Gæti snjóað á sumardaginn fyrsta Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. apríl 2018 06:51 Þessi ætti kannski að vera í sokkum í næstu viku. Vísir/Getty Austan- og suðaustanáttir munu ráða ríkjum á landinu næstu daga ef marka má spákort Veðurstofunnar. Þeim fylgir væta á sunnan- og austanverðu landinu, jafnvel talsvert regn um tíma á Suðausturlandi og Austfjörðum. Það fer að rigna suðaustanlands upp úr hádegi og verða þokubakkar eða súld við austurströndina með kvöldinu. Annars staðar á landinu verður skýjað með köflum og þurrt að kalla. Ætla má að vindhraðinn verði á bilinu 13 til 18 m/s syðst á landinu en annars staðar hægari vindur. Hitinn verður á bilinu 5 til 13 stig að deginum, hlýjast inn til landsins. Veðurstofan segir þó að það verði hlýtt í veðri fram yfir helgi, þrátt fyrir að áfram megi búst við næturfrosti í innsveitum á Norður- og Austurlandi. Að sama skapi útilokar Veðurstofan ekki að köld norðanátt nái að þrengja sér inn Vestfirði og Strandir rétt fyrir sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn í næstu viku, og að þá muni snjóa á þeim slóðum. „Frekar kuldaleg sumarkveðja atarna,“ eins og veðurfræðingur kemst að orði.Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag:Suðaustlæg átt, yfirleitt 8-13 m/s og þurrt að kalla á N-landi, en annars rigning með köflum, talsverð úrkoma SA-lands fram undir kvöld. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast NV-til. Á sunnudag:Fremur hæg austanátt og bjartviðri dálítil rigning SA-til, en annars bjart með köflum og þurrt að mestu. Bætir í vind S-lands seinni partinn. Hiti víða 5 til 10 stig. Á mánudag:Stíf austanátt með rigningu S- og A-lands, en annars þurrt að kalla og hlýnar heldur í bili. Á þriðjudag:Útlit fyrir hvassa og hlýja austanátt með rigningu í flestum landshlutum, úrhelli SA-til framan af degi. Á miðvikudag og fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):Útlit fyrir norðaustanátt með snjókomu eða slyddu og svölu veðri NV-til, en annars S-læg átt, rigning með köflum og milt. Veður Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
Austan- og suðaustanáttir munu ráða ríkjum á landinu næstu daga ef marka má spákort Veðurstofunnar. Þeim fylgir væta á sunnan- og austanverðu landinu, jafnvel talsvert regn um tíma á Suðausturlandi og Austfjörðum. Það fer að rigna suðaustanlands upp úr hádegi og verða þokubakkar eða súld við austurströndina með kvöldinu. Annars staðar á landinu verður skýjað með köflum og þurrt að kalla. Ætla má að vindhraðinn verði á bilinu 13 til 18 m/s syðst á landinu en annars staðar hægari vindur. Hitinn verður á bilinu 5 til 13 stig að deginum, hlýjast inn til landsins. Veðurstofan segir þó að það verði hlýtt í veðri fram yfir helgi, þrátt fyrir að áfram megi búst við næturfrosti í innsveitum á Norður- og Austurlandi. Að sama skapi útilokar Veðurstofan ekki að köld norðanátt nái að þrengja sér inn Vestfirði og Strandir rétt fyrir sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn í næstu viku, og að þá muni snjóa á þeim slóðum. „Frekar kuldaleg sumarkveðja atarna,“ eins og veðurfræðingur kemst að orði.Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag:Suðaustlæg átt, yfirleitt 8-13 m/s og þurrt að kalla á N-landi, en annars rigning með köflum, talsverð úrkoma SA-lands fram undir kvöld. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast NV-til. Á sunnudag:Fremur hæg austanátt og bjartviðri dálítil rigning SA-til, en annars bjart með köflum og þurrt að mestu. Bætir í vind S-lands seinni partinn. Hiti víða 5 til 10 stig. Á mánudag:Stíf austanátt með rigningu S- og A-lands, en annars þurrt að kalla og hlýnar heldur í bili. Á þriðjudag:Útlit fyrir hvassa og hlýja austanátt með rigningu í flestum landshlutum, úrhelli SA-til framan af degi. Á miðvikudag og fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):Útlit fyrir norðaustanátt með snjókomu eða slyddu og svölu veðri NV-til, en annars S-læg átt, rigning með köflum og milt.
Veður Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira