Framundan 2018: HM í Rússlandi, kosningar í Bandaríkjunum og öld frá lokum fyrra stríðs Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2018 10:00 Vladimír Pútín, Donald Trump, Angela Merkel og Zabivaka, lukkudýr HM í Rússlandi, verða öll í fréttum á árinu. Forsetakosningar fara fram í Rússlandi, þingkosningar í Bandaríkjunum, Brexit-viðræðurnar halda áfram og stórviðburðir á sviði íþrótta eru á meðal þeirra mála sem munu einkenna árið 2018. Allt eru þetta atburðir sem má búa sig undir. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá á erlendum vettvangi á árinu 2018 sem er nú gengið í garð.JanúarBrexit-viðræður verða að öllum líkindum mjög áberandi á árinu enda ætlar Bretar sér að segja formlega skilið við Evrópusambandið þann 29. mars 2019. Önnur lota Brexit-viðræðnanna hefst í janúar.Forsetakosningar í Tékklandi fara fram 12. og 13. janúar. Miloš Zeman forseti sækist þar eftir endurkjöri.Stjórnarmyndun í Þýskalandi verður fram haldið í upphafi árs. Kristilegir demókratar, með Angelu Merkel kanslara í broddi fylkingar, og Jafnaðarmenn munu þar reyna að ná saman um áframhaldandi stjórn flokkanna. Þingkosningar fóru fram í Þýskalandi í september síðastliðinn og hefur illa gengið að mynda stjórn.Brexit-viðræðurnar verða áberandi í fréttum á árinu,Vísir/AFPÞann 20. janúar mun Donald Trump hafa setið heilt ár í embætti forseta Bandaríkjanna. Óhætt er að segja að á ýmsu hefur gengið þetta fyrsta ár.Kjarnorkusamningurinn við Íran. Um miðjan janúarmánuð ætti að verða ljóst hvernig Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst beita sér varðandi framhald kjarnorkusamningsins við Íran. Neiti Trump að undirrita undanþágu frá viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Íran má líta á sem svo að Bandaríkin hafi sagt upp samningnum. Aðrir samningsaðilar – Kínvarjar, Rússar, Bretar, Frakkar og Þjóðverjar – munu þá þurfa að taka afstöðu til framhald samningsins.Forsetakosningar í Finnlandi fara fram 28. janúar. Seinni umferð kosninganna fer fram 11. febrúar ef þörf krefur. Sauli Niinistö forseti sækist eftir endurkjöri og benda kannanir til að hann muni vinna öruggan sigur.Saleh Abdeslam.Vísir/AFPFebrúarRéttarhöld í máli Saleh Abdeslam hefjast 5. febrúar. Hann er grunaður um aðild að hryðjuverkaárásunum í París 2015 þar sem 130 manns fórust.Vetrarólympíuleikarnir verða settir í Pyeongchang í Suður-Kóreu þann 9. febrúar. Keppt verður í fimmtán íþróttagreinum. Leikarnir standa til 25. febrúar.Friðaráætlun fyrir Mið-Austurlönd. Búist er við að Jared Kuschner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, muni kynna friðaráætlun Bandaríkjastjórnar fyrir Mið-Austurlönd í febrúar.Mars Þingkosningar á Ítalíu fara fram 4. mars. Kosið verður um sæti í báðum deildum Ítalíuþings. Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra, stefnir þar á endurkomu eftir að hafa sagt af sér í desember 2016.Forsetakosningar í Rússlandi. Rússar munu kjósa sér nýjan forseta þann 18. mars. Fastlega er búist við að Vladimír Pútín forseti muni þar vinna öruggan sigur og sitja enn eitt kjörtímabilið.Vladimír Pútín sækist eftir endurkjöri í rússnesku forsetakosningunum.Vísir/AFPAprílÞingkosningar í Ungverjalandi fara fram í apríl eða maí, en enn á eftir að ákveða kjördag. Augu Evrópu munu þá beinast að landinu og hvort að Viktor Orbán forsætisráðherra og Fidesz-flokkur hans muni þar vinna sigur.Katrín á von á barni. Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur Bretaprins eiga von á sínu þriðja barni í apríl. Bandaríkjamenn munu minnast þess þann 4. apríl að fimmtíu ár séu liðin frá morðinu á baráttumanninum Martin Luther King.MaíSveitarstjórnarkosningar í Bretlandi fara fram 3. maí.Geimfarinu InSight verður skotið á loft þann 5. maí en ferð þess er heitið til reikistjörnunnar Mars. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA vonast til að með rannsóknum með geimfarinu verði hægt að teikna upp betri mynd af innviðum reikistjörnunnar. Reiknað er með að geimfarið lendi á Mars í nóvember.Þingkosningar í Írak eru fyrirhugaðar þann 12. maí. Nýtt þing mun svo velja nýjan forseta og forsætisráðherra landsins.Konungslegt brúðkaup Harry Bretaprins og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle fer fram í Kapellu heilags Georgs þann 19. maí.Reikistjarnan Mars verður í fréttum á árinu.Vísir/GettyJúníHM í knattspyrnu fer fram í Rússlandi dagana 14. júní til 15. júlí. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland keppir í lokakeppninni og verður fyrsti leikur Íslands á mótinu gegn Lionel Messi og félögum í Argentínu í Moskvu þann 16. júní. Ísland er sömuleiðis með Króatíu og Nígeríu í riðli.JúlíAusturríkismenn taka við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins af Búlgörum. Aðildarrík ESB skiptast á að fara með formennsku í ráðinu til hálfs árs í senn.Forseta- og þingkosningar í Mexíkó fara fram þann 1. júlí. Ljóst er að nýr forseti mun taka við völdum í landinu en Enrique Peña Nieto forseti getur ekki sóst eftir endurkjöri eftir að hafa setið tvö kjörtímabil.Þingkosningar í Afganistan fara fram þann 7. júlí. Kosningarnar áttu upphaflega að fara fram 15. október síðastliðinn en var frestað.Óvissa í Suður-Súdan. Umboð Salva Kiir til að sitja í stóli forseta Suður-Súdan, og kjörtímabil þingsins, rennur samkvæmt tímabundinni stjórnarskrá landsins út um miðjan júlí. Hætta er á að varasamt tómarúm skapist við stjórn hins stríðshrjáða lands en ekkert bendir til að Suður-Súdanir séu reiðubúnir að ganga til kosninga, enda leiðtogar stjórnarandstöðunnar í útlegð og lítið hefur verið gert til að framfylgja ákvæðum friðarsamningsins frá árinu 2015.Stefan Löfven er forsætisráðherra Svíþjóðar. Þingkosningar fara fram í landinu í september.Vísir/AFPMars í nánd. Þann 27. júlí verður nálægð jarðar og reikistjörnunnar Mars sú minnsta frá árinu 2003.ÁgústFimmtíu ár frá lokum Vorsins í Prag. „Vorið“ var stutt tímabil aukins frjálsræðis í tékkóslóvakískum stjórnmálum. Það hófst 5. janúar 1968 og stóð til 20. ágúst þegar Sovétmenn og bandamenn þeirra gerðu innrás inn í Tékkóslóvakíu.September Þingkosningar í Svíþjóð fara fram þann 9. september. Barátta mun þar standa á milli Stefan Löfven forsætisráðherra og Jafnaðarmannaflokks hans, og hægri flokkanna.OktóberForseta- og þingkosningar í Brasilíu fara fram í október. Þetta verður í fyrsta sinn sem Brasilíumenn kjósa eftir að Michel Temer tók við embætti forseta landsins eftir að Dilma Rousseff var hrakin úr embætti.BepiColombo, ómönnuðu geimfari Evrópsku geimvísindastofnunarinnar og Japönsku geimvísindastofnunarinnar, verður skotið á loft. Ferðinni er heitið til Merkúrs og er áætlaður komutími desember 2025.Brexit-samkomulag? Michael Barnier, aðalsamningamaður ESB í Brexit-viðræðunum, hefur sagt að hann vilji að samkomulag náist fyrir október 2018 þar sem aðildarríkin munu þurfa tíma til að staðfesta samninginn.NóvemberÖld frá lokum fyrra stríðs. Þann 11. nóvember verða hundrað ár frá lokum fyrri heimsstyrjaldar þegar samið var um vopnahlé.Forsetakosningar á Írlandi munu fara fram á árinu, og í síðasta lagi í nóvember. Michael D. Higgins hefur enn ekki tilkynnt hvort hann muni sækjast eftir endurkjöri.