Ellilífeyrisþega gert að kosta fornleifauppgröft Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. apríl 2018 06:00 Hjörleifur Hallgríms bjó í æsku á Aðalstræti 12b og vill fá að byggja þar hús en kveðst vera orðinn hundþreyttur á ljónum í veginum. Vísir/Auðunn „Það er svo galið allt saman í kring um þetta og ég, sem er kominn á gamals aldur, er orðinn hundþreyttur á þessu veseni,“ segir Hjörleifur Hallgríms sem stendur í ströngu við að fá að byggja á lóð sinni í innbæ Akureyrar. Hjörleifur keypti fyrir sex árum lóðina Aðalstræti 12b. „Ég keypti þessa lóð því þarna eru æskustöðvar mínar og mig langar kannski að flytja þarna inn,“ segir hann. Á lóðinni stóð Hótel Akureyri. Eftir að hótelrekstrinum var hætt bjó Hjörleifur þar með foreldrum sínum eins og fleiri. Húsið brann til kaldra kola á sjötta áratug síðustu aldar. „Ég má byggja hús sem er 117 fermetrar á tveimur hæðum með risi og hálfum kjallara en hef staðið í stríði við skipulagsdeild Akureyrar öll þess ár um að fá að vera með fjórar litlar íbúðir,“ segir Hjörleifur sem kveðst hafa kært synjunina um leyfi fyrir íbúðunum fjórum. „En ég ætlaði samt að byrja að grafa í haust og láta bara slag standa en þá var mér sagt að Minjastofnun stoppi það af á þeim forsendum að það sé talið að það séu fornminjar undir í lóðinni,“ segir Hjörleifur. Ofan í tafirnar eigi hann að borga fornleifarannsóknina úr eigin vasa.Gröftur á tæpa milljón Rúnar Leifsson, minjavörður Norðurlands eystra, segir í bréfi til Hallgríms að könnunarskurður sumarið 2015 hafi leitt í ljós vegg undir brunarústum Hótels Akureyrar. Veggurinn sé hugsanlega úr eldri byggingu. Á lóðinni hafi meðal annars verið hluti Konungsverslunarhúsanna gömlu. „Til að skera úr um eðli og dreifingu fornleifa sem leynast undir sverði á lóð Aðalstrætis 12b þarf að kanna nánar svæðið frekar með skurðum.“ „Mér er sagt að gröfturinn myndi kosta tæpa milljón. Ég á að leggja út fyrir þessu en ég er ellilífeyrisþegi með tæpar 250 þúsund krónur á mánuði og hef engin efni á því,“ segir Hjörleifur sem bað um sundurliðaða kostnaðaráætlun. Samkvæmt henni á að greiða laun, dagpeninga, akstur, gistingu og fæði fornleifafræðinga sem ætla að vinna í samtals 32 stundir á lóðinni. Síðan bætast við sextán stundir í úrvinnslu. Í bréfi minjavarðar er vitnað til laga um menningarminjar frá árinu 2012: „Framkvæmdaaðili greiðir kostnað við rannsóknir á fornleifum sem Minjastofnun Íslands ákveður að séu nauðsynlegar.“ Og alls óvíst er að Hjörleifur sleppi með þær 927 þúsund krónur sem áætlað er að könnunaruppgröfturinn kosti. „Ákvörðun um hvort ráðast þurfi í frekari mótvægisaðgerðir mun byggja á niðurstöðum þessarar könnunar,“ segir í bréfi minjavarðarins. „Eftir atvikum er mögulegt að krafa verði gerð um heildaruppgröft minja sem kunna að koma í ljós.“ Hjörleifur segist alveg stopp. „Þetta eru þvílík ólög. Það hlýtur að skipta máli hvort um er að ræða stöndug fyrirtæki eða ellilífeyrisþega.“ Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
„Það er svo galið allt saman í kring um þetta og ég, sem er kominn á gamals aldur, er orðinn hundþreyttur á þessu veseni,“ segir Hjörleifur Hallgríms sem stendur í ströngu við að fá að byggja á lóð sinni í innbæ Akureyrar. Hjörleifur keypti fyrir sex árum lóðina Aðalstræti 12b. „Ég keypti þessa lóð því þarna eru æskustöðvar mínar og mig langar kannski að flytja þarna inn,“ segir hann. Á lóðinni stóð Hótel Akureyri. Eftir að hótelrekstrinum var hætt bjó Hjörleifur þar með foreldrum sínum eins og fleiri. Húsið brann til kaldra kola á sjötta áratug síðustu aldar. „Ég má byggja hús sem er 117 fermetrar á tveimur hæðum með risi og hálfum kjallara en hef staðið í stríði við skipulagsdeild Akureyrar öll þess ár um að fá að vera með fjórar litlar íbúðir,“ segir Hjörleifur sem kveðst hafa kært synjunina um leyfi fyrir íbúðunum fjórum. „En ég ætlaði samt að byrja að grafa í haust og láta bara slag standa en þá var mér sagt að Minjastofnun stoppi það af á þeim forsendum að það sé talið að það séu fornminjar undir í lóðinni,“ segir Hjörleifur. Ofan í tafirnar eigi hann að borga fornleifarannsóknina úr eigin vasa.Gröftur á tæpa milljón Rúnar Leifsson, minjavörður Norðurlands eystra, segir í bréfi til Hallgríms að könnunarskurður sumarið 2015 hafi leitt í ljós vegg undir brunarústum Hótels Akureyrar. Veggurinn sé hugsanlega úr eldri byggingu. Á lóðinni hafi meðal annars verið hluti Konungsverslunarhúsanna gömlu. „Til að skera úr um eðli og dreifingu fornleifa sem leynast undir sverði á lóð Aðalstrætis 12b þarf að kanna nánar svæðið frekar með skurðum.“ „Mér er sagt að gröfturinn myndi kosta tæpa milljón. Ég á að leggja út fyrir þessu en ég er ellilífeyrisþegi með tæpar 250 þúsund krónur á mánuði og hef engin efni á því,“ segir Hjörleifur sem bað um sundurliðaða kostnaðaráætlun. Samkvæmt henni á að greiða laun, dagpeninga, akstur, gistingu og fæði fornleifafræðinga sem ætla að vinna í samtals 32 stundir á lóðinni. Síðan bætast við sextán stundir í úrvinnslu. Í bréfi minjavarðar er vitnað til laga um menningarminjar frá árinu 2012: „Framkvæmdaaðili greiðir kostnað við rannsóknir á fornleifum sem Minjastofnun Íslands ákveður að séu nauðsynlegar.“ Og alls óvíst er að Hjörleifur sleppi með þær 927 þúsund krónur sem áætlað er að könnunaruppgröfturinn kosti. „Ákvörðun um hvort ráðast þurfi í frekari mótvægisaðgerðir mun byggja á niðurstöðum þessarar könnunar,“ segir í bréfi minjavarðarins. „Eftir atvikum er mögulegt að krafa verði gerð um heildaruppgröft minja sem kunna að koma í ljós.“ Hjörleifur segist alveg stopp. „Þetta eru þvílík ólög. Það hlýtur að skipta máli hvort um er að ræða stöndug fyrirtæki eða ellilífeyrisþega.“
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira