Viðkvæmir íbúar óttast GSM-senda í Urriðaholti Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. júlí 2018 09:00 Svala Rún Sigurðardóttir segir ekki vanta betra símsamband í Urriðaholt. Hópur fólks í hverfinu þjáist af óþoli fyrir geislum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Konur í Urriðaholti hafa áhyggjur af uppsetningu GSM-senda fyrir ofan hverfið. Það muni hafa slæm áhrif á þá sem hafa óþol fyrir geislum, rafsviði og rafsegulsviði. Sumir hafi flutt í hverfið því þar sé fimm fasa rafmagn en ekki þriggja fasa. „Það pælir enginn í þessu fyrr en hann er búinn að missa heilsuna og hættur að geta unnið,“ segir Svala Rún Sigurðardóttir, önnur tveggja kvenna sem sent hafa bæjaryfirvöldum í Garðabæ bréf og lýst áhyggjum af því að settir verði upp GSM-sendar í Urriðaholti. Svala Rún bjó þar til fyrir tveimur árum í Mýrahverfi í Garðabæ. Hún segist í samtali við Fréttablaðið hafa fundið breytingu til hins betra eftir að hún flutti í Urriðaholt enda fært sig gagngert þangað því þar sé fimm fasa rafmagn en ekki þriggja fasa eins og víðast annars staðar. „Við erum hópur fólks í Urriðaholtinu sem þjáist af ofurviðkvæmni/óþoli fyrir geislum af ýmsum toga, eins og geislum frá GSM-sendum,“ er útskýrt í bréfi kvennanna. Sjálf kveðst Svala Rún nú hafa um tólf ára skeið farið til mælinga í um sex hundruð hús þar sem fólk hefur orðið fyrir óþægindum vegna senda, rafmagns eða jarðstrauma. Hún segir einkenni sem fólk finni fyrir yfirleitt sambærileg. „Ef við erum að tala um sendana þá er þetta yfirleitt einbeitingarskortur, verkir í líkamanum, höfuðverkir, ógleði. Þetta fer inn á taugakerfið og fólk verður mjög pirrað. Það er ekki hægt að lýsa vanlíðaninni sem fólk er að upplifa,“ útskýrir Svala Rún. Í bréfi sínu þakka konurnar bæjaryfirvöldum fyrir að í Urriðaholti sé fimm fasa rafmagnskerfi. „Við finnum virkilega fyrir frábærum árangri af fimm fasa kerfinu þar sem mengun frá rafmagni er í lágmarki,“ skrifa þær. Lífsgæðin geti skerst með símasendunum og vitna þær til vísindalegra rannsókna. „Því er þetta gríðarlega mikilvægt mál fyrir okkur þar sem heimili okkar er griðastaður og þarf að vera laus frá allri geislun.“ Bréfið var tekið fyrir í bæjarráði sem minnti á að samkvæmt deiliskipulagi Urriðaholts séu ákveðnar lóðir ætlaðar fyrir fjarskiptastarfsemi. Svala Rún segir engin formleg svör hafa fengist hjá bænum um það hvort eitthvert símafyrirtæki hafi falast eftir að fá að setja upp sendi. „Það hefur enginn kvartað undan því að það sé lélegt símasamband hér og bæjarstjórinn hefur staðfest það. Við viljum mótmæla því harðlega að það verði settir upp sendar þarna. Það væri algjörlega óviðunandi fyrir okkur og í andstöðu við að verið er að gera þetta hverfi vistvænt og með betra rafmagni,“ undirstrikar Svala Rún. Að sögn Svölu Rúnar mega sveitarfélög í Frakklandi lögum samkvæmt ekki setja upp senda nema að kynna það fyrir íbúum hvar sendarnir eru, hversu mikill styrkleikinn sé og hver eigi sendana. „Hérna á Íslandi er eins og það sé bara mafían sem er með þessa senda; það veit enginn hvar þeir eru eða hver á þá.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Konur í Urriðaholti hafa áhyggjur af uppsetningu GSM-senda fyrir ofan hverfið. Það muni hafa slæm áhrif á þá sem hafa óþol fyrir geislum, rafsviði og rafsegulsviði. Sumir hafi flutt í hverfið því þar sé fimm fasa rafmagn en ekki þriggja fasa. „Það pælir enginn í þessu fyrr en hann er búinn að missa heilsuna og hættur að geta unnið,“ segir Svala Rún Sigurðardóttir, önnur tveggja kvenna sem sent hafa bæjaryfirvöldum í Garðabæ bréf og lýst áhyggjum af því að settir verði upp GSM-sendar í Urriðaholti. Svala Rún bjó þar til fyrir tveimur árum í Mýrahverfi í Garðabæ. Hún segist í samtali við Fréttablaðið hafa fundið breytingu til hins betra eftir að hún flutti í Urriðaholt enda fært sig gagngert þangað því þar sé fimm fasa rafmagn en ekki þriggja fasa eins og víðast annars staðar. „Við erum hópur fólks í Urriðaholtinu sem þjáist af ofurviðkvæmni/óþoli fyrir geislum af ýmsum toga, eins og geislum frá GSM-sendum,“ er útskýrt í bréfi kvennanna. Sjálf kveðst Svala Rún nú hafa um tólf ára skeið farið til mælinga í um sex hundruð hús þar sem fólk hefur orðið fyrir óþægindum vegna senda, rafmagns eða jarðstrauma. Hún segir einkenni sem fólk finni fyrir yfirleitt sambærileg. „Ef við erum að tala um sendana þá er þetta yfirleitt einbeitingarskortur, verkir í líkamanum, höfuðverkir, ógleði. Þetta fer inn á taugakerfið og fólk verður mjög pirrað. Það er ekki hægt að lýsa vanlíðaninni sem fólk er að upplifa,“ útskýrir Svala Rún. Í bréfi sínu þakka konurnar bæjaryfirvöldum fyrir að í Urriðaholti sé fimm fasa rafmagnskerfi. „Við finnum virkilega fyrir frábærum árangri af fimm fasa kerfinu þar sem mengun frá rafmagni er í lágmarki,“ skrifa þær. Lífsgæðin geti skerst með símasendunum og vitna þær til vísindalegra rannsókna. „Því er þetta gríðarlega mikilvægt mál fyrir okkur þar sem heimili okkar er griðastaður og þarf að vera laus frá allri geislun.“ Bréfið var tekið fyrir í bæjarráði sem minnti á að samkvæmt deiliskipulagi Urriðaholts séu ákveðnar lóðir ætlaðar fyrir fjarskiptastarfsemi. Svala Rún segir engin formleg svör hafa fengist hjá bænum um það hvort eitthvert símafyrirtæki hafi falast eftir að fá að setja upp sendi. „Það hefur enginn kvartað undan því að það sé lélegt símasamband hér og bæjarstjórinn hefur staðfest það. Við viljum mótmæla því harðlega að það verði settir upp sendar þarna. Það væri algjörlega óviðunandi fyrir okkur og í andstöðu við að verið er að gera þetta hverfi vistvænt og með betra rafmagni,“ undirstrikar Svala Rún. Að sögn Svölu Rúnar mega sveitarfélög í Frakklandi lögum samkvæmt ekki setja upp senda nema að kynna það fyrir íbúum hvar sendarnir eru, hversu mikill styrkleikinn sé og hver eigi sendana. „Hérna á Íslandi er eins og það sé bara mafían sem er með þessa senda; það veit enginn hvar þeir eru eða hver á þá.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira