Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2018 12:21 May forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í hádeginu í dag. Vísir/EPA Nýir ráðherrar tóku sæti á sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi í dag eftir afsagnir tveggja áhrifamikilla ráðherra úr ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Ríkisstjórnin ætlar að kynna skýrslu um áætlun sína um Brexit á fimmtudag þrátt fyrir ólgu og óvissu um framtíð May sem leiðtoga flokks síns og ríkisstjórnarinnar. Boris Johnson, utanríkisráðherra, og David Davis, aðalsamningamaður ríkisstjórnarinnar við Evrópusambandið um útgöngu Breta, sögðu af sér í kjölfar fundar á föstudag þar sem May lagði fram áætlun sína um hvernig sambandi Bretlands við ESB yrði háttað í framtíðinni. Tvímenningarnir og fleiri Brexit-harðlínumenn innan Íhaldsflokksins telja áætlun May ekki ganga nógu langt í að slíta á tengsl Bretlands við Evrópusambandið. „Draumurinn um Brexit er að deyja, kæfður af óþarfa sjálfsefa,“ sagði Johnson í afsagnarbréfi sínu til May. Davis sagði að Bretland myndi gefa of mikið eftir og of auðveldlega í viðræðum við ESB. Fleiri lægra settir meðlimir í stjórn May hafa einnig sagt af sér vegna óánægju með áætlun hennar. Jeremy Hunt, sem áður var heilbrigðisráðherra, hefur tekið við sem utanríkisráðherra. Dominic Raab tekur við forystu viðræðna við ESB. Honum er lýst sem einörðum stuðningsmanni útgöngunnar úr ESB.Hóta vantrausti en hafa líklega ekki atkvæðinThe Guardian segir að ríkisstjórnin ætli að kynna hvítbók sína um Brexit á fimmtudag en vangaveltur höfðu verið uppi um að birtingu hennar yrði frestað fram í næstu viku vegna óróans innan ríkisstjórnarinnar síðustu daga. Bretar eiga að ganga úr Evrópusambandinu eftir mars á næsta ári en lítið hefur miðað í viðræðum þeirra um hvernig sambandi þeirra verður háttað eftir útgönguna, meðal annars vegna klofnings innan Íhaldsflokks May. Í Brussel segir breska ríkisútvarpið BBC að ráðamenn ESB óttist að óeiningin í röðum breskra íhaldsmanna eigi eftir að leiða til þess að Bretar gangi út án samkomulags um viðskipti og önnur mál. Tíminn til að ná samkomulagi sé einfaldlega orðin of naumur. Ekki sér fyrir endann á innanflokksátökunum. Harðlínumennirnir eru sagðir hafa hótað því að leggja fram vantraust á forystu May innan flokksins. Talið er að þeir hafi stuðning 48 þingmanna flokksins sem til þarf fyrir vantraust. Politico segir að þeir séu hins vegar fjarri þeim 159 þingmönnum sem þarf til að samþykkja það. Brexit Tengdar fréttir Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37 Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05 Jeremy Hunt nýr utanríkisráðherra Bretlands Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag var Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbriðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 22:17 Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02 Dominic Raab nýr Brexitmálaráðherra David Davis sagði af sér embætti í gærkvöldi. 9. júlí 2018 09:31 Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Nýir ráðherrar tóku sæti á sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi í dag eftir afsagnir tveggja áhrifamikilla ráðherra úr ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Ríkisstjórnin ætlar að kynna skýrslu um áætlun sína um Brexit á fimmtudag þrátt fyrir ólgu og óvissu um framtíð May sem leiðtoga flokks síns og ríkisstjórnarinnar. Boris Johnson, utanríkisráðherra, og David Davis, aðalsamningamaður ríkisstjórnarinnar við Evrópusambandið um útgöngu Breta, sögðu af sér í kjölfar fundar á föstudag þar sem May lagði fram áætlun sína um hvernig sambandi Bretlands við ESB yrði háttað í framtíðinni. Tvímenningarnir og fleiri Brexit-harðlínumenn innan Íhaldsflokksins telja áætlun May ekki ganga nógu langt í að slíta á tengsl Bretlands við Evrópusambandið. „Draumurinn um Brexit er að deyja, kæfður af óþarfa sjálfsefa,“ sagði Johnson í afsagnarbréfi sínu til May. Davis sagði að Bretland myndi gefa of mikið eftir og of auðveldlega í viðræðum við ESB. Fleiri lægra settir meðlimir í stjórn May hafa einnig sagt af sér vegna óánægju með áætlun hennar. Jeremy Hunt, sem áður var heilbrigðisráðherra, hefur tekið við sem utanríkisráðherra. Dominic Raab tekur við forystu viðræðna við ESB. Honum er lýst sem einörðum stuðningsmanni útgöngunnar úr ESB.Hóta vantrausti en hafa líklega ekki atkvæðinThe Guardian segir að ríkisstjórnin ætli að kynna hvítbók sína um Brexit á fimmtudag en vangaveltur höfðu verið uppi um að birtingu hennar yrði frestað fram í næstu viku vegna óróans innan ríkisstjórnarinnar síðustu daga. Bretar eiga að ganga úr Evrópusambandinu eftir mars á næsta ári en lítið hefur miðað í viðræðum þeirra um hvernig sambandi þeirra verður háttað eftir útgönguna, meðal annars vegna klofnings innan Íhaldsflokks May. Í Brussel segir breska ríkisútvarpið BBC að ráðamenn ESB óttist að óeiningin í röðum breskra íhaldsmanna eigi eftir að leiða til þess að Bretar gangi út án samkomulags um viðskipti og önnur mál. Tíminn til að ná samkomulagi sé einfaldlega orðin of naumur. Ekki sér fyrir endann á innanflokksátökunum. Harðlínumennirnir eru sagðir hafa hótað því að leggja fram vantraust á forystu May innan flokksins. Talið er að þeir hafi stuðning 48 þingmanna flokksins sem til þarf fyrir vantraust. Politico segir að þeir séu hins vegar fjarri þeim 159 þingmönnum sem þarf til að samþykkja það.
Brexit Tengdar fréttir Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37 Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05 Jeremy Hunt nýr utanríkisráðherra Bretlands Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag var Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbriðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 22:17 Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02 Dominic Raab nýr Brexitmálaráðherra David Davis sagði af sér embætti í gærkvöldi. 9. júlí 2018 09:31 Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37
Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05
Jeremy Hunt nýr utanríkisráðherra Bretlands Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag var Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbriðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 22:17
Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02
Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14