Um krónuvanda Svía Ingimundur Gíslason skrifar 13. apríl 2018 07:00 Árið 2003 var tillaga um upptöku evru í Svíþjóð felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Margir málsmetandi Svíar telja nú að það hafi verið mikil mistök. Í nýlegri umfjöllun sænska dagblaðsins Dagens Industri kemur fram að sænska krónan hafi ekki reynst stöðugur gjaldmikill. Hún hefur til dæmis fallið mikið í verðgildi upp á síðkastið, einkum vegna mínusvaxtastefnu Sænska seðlabankans. Afleiðingin er versnandi kjör almennings þar sem innfluttar vörur og þjónusta hafa hækkað mikið í verði. Utanlandsferðir verða fólki of dýrar nema kannski helst til Venezuela eða Zimbabwe. Almenningur er látinn borga brúsann en fyrirtæki í útflutningi og hluthafar þeirra græða. Kannast ekki einhver hér á landi við svona ástand? Í Svíþjóð búa um það bil 10 milljónir manna. Útflutningsiðnaður er háþróaður, þeir framleiða meira að segja bíla og orustuþotur, bæði til eigin nota og til útflutnings. Miðað við Ísland er Svíþjóð stórþjóð með öflugt atvinnulíf. Samt eru þeir í vandræðum með að halda uppi eigin mynt. Það er goðsögn, sem varla stenst, að best sé að hafa fljótandi eigin mynt þegar eitthvað bjátar á í þjóðarbúskapnum. Að vísu gefst þá lélegum stjórnmálamönnum tækifæri til að leiðrétta eigin mistök á kostnað fólksins í landinu. Reynsla í öðrum löndum sýnir kosti þess að búa við stöðugan gjaldmiðil í samvinnu við aðrar þjóðir. Hins vegar er erfitt fyrir eina þjóð að halda uppi fastgengisstefnu. Á seinni hluta síðustu aldar var þó fastgengisstefna við lýði um stutt tímabil í Svíþjóð og jókst þá framleiðni í sænskum iðnaði um 30 prósent.Höfundur er augnlæknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Sjá meira
Árið 2003 var tillaga um upptöku evru í Svíþjóð felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Margir málsmetandi Svíar telja nú að það hafi verið mikil mistök. Í nýlegri umfjöllun sænska dagblaðsins Dagens Industri kemur fram að sænska krónan hafi ekki reynst stöðugur gjaldmikill. Hún hefur til dæmis fallið mikið í verðgildi upp á síðkastið, einkum vegna mínusvaxtastefnu Sænska seðlabankans. Afleiðingin er versnandi kjör almennings þar sem innfluttar vörur og þjónusta hafa hækkað mikið í verði. Utanlandsferðir verða fólki of dýrar nema kannski helst til Venezuela eða Zimbabwe. Almenningur er látinn borga brúsann en fyrirtæki í útflutningi og hluthafar þeirra græða. Kannast ekki einhver hér á landi við svona ástand? Í Svíþjóð búa um það bil 10 milljónir manna. Útflutningsiðnaður er háþróaður, þeir framleiða meira að segja bíla og orustuþotur, bæði til eigin nota og til útflutnings. Miðað við Ísland er Svíþjóð stórþjóð með öflugt atvinnulíf. Samt eru þeir í vandræðum með að halda uppi eigin mynt. Það er goðsögn, sem varla stenst, að best sé að hafa fljótandi eigin mynt þegar eitthvað bjátar á í þjóðarbúskapnum. Að vísu gefst þá lélegum stjórnmálamönnum tækifæri til að leiðrétta eigin mistök á kostnað fólksins í landinu. Reynsla í öðrum löndum sýnir kosti þess að búa við stöðugan gjaldmiðil í samvinnu við aðrar þjóðir. Hins vegar er erfitt fyrir eina þjóð að halda uppi fastgengisstefnu. Á seinni hluta síðustu aldar var þó fastgengisstefna við lýði um stutt tímabil í Svíþjóð og jókst þá framleiðni í sænskum iðnaði um 30 prósent.Höfundur er augnlæknir
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar