Íslensku stelpurnar byrjuðu leikinn betur og voru 7-4 yfir þegar 10. mínútur voru liðnar af leiknum. Þær norsku komust hins vegar inn í leikinn og í hálfleik var allt jafnt 15-15.
Í seinni hálfleik sigu þær norsku hægt og rólega fram úr og svo fór að lokum að Noregur vann fimm marka sigur 30-35.
Mótinu er þó ekki alveg lokið hjá stelpunum, þær spila um sæti á morgun. Hvaða sæti er þó enn ekki ljóst, það fer eftir úrslitum annara leikja í kvöld.
Grátlegt tap niðurstaðan En stelpurnar lögðu sig allar fram og börðust til síðasta blóðdropa. Hrikalega flottar. Bíða eftir úrslitum síðustu leikja kvöldsins til að sjá hvað sjá um hvaða sæti þær spila um á morgun. #handbolti#stelpurnarokkar#handball#u20kv
— HSÍ (@HSI_Iceland) July 10, 2018