Stúdentaráð gerir titla sína ókynjaða Grétar Þór Sigurðsson skrifar 13. apríl 2018 06:00 Elísabet Brynjarsdóttir, forseti Stúdentaráðs. Stúdentaráð HÍ hefur breytt titlum og heitum í lögum ráðsins með það fyrir augum að draga úr kynjaðri orðræðu. Lagabreytingin var samþykkt einróma á síðasta fundi Stúdentaráðs sem haldinn var í vikunni. Í tilkynningu frá Stúdentaráði segir að með „kynjaðri orðræðu“ sé átt við titla og heiti sem vísa óþarflega í eitt kyn umfram önnur. Breytingin sé gerð til þess að ráðið geti betur sinnt hlutverki sínu sem hagsmunaafl allra stúdenta. Í tilkynningunni segir enn fremur að titlabreytingin sé smátt en mikilvægt skref. Embættistitlar hafi áhrif á reynsluheim nemenda, bæði innan og utan ráðsins. Ráðið vonast til þess að með breytingunni fylgi vitundarvakning og að stofnanir og fyrirtæki sem nota kynjað tungumál uppfæri það til að tryggja þátttöku og aðgengi allra. „Þau sem sitja í forsvari hafa vald til að leysa af hólmi kynjaða orðræðu innan stofnana og fyrirtækja,“ segir Elísabet Brynjarsdóttir, forseti Stúdentaráðs, um málið. Elísabet viðurkennir að í fyrstu hafi hún hugsað til orðanna „Konur eru líka menn“. Málið sé hins vegar ekki svo einfalt. Hún segir að orð í tungumálinu séu gildishlaðin og vísi þannig meira í annað kynið, tungumálið sé frjótt og því sé engin ástæða fyrir því að nota titla sem eru kynjaðir. „Þessi breyting felur ekki í sér skerðingu til neins, aðeins að fleiri geta speglað sig í starfsheitum sínum,“ bendir Elísabet á. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Stúdentaráð HÍ hefur breytt titlum og heitum í lögum ráðsins með það fyrir augum að draga úr kynjaðri orðræðu. Lagabreytingin var samþykkt einróma á síðasta fundi Stúdentaráðs sem haldinn var í vikunni. Í tilkynningu frá Stúdentaráði segir að með „kynjaðri orðræðu“ sé átt við titla og heiti sem vísa óþarflega í eitt kyn umfram önnur. Breytingin sé gerð til þess að ráðið geti betur sinnt hlutverki sínu sem hagsmunaafl allra stúdenta. Í tilkynningunni segir enn fremur að titlabreytingin sé smátt en mikilvægt skref. Embættistitlar hafi áhrif á reynsluheim nemenda, bæði innan og utan ráðsins. Ráðið vonast til þess að með breytingunni fylgi vitundarvakning og að stofnanir og fyrirtæki sem nota kynjað tungumál uppfæri það til að tryggja þátttöku og aðgengi allra. „Þau sem sitja í forsvari hafa vald til að leysa af hólmi kynjaða orðræðu innan stofnana og fyrirtækja,“ segir Elísabet Brynjarsdóttir, forseti Stúdentaráðs, um málið. Elísabet viðurkennir að í fyrstu hafi hún hugsað til orðanna „Konur eru líka menn“. Málið sé hins vegar ekki svo einfalt. Hún segir að orð í tungumálinu séu gildishlaðin og vísi þannig meira í annað kynið, tungumálið sé frjótt og því sé engin ástæða fyrir því að nota titla sem eru kynjaðir. „Þessi breyting felur ekki í sér skerðingu til neins, aðeins að fleiri geta speglað sig í starfsheitum sínum,“ bendir Elísabet á.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira