Lífið

Helgi Björns sextugur og frumflutti glænýtt lag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Helgi Björns leikur á als oddi nú er hann siglir inn í sjötugsaldurinn.
Helgi Björns leikur á als oddi nú er hann siglir inn í sjötugsaldurinn. fréttablaðið/anton brink

Tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson, betur þekktur sem Helgi Björns eða jafnvel Holy B, fagnar sextugsafmæli sínu í dag, 10. júlí. Í tilefni þess frumflutti afmælisbarnið glænýtt lag, Dönsum á húsþökum, á Bylgjunni í morgun.



Helgi, sem er Íslendingum flestum kunnur fyrir langan og farsælan tónlistarferil, kíkti í hljóðverið til Ívars Guðmundssonar og ræddi þar hækkandi aldur, tónlistina og nýja lagið.



„Ég er ekkert að kippa mér upp við þetta. Það er bara einn dagur í viðbót sem maður þræðir upp á perlufesti lífsins og maður hefur gaman af þessu,“ sagði Helgi, inntur eftir því hvort hann hygðist halda sérstaklega upp á afmælisárið sem nú fer í hönd.



Hann sagðist þó hafa ákveðið að verðlauna sig í dag, á sjálfan afmælisdaginn, með útgáfu nýja lagsins. Þá verður blásið til afmælistónleika í Laugardalshöll í haust, nánar tiltekið þann 8. september næstkomandi. „Þar ætla ég að tjalda öllu til og það verður mikið í lagt.“



Spjall Helga og Ívars má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Hið nýútgefna lag, Dönsum á húsþökum, hefst á mínútu 5:28.


Tengdar fréttir

Helgi Björns heldur stórtónleika í Laugardalshöll

Helgi Björnsson verður 60 ára þann 10. júlí næstkomandi og af því tilefni ætlar þessi ástsæli söngvari að blása til glæsilegra stórtónleika í Laugardalshöllinni laugardaginn 8. september.

Helgi reynir að beisla vinsældir rappsins

Samkvæmt heimildum Fréttblaðsins úr heimi dægurtónlistar á Íslandi er söngvarinn góðkunni Helgi Björnsson nú í óðaönn að vinna að nýrri og uppfærðri útgáfu af lagi SSSólar Toppurinn. Hljómsveitin fagnar 30 ára afmæli sínu á þessu ári og vafalaust er ákveðinn hópur sem fagnar fregnum um endurkomu sveitarinnar og finnur fyrir mikilli nostalgíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.