Segir bændur hafa farið hamförum við skurðgröft og vill að þeir fylli upp í þá Birgir Olgeirsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 7. janúar 2018 22:04 Landgræðslustjóri hvetur bændur landsins til að grafa ofan í skurð í þeim tilgangi að draga úr losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. Hann segir að bændur hafi farið hamförum á sínum tíma við að grafa alla þessa skurði sem eru í landinu. Þegar farið er um sveitir landsins má sjá skurði nánast við hvern bæ en bændur grófu þá til að ræsa fram land, kallaðir framræsluskurðir til að veita vatni frá tilteknum svæðum og þá má líka víða sjá áveituskurði en tilgangur þeirra er að veita vatni að tilteknum svæðum. Landgræðslustjóri hvetur nú til þess að mokað verði ofan í skurði landsins til að draga úr losun koltvísýrings.Árni Bragason landgræðslustjóriMagnús Hlynur Hreiðarsson„Skurðir og illa farið beitiland er að losa gríðarlega mikinn koltvísýring í andrúmsloftið. Þetta er loftslagsaðgerð og ef við skoðum heildarlosun á Íslandi þá er mjög mikill meirihluti losunar sem kemur frá framræstu votlendi og frá illa förnu beitilandi. Það er miklu meira heldur en kemur frá iðnaði og landbúnaði og hafa verið nefndar tölur allt að 73 prósent af heildarlosuninni á Íslandi,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Árni segir að bændur noti ekki nema 15 til 20% af framræstu votlendi til ræktunar, það þurfi að endurskipuleggja skurðakerfin og fylla í skurði sem mun leiða til þess að það mun bindast aukið kolefni. En er þetta raunhæf framkvæmd ? „Já, það tel ég vera. Þetta er auðvitað fyrst og fremst háð því að landeigendur spili með og séu tilbúnir í þessa aðgerð,“ segir Árni. En þá hlýtur maður að spyrja; af hverju voru bændur að grafa alla þessa skurði á sínum tíma? „Menn fóru hreinlega hamförum og menn áttuðu sig ekkert á því á þeim tíma hverjar yrðu afleiðingarnar. Menn voru ekki farnir að tala um þessar loftslagsbreytingar fyrir fimmtíu árum þegar menn voru að grafa þessa skurði.“ Það er ekki bara landgræðslustjóri og starfsmenn Landgræðslunnar sem vilja láta grafa ofan í skurðina, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti landsins hefur sett það mál á oddinn enda segir hún nauðsynlegt að endurheimta þetta land. Landbúnaður Loftslagsmál Tengdar fréttir Losar 226% meira en iðnaður og samgöngur samtals Rök fyrir stóraukinni endurheimt votlendis sem ræst hefur verið fram á Íslandi er gríðarleg losun gróðurhúsalofttegunda frá uppþurru landinu. Losun framræsts lands hér er metin 7,74 milljónir tonna CO2-ígilda. 13. desember 2014 10:45 Þörf á átaki í landgræðslu til að sporna við óðalosun næstu ár Að óbreyttu mun Ísland þurfa að kaupa losunarheimildir til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Landgræðslustjóri segir mikil sóknarfæri í landgræðslunni þar sem 500 þúsund hektarar bíða endurheimtar. 21. október 2017 06:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Landgræðslustjóri hvetur bændur landsins til að grafa ofan í skurð í þeim tilgangi að draga úr losun koltvísýrings út í andrúmsloftið. Hann segir að bændur hafi farið hamförum á sínum tíma við að grafa alla þessa skurði sem eru í landinu. Þegar farið er um sveitir landsins má sjá skurði nánast við hvern bæ en bændur grófu þá til að ræsa fram land, kallaðir framræsluskurðir til að veita vatni frá tilteknum svæðum og þá má líka víða sjá áveituskurði en tilgangur þeirra er að veita vatni að tilteknum svæðum. Landgræðslustjóri hvetur nú til þess að mokað verði ofan í skurði landsins til að draga úr losun koltvísýrings.Árni Bragason landgræðslustjóriMagnús Hlynur Hreiðarsson„Skurðir og illa farið beitiland er að losa gríðarlega mikinn koltvísýring í andrúmsloftið. Þetta er loftslagsaðgerð og ef við skoðum heildarlosun á Íslandi þá er mjög mikill meirihluti losunar sem kemur frá framræstu votlendi og frá illa förnu beitilandi. Það er miklu meira heldur en kemur frá iðnaði og landbúnaði og hafa verið nefndar tölur allt að 73 prósent af heildarlosuninni á Íslandi,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Árni segir að bændur noti ekki nema 15 til 20% af framræstu votlendi til ræktunar, það þurfi að endurskipuleggja skurðakerfin og fylla í skurði sem mun leiða til þess að það mun bindast aukið kolefni. En er þetta raunhæf framkvæmd ? „Já, það tel ég vera. Þetta er auðvitað fyrst og fremst háð því að landeigendur spili með og séu tilbúnir í þessa aðgerð,“ segir Árni. En þá hlýtur maður að spyrja; af hverju voru bændur að grafa alla þessa skurði á sínum tíma? „Menn fóru hreinlega hamförum og menn áttuðu sig ekkert á því á þeim tíma hverjar yrðu afleiðingarnar. Menn voru ekki farnir að tala um þessar loftslagsbreytingar fyrir fimmtíu árum þegar menn voru að grafa þessa skurði.“ Það er ekki bara landgræðslustjóri og starfsmenn Landgræðslunnar sem vilja láta grafa ofan í skurðina, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti landsins hefur sett það mál á oddinn enda segir hún nauðsynlegt að endurheimta þetta land.
Landbúnaður Loftslagsmál Tengdar fréttir Losar 226% meira en iðnaður og samgöngur samtals Rök fyrir stóraukinni endurheimt votlendis sem ræst hefur verið fram á Íslandi er gríðarleg losun gróðurhúsalofttegunda frá uppþurru landinu. Losun framræsts lands hér er metin 7,74 milljónir tonna CO2-ígilda. 13. desember 2014 10:45 Þörf á átaki í landgræðslu til að sporna við óðalosun næstu ár Að óbreyttu mun Ísland þurfa að kaupa losunarheimildir til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Landgræðslustjóri segir mikil sóknarfæri í landgræðslunni þar sem 500 þúsund hektarar bíða endurheimtar. 21. október 2017 06:00 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Losar 226% meira en iðnaður og samgöngur samtals Rök fyrir stóraukinni endurheimt votlendis sem ræst hefur verið fram á Íslandi er gríðarleg losun gróðurhúsalofttegunda frá uppþurru landinu. Losun framræsts lands hér er metin 7,74 milljónir tonna CO2-ígilda. 13. desember 2014 10:45
Þörf á átaki í landgræðslu til að sporna við óðalosun næstu ár Að óbreyttu mun Ísland þurfa að kaupa losunarheimildir til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Landgræðslustjóri segir mikil sóknarfæri í landgræðslunni þar sem 500 þúsund hektarar bíða endurheimtar. 21. október 2017 06:00