Fjögurra ára gömul klippa af kynferðislegri áreitni X Factor-dómara vekur reiði netverja Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2018 11:45 Mel B stöðvaði að endingu viðtalið og byrsti sig við Walsh. Skjáskot/Youtube Í myndbandinu sést Walsh, umboðsmaður og framleiðandi, þukla á rassi Mel B, söngkonu og fyrrverandi Kryddpíu, sem bregst ókvæða við, og hefur klippan nú komið af stað umræðu um kynferðislega áreitni. Vakin var athygli á myndbandinu á Twitter á sunnudag og þegar þetta er skrifað hafa nær 250 þúsund manns „líkað“ við færsluna. Myndbandinu er deilt í tístinu og við það er skrifað „Kynferðisleg áreitni í beinni útsendingu, góðir hálsar.“ sexual harassment on live TV folks pic.twitter.com/tjJtE45ZFk— junieblackjones (@dys_nania) July 8, 2018 Klippuna má einnig sjá með hljóði hér að neðan en þar sést hvernig Walsh hvílir hönd sína á rassi Mel B, sem þykir það bersýnilega óþægilegt, í töluverðan tíma. Að endingu stöðvar Mel B viðtalið og spyr Walsh af hverju hann sé að grípa um afturendann á sér. Umræddur Twitter-notandi, @dys_nania, bætir því einnig við að þrátt fyrir að atvik á borð við þetta gerist frammi fyrir allra augum neiti menn enn þá að horfast í augu við það hversu oft slík áreitni fer fram á bak við luktar dyr. Sjálf þurfti Mel B að fá nálgunarbann gegn fyrrverandi eiginmanni sínum, Stephen Belafonte, í fyrra en hann mun hafa beitt hana mjög alvarlegu ofbeldi í áraraðir. Margir taka undir með Twitter-notandanum en aðrir gagnrýna Mel B fyrir viðbrögð hennar. Einn Twitter-notandi sagði hana til að mynda hafa „gert manninn vandræðalegan.“ terrible reaction from mel b embarrassing the man— Elliott Panyi (@elliott_panyi) July 8, 2018 Youtube-stjörnurnar Ethan og Hila Klein, sem halda úti rásinni H3H3productions, ræddu áreitni Walsh í hlaðvarpsþætti sínum áður en myndbandið fór í dreifingu á Twitter. Þau skipuðu sér í hóp þeirra sem hafa gagnrýnt Walsh harðlega, sem virðist töluvert fjölmennari hópur en þeir sem eru á öndverðum meiði. Upptöku úr hlaðvarpinu má horfa á í spilaranum hér að neðan. Hvorki Mel B né Walsh hafa tjáð sig um myndbandið, hvorki nú né fyrir fjórum árum. Þá vakti atvikið ekki viðlíka athygli þegar það var sýnt í sjónvarpi árið 2014, enda var umræða í anda #MeToo-hreyfingarinnar þá styttra á veg kominn en árið 2018. Mel B starfaði sem dómari í bæði bresku og áströlsku þáttaröðum X Factor á árunum 2011-2016. Walsh tilkynnti í júní síðastliðnum að hann hygðist láta af störfum sem dómari þáttanna. Bíó og sjónvarp MeToo Hæfileikaþættir Bretland Tengdar fréttir Tónlistin kom henni í gegnum eineltið: Mel B með gæsahúð um allan líkama og ýtti á gullhnappinn Hin fimmtán ára Amanda Mena mætti í raunveruleikaþáttinn America´s Got Talent á dögunum og sló rækilega í gegn með magnaðri áheyrnarprufu. 2. júlí 2018 13:30 Sharon Osbourne verður í dómarateyminu í X-Factor Simon Cowell hefur nú staðfest að Sharon Osbourne verði dómari á nýjan leik í raunveruleikaþáttunum X-Factor Uk en hún var hluti af upprunalegu dómurunum í þáttunum sem hófu göngu sína árið 2004. 25. maí 2016 12:30 Cowell vill aftur gamla gengið Simon Cowell vill fá Louis Walsh og Sharon Osbourne til að setjast aftur í dómarasætin í raunveruleikaþáttunum X-Factor UK. 12. apríl 2016 15:30 Kryddpía fær nálgunarbann á eiginmanninn sem beitti hana ofbeldi í áratug og neyddi í kynlífsathafnir Kryddpían Mel B hefur fengið nálgunarbann gegn fyrrverandi eiginmanni sínum Stephen Belafonte en hann mun hafa beitt hana mjög alvarlegu ofbeldi í áraraðir. 4. apríl 2017 11:30 Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Sjá meira
Í myndbandinu sést Walsh, umboðsmaður og framleiðandi, þukla á rassi Mel B, söngkonu og fyrrverandi Kryddpíu, sem bregst ókvæða við, og hefur klippan nú komið af stað umræðu um kynferðislega áreitni. Vakin var athygli á myndbandinu á Twitter á sunnudag og þegar þetta er skrifað hafa nær 250 þúsund manns „líkað“ við færsluna. Myndbandinu er deilt í tístinu og við það er skrifað „Kynferðisleg áreitni í beinni útsendingu, góðir hálsar.“ sexual harassment on live TV folks pic.twitter.com/tjJtE45ZFk— junieblackjones (@dys_nania) July 8, 2018 Klippuna má einnig sjá með hljóði hér að neðan en þar sést hvernig Walsh hvílir hönd sína á rassi Mel B, sem þykir það bersýnilega óþægilegt, í töluverðan tíma. Að endingu stöðvar Mel B viðtalið og spyr Walsh af hverju hann sé að grípa um afturendann á sér. Umræddur Twitter-notandi, @dys_nania, bætir því einnig við að þrátt fyrir að atvik á borð við þetta gerist frammi fyrir allra augum neiti menn enn þá að horfast í augu við það hversu oft slík áreitni fer fram á bak við luktar dyr. Sjálf þurfti Mel B að fá nálgunarbann gegn fyrrverandi eiginmanni sínum, Stephen Belafonte, í fyrra en hann mun hafa beitt hana mjög alvarlegu ofbeldi í áraraðir. Margir taka undir með Twitter-notandanum en aðrir gagnrýna Mel B fyrir viðbrögð hennar. Einn Twitter-notandi sagði hana til að mynda hafa „gert manninn vandræðalegan.“ terrible reaction from mel b embarrassing the man— Elliott Panyi (@elliott_panyi) July 8, 2018 Youtube-stjörnurnar Ethan og Hila Klein, sem halda úti rásinni H3H3productions, ræddu áreitni Walsh í hlaðvarpsþætti sínum áður en myndbandið fór í dreifingu á Twitter. Þau skipuðu sér í hóp þeirra sem hafa gagnrýnt Walsh harðlega, sem virðist töluvert fjölmennari hópur en þeir sem eru á öndverðum meiði. Upptöku úr hlaðvarpinu má horfa á í spilaranum hér að neðan. Hvorki Mel B né Walsh hafa tjáð sig um myndbandið, hvorki nú né fyrir fjórum árum. Þá vakti atvikið ekki viðlíka athygli þegar það var sýnt í sjónvarpi árið 2014, enda var umræða í anda #MeToo-hreyfingarinnar þá styttra á veg kominn en árið 2018. Mel B starfaði sem dómari í bæði bresku og áströlsku þáttaröðum X Factor á árunum 2011-2016. Walsh tilkynnti í júní síðastliðnum að hann hygðist láta af störfum sem dómari þáttanna.
Bíó og sjónvarp MeToo Hæfileikaþættir Bretland Tengdar fréttir Tónlistin kom henni í gegnum eineltið: Mel B með gæsahúð um allan líkama og ýtti á gullhnappinn Hin fimmtán ára Amanda Mena mætti í raunveruleikaþáttinn America´s Got Talent á dögunum og sló rækilega í gegn með magnaðri áheyrnarprufu. 2. júlí 2018 13:30 Sharon Osbourne verður í dómarateyminu í X-Factor Simon Cowell hefur nú staðfest að Sharon Osbourne verði dómari á nýjan leik í raunveruleikaþáttunum X-Factor Uk en hún var hluti af upprunalegu dómurunum í þáttunum sem hófu göngu sína árið 2004. 25. maí 2016 12:30 Cowell vill aftur gamla gengið Simon Cowell vill fá Louis Walsh og Sharon Osbourne til að setjast aftur í dómarasætin í raunveruleikaþáttunum X-Factor UK. 12. apríl 2016 15:30 Kryddpía fær nálgunarbann á eiginmanninn sem beitti hana ofbeldi í áratug og neyddi í kynlífsathafnir Kryddpían Mel B hefur fengið nálgunarbann gegn fyrrverandi eiginmanni sínum Stephen Belafonte en hann mun hafa beitt hana mjög alvarlegu ofbeldi í áraraðir. 4. apríl 2017 11:30 Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Sjá meira
Tónlistin kom henni í gegnum eineltið: Mel B með gæsahúð um allan líkama og ýtti á gullhnappinn Hin fimmtán ára Amanda Mena mætti í raunveruleikaþáttinn America´s Got Talent á dögunum og sló rækilega í gegn með magnaðri áheyrnarprufu. 2. júlí 2018 13:30
Sharon Osbourne verður í dómarateyminu í X-Factor Simon Cowell hefur nú staðfest að Sharon Osbourne verði dómari á nýjan leik í raunveruleikaþáttunum X-Factor Uk en hún var hluti af upprunalegu dómurunum í þáttunum sem hófu göngu sína árið 2004. 25. maí 2016 12:30
Cowell vill aftur gamla gengið Simon Cowell vill fá Louis Walsh og Sharon Osbourne til að setjast aftur í dómarasætin í raunveruleikaþáttunum X-Factor UK. 12. apríl 2016 15:30
Kryddpía fær nálgunarbann á eiginmanninn sem beitti hana ofbeldi í áratug og neyddi í kynlífsathafnir Kryddpían Mel B hefur fengið nálgunarbann gegn fyrrverandi eiginmanni sínum Stephen Belafonte en hann mun hafa beitt hana mjög alvarlegu ofbeldi í áraraðir. 4. apríl 2017 11:30