Íslenskur sumarbústaður vekur heimsathygli Stefán Árni Pálsson skrifar 13. apríl 2018 11:15 Húsið stendur rétt við Þingvallavatn og er því útsýnið einstaklega fallegt. myndir/© Nanne Springer Á vefsíðu Independent er fjallað nokkuð ítarlega um fallegt sumarhús sem staðsett er við Þingvallavatn. Um er að ræða glænýtt hús sem hannað var af arkitektastofunni Glámu Kím sem stofnuð var árið 1996. Húsið er hannað með tilliti til náttúrunnar í kringum það og má sjá fallega blöndu af steinsteypu og timbri. Sumarhúsið stendur á hæðarhrygg við djúpt og hrikalegt gil með ægifögru útsýni til allra átta. Til norðurs er víðsýni yfir stórt vatn að fjöllum í fjarska. Til austurs blasir við nálægur brattur klettaveggur handan gilsins. Sunnan- og vestanmegin við húsið er fjölbreyttur fjallahringur. Húsið er hannað með það að markmiði að magna upp þennan tilkomumikla stað með því að ramma inn útsýnisáttir í og við húsið. Þá eru útirými formuð og staðsett þannig að njóta megi sem best sólar og skjóls. Húsið stendur hátt en áhersla var lögð á að það yrði hógvært í fjölbreyttri náttúrunni. Byggingin samanstendur af þremur ílöngum húshlutum sem raðað er þannig að á milli þeirra er útirými sem opnast í suðurátt. Vestur og austur hlutarnir eru klæddir setrusviði og hýsa annarsvegar svefnaðstöðu og hinsvegar gestahús. Húshlutinn sem tengir þessa tvo hluta er steyptur með svartri sjónsteypu. Hann hýsir stofu og eldhús og er eilítið hærri en hinir. Þar eru stórir inndregnir gluggar í norður- og suðurátt. Útsýnið er vægast sagt fallegt en hér að neðan má sjá myndir af þessu fallega húsi en ljósmyndarinn Nanne Springer tók myndirnar. Ótrúlega fallegt hús.© Nanne SpringerHér er hugsað út í hvert smáatriði.Falleg stofa og þaðan er hægt að ganga út á pall.© Nanne SpringerAllir gluggar í húsinu er mjög stórir sem skemmir ekki fyrir.© Nanne SpringerÓtrúlega fallegur pallur.© Nanne SpringerPallurinn er mjög stór og er hægt að halda heilu matarboðinn úti með útsýni yfir Þingvallavatn.© Nanne Springer© Nanne Springer© Nanne Springer Hús og heimili Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Á vefsíðu Independent er fjallað nokkuð ítarlega um fallegt sumarhús sem staðsett er við Þingvallavatn. Um er að ræða glænýtt hús sem hannað var af arkitektastofunni Glámu Kím sem stofnuð var árið 1996. Húsið er hannað með tilliti til náttúrunnar í kringum það og má sjá fallega blöndu af steinsteypu og timbri. Sumarhúsið stendur á hæðarhrygg við djúpt og hrikalegt gil með ægifögru útsýni til allra átta. Til norðurs er víðsýni yfir stórt vatn að fjöllum í fjarska. Til austurs blasir við nálægur brattur klettaveggur handan gilsins. Sunnan- og vestanmegin við húsið er fjölbreyttur fjallahringur. Húsið er hannað með það að markmiði að magna upp þennan tilkomumikla stað með því að ramma inn útsýnisáttir í og við húsið. Þá eru útirými formuð og staðsett þannig að njóta megi sem best sólar og skjóls. Húsið stendur hátt en áhersla var lögð á að það yrði hógvært í fjölbreyttri náttúrunni. Byggingin samanstendur af þremur ílöngum húshlutum sem raðað er þannig að á milli þeirra er útirými sem opnast í suðurátt. Vestur og austur hlutarnir eru klæddir setrusviði og hýsa annarsvegar svefnaðstöðu og hinsvegar gestahús. Húshlutinn sem tengir þessa tvo hluta er steyptur með svartri sjónsteypu. Hann hýsir stofu og eldhús og er eilítið hærri en hinir. Þar eru stórir inndregnir gluggar í norður- og suðurátt. Útsýnið er vægast sagt fallegt en hér að neðan má sjá myndir af þessu fallega húsi en ljósmyndarinn Nanne Springer tók myndirnar. Ótrúlega fallegt hús.© Nanne SpringerHér er hugsað út í hvert smáatriði.Falleg stofa og þaðan er hægt að ganga út á pall.© Nanne SpringerAllir gluggar í húsinu er mjög stórir sem skemmir ekki fyrir.© Nanne SpringerÓtrúlega fallegur pallur.© Nanne SpringerPallurinn er mjög stór og er hægt að halda heilu matarboðinn úti með útsýni yfir Þingvallavatn.© Nanne Springer© Nanne Springer© Nanne Springer
Hús og heimili Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira