Vosbúð í vestri út vikuna Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. júlí 2018 07:15 Verið velkomin til Íslands, blautu ferðamenn. Vísir/vilhelm Veðrið þessa vikuna verður svipað og landsmenn hafa fengið að kynnast í sumar. Veðurstofan gerir ráð fyrir vosbúð sunnan- og vestanlands út vikuna en prýðilegu veðri og fínasta sumarhita norðan- og austanlands. Spáin er svohljóðandi „að minnsta kosti“ fram á laugardag „og óþarfi að hafa mörg orð um það mynstur, enda höfum fengið fjölmörg sýnidæmi að undanförnu,“ eins og veðurfræðingur kemst að orði. Hitinn verður einnig sambærilegur, á bilinu 10 til 20 stig og hlýjast á Austurlandi. Engin gul viðvörun er í gildi fyrir daginn í dag en víða var nokkuð hvasst á landinu í gærkvöldi og nótt. Eitthvað virðist þó hylla undir breytta tíma þegar helgin rennur sitt skeið. Langtímaspár gera ráð fyrir að lægðabraut síðustu vikna verði sunnar í Atlantshafi í næstu viku. Það myndi hafa í för með sér austlægar áttir og allt annað veðurfar.Sjá einnig: Líkur á sól og hlýindum á vestanverðu landinu í næstu viku„Betra veður fyrir sólarþyrsta íbúa á vestanverðu landinu, en síðra veður fyrir austan. Enn er þó nokkuð óljóst hvernig þetta mun allt saman spilast og því skal væntingum haldið í skefjum enn um sinn,“ segir veðurfræðingur.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Suðlæg átt, 8-15 m/s, en hægari vindur austanlands fram eftir degi. Úrkomulítið norðaustantil, annars víða rigning. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á norðausturhorninu.Á fimmtudag:Suðvestlæg átt, 5-10 m/s. Skýjað en úrkomulítið á vestanverðu landinu og hiti 8 til 13 stig. Víða bjartviðri austanlands og hiti allt að 22 stigum.Á föstudag:Gengur í suðaustan 8-13 m/s með rigningu, en yfirleitt þurrt og bjart veður á Norður- og Austurlandi. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands.Á laugardag:Suðlæg átt og víða votviðri, en styttir upp norðanlands þegar líður á daginn. Hiti breytist lítið.Á sunnudag og mánudag:Líkur á austlægri átt með vætu sunnan- og austanlands, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Veður Tengdar fréttir Líkur á sól og hlýindum á vestanverðu landinu í næstu viku Lægð suður af landinu gæti blásið austanvindum sem myndu orsaka þurrk og hlýindi á vestanverðu landinu. 9. júlí 2018 10:33 Draumasumar ofnæmispésans á Suðvesturlandi Heildarfjöldi frjókorna var mjög lítill á höfuðborgarsvæðinu í júní. Frjó mældust alla daga mánaðarins en í litlu magni. 9. júlí 2018 12:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Veðrið þessa vikuna verður svipað og landsmenn hafa fengið að kynnast í sumar. Veðurstofan gerir ráð fyrir vosbúð sunnan- og vestanlands út vikuna en prýðilegu veðri og fínasta sumarhita norðan- og austanlands. Spáin er svohljóðandi „að minnsta kosti“ fram á laugardag „og óþarfi að hafa mörg orð um það mynstur, enda höfum fengið fjölmörg sýnidæmi að undanförnu,“ eins og veðurfræðingur kemst að orði. Hitinn verður einnig sambærilegur, á bilinu 10 til 20 stig og hlýjast á Austurlandi. Engin gul viðvörun er í gildi fyrir daginn í dag en víða var nokkuð hvasst á landinu í gærkvöldi og nótt. Eitthvað virðist þó hylla undir breytta tíma þegar helgin rennur sitt skeið. Langtímaspár gera ráð fyrir að lægðabraut síðustu vikna verði sunnar í Atlantshafi í næstu viku. Það myndi hafa í för með sér austlægar áttir og allt annað veðurfar.Sjá einnig: Líkur á sól og hlýindum á vestanverðu landinu í næstu viku„Betra veður fyrir sólarþyrsta íbúa á vestanverðu landinu, en síðra veður fyrir austan. Enn er þó nokkuð óljóst hvernig þetta mun allt saman spilast og því skal væntingum haldið í skefjum enn um sinn,“ segir veðurfræðingur.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ miðvikudag:Suðlæg átt, 8-15 m/s, en hægari vindur austanlands fram eftir degi. Úrkomulítið norðaustantil, annars víða rigning. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á norðausturhorninu.Á fimmtudag:Suðvestlæg átt, 5-10 m/s. Skýjað en úrkomulítið á vestanverðu landinu og hiti 8 til 13 stig. Víða bjartviðri austanlands og hiti allt að 22 stigum.Á föstudag:Gengur í suðaustan 8-13 m/s með rigningu, en yfirleitt þurrt og bjart veður á Norður- og Austurlandi. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands.Á laugardag:Suðlæg átt og víða votviðri, en styttir upp norðanlands þegar líður á daginn. Hiti breytist lítið.Á sunnudag og mánudag:Líkur á austlægri átt með vætu sunnan- og austanlands, en úrkomulítið í öðrum landshlutum.
Veður Tengdar fréttir Líkur á sól og hlýindum á vestanverðu landinu í næstu viku Lægð suður af landinu gæti blásið austanvindum sem myndu orsaka þurrk og hlýindi á vestanverðu landinu. 9. júlí 2018 10:33 Draumasumar ofnæmispésans á Suðvesturlandi Heildarfjöldi frjókorna var mjög lítill á höfuðborgarsvæðinu í júní. Frjó mældust alla daga mánaðarins en í litlu magni. 9. júlí 2018 12:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Líkur á sól og hlýindum á vestanverðu landinu í næstu viku Lægð suður af landinu gæti blásið austanvindum sem myndu orsaka þurrk og hlýindi á vestanverðu landinu. 9. júlí 2018 10:33
Draumasumar ofnæmispésans á Suðvesturlandi Heildarfjöldi frjókorna var mjög lítill á höfuðborgarsvæðinu í júní. Frjó mældust alla daga mánaðarins en í litlu magni. 9. júlí 2018 12:45