6.500 manns eru á kjörskrá í Árborg