Þingkosningar í Bandaríkjunum. Kosið verður um öll 435 sætin í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og 33 sæti í öldungadeildinni. Þá verður einnig meðal annars kosið um sæti 39 ríkisstjóra.Desember Fólk á vinnumarkaði má eiga von á óvenjulega mörgum frídögum vegna jólanna þar sem aðfangadagur verður á mánudegi í þetta skiptið. Brasilía Fréttir ársins 2017 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Forsetakosningar fara fram í Rússlandi, þingkosningar í Bandaríkjunum, Brexit-viðræðurnar halda áfram og stórviðburðir á sviði íþrótta eru á meðal þeirra mála sem munu einkenna árið 2018. Allt eru þetta atburðir sem má búa sig undir. Vísir hefur tekið saman brot af því markverðasta sem verður á dagskrá á erlendum vettvangi á árinu 2018 sem er nú gengið í garð.JanúarBrexit-viðræður verða að öllum líkindum mjög áberandi á árinu enda ætlar Bretar sér að segja formlega skilið við Evrópusambandið þann 29. mars 2019. Önnur lota Brexit-viðræðnanna hefst í janúar.Forsetakosningar í Tékklandi fara fram 12. og 13. janúar. Miloš Zeman forseti sækist þar eftir endurkjöri.Stjórnarmyndun í Þýskalandi verður fram haldið í upphafi árs. Kristilegir demókratar, með Angelu Merkel kanslara í broddi fylkingar, og Jafnaðarmenn munu þar reyna að ná saman um áframhaldandi stjórn flokkanna. Þingkosningar fóru fram í Þýskalandi í september síðastliðinn og hefur illa gengið að mynda stjórn.Brexit-viðræðurnar verða áberandi í fréttum á árinu,Vísir/AFPÞann 20. janúar mun Donald Trump hafa setið heilt ár í embætti forseta Bandaríkjanna. Óhætt er að segja að á ýmsu hefur gengið þetta fyrsta ár.Kjarnorkusamningurinn við Íran. Um miðjan janúarmánuð ætti að verða ljóst hvernig Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst beita sér varðandi framhald kjarnorkusamningsins við Íran. Neiti Trump að undirrita undanþágu frá viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Íran má líta á sem svo að Bandaríkin hafi sagt upp samningnum. Aðrir samningsaðilar – Kínvarjar, Rússar, Bretar, Frakkar og Þjóðverjar – munu þá þurfa að taka afstöðu til framhald samningsins.Forsetakosningar í Finnlandi fara fram 28. janúar. Seinni umferð kosninganna fer fram 11. febrúar ef þörf krefur. Sauli Niinistö forseti sækist eftir endurkjöri og benda kannanir til að hann muni vinna öruggan sigur.Saleh Abdeslam.Vísir/AFPFebrúarRéttarhöld í máli Saleh Abdeslam hefjast 5. febrúar. Hann er grunaður um aðild að hryðjuverkaárásunum í París 2015 þar sem 130 manns fórust.Vetrarólympíuleikarnir verða settir í Pyeongchang í Suður-Kóreu þann 9. febrúar. Keppt verður í fimmtán íþróttagreinum. Leikarnir standa til 25. febrúar.Friðaráætlun fyrir Mið-Austurlönd. Búist er við að Jared Kuschner, tengdasonur Donald Trump Bandaríkjaforseta, muni kynna friðaráætlun Bandaríkjastjórnar fyrir Mið-Austurlönd í febrúar.Mars Þingkosningar á Ítalíu fara fram 4. mars. Kosið verður um sæti í báðum deildum Ítalíuþings. Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra, stefnir þar á endurkomu eftir að hafa sagt af sér í desember 2016.Forsetakosningar í Rússlandi. Rússar munu kjósa sér nýjan forseta þann 18. mars. Fastlega er búist við að Vladimír Pútín forseti muni þar vinna öruggan sigur og sitja enn eitt kjörtímabilið.Vladimír Pútín sækist eftir endurkjöri í rússnesku forsetakosningunum.Vísir/AFPAprílÞingkosningar í Ungverjalandi fara fram í apríl eða maí, en enn á eftir að ákveða kjördag. Augu Evrópu munu þá beinast að landinu og hvort að Viktor Orbán forsætisráðherra og Fidesz-flokkur hans muni þar vinna sigur.Katrín á von á barni. Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur Bretaprins eiga von á sínu þriðja barni í apríl. Bandaríkjamenn munu minnast þess þann 4. apríl að fimmtíu ár séu liðin frá morðinu á baráttumanninum Martin Luther King.MaíSveitarstjórnarkosningar í Bretlandi fara fram 3. maí.Geimfarinu InSight verður skotið á loft þann 5. maí en ferð þess er heitið til reikistjörnunnar Mars. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA vonast til að með rannsóknum með geimfarinu verði hægt að teikna upp betri mynd af innviðum reikistjörnunnar. Reiknað er með að geimfarið lendi á Mars í nóvember.Þingkosningar í Írak eru fyrirhugaðar þann 12. maí. Nýtt þing mun svo velja nýjan forseta og forsætisráðherra landsins.Konungslegt brúðkaup Harry Bretaprins og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle fer fram í Kapellu heilags Georgs þann 19. maí.Reikistjarnan Mars verður í fréttum á árinu.Vísir/GettyJúníHM í knattspyrnu fer fram í Rússlandi dagana 14. júní til 15. júlí. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland keppir í lokakeppninni og verður fyrsti leikur Íslands á mótinu gegn Lionel Messi og félögum í Argentínu í Moskvu þann 16. júní. Ísland er sömuleiðis með Króatíu og Nígeríu í riðli.JúlíAusturríkismenn taka við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins af Búlgörum. Aðildarrík ESB skiptast á að fara með formennsku í ráðinu til hálfs árs í senn.Forseta- og þingkosningar í Mexíkó fara fram þann 1. júlí. Ljóst er að nýr forseti mun taka við völdum í landinu en Enrique Peña Nieto forseti getur ekki sóst eftir endurkjöri eftir að hafa setið tvö kjörtímabil.Þingkosningar í Afganistan fara fram þann 7. júlí. Kosningarnar áttu upphaflega að fara fram 15. október síðastliðinn en var frestað.Óvissa í Suður-Súdan. Umboð Salva Kiir til að sitja í stóli forseta Suður-Súdan, og kjörtímabil þingsins, rennur samkvæmt tímabundinni stjórnarskrá landsins út um miðjan júlí. Hætta er á að varasamt tómarúm skapist við stjórn hins stríðshrjáða lands en ekkert bendir til að Suður-Súdanir séu reiðubúnir að ganga til kosninga, enda leiðtogar stjórnarandstöðunnar í útlegð og lítið hefur verið gert til að framfylgja ákvæðum friðarsamningsins frá árinu 2015.Stefan Löfven er forsætisráðherra Svíþjóðar. Þingkosningar fara fram í landinu í september.Vísir/AFPMars í nánd. Þann 27. júlí verður nálægð jarðar og reikistjörnunnar Mars sú minnsta frá árinu 2003.ÁgústFimmtíu ár frá lokum Vorsins í Prag. „Vorið“ var stutt tímabil aukins frjálsræðis í tékkóslóvakískum stjórnmálum. Það hófst 5. janúar 1968 og stóð til 20. ágúst þegar Sovétmenn og bandamenn þeirra gerðu innrás inn í Tékkóslóvakíu.September Þingkosningar í Svíþjóð fara fram þann 9. september. Barátta mun þar standa á milli Stefan Löfven forsætisráðherra og Jafnaðarmannaflokks hans, og hægri flokkanna.OktóberForseta- og þingkosningar í Brasilíu fara fram í október. Þetta verður í fyrsta sinn sem Brasilíumenn kjósa eftir að Michel Temer tók við embætti forseta landsins eftir að Dilma Rousseff var hrakin úr embætti.BepiColombo, ómönnuðu geimfari Evrópsku geimvísindastofnunarinnar og Japönsku geimvísindastofnunarinnar, verður skotið á loft. Ferðinni er heitið til Merkúrs og er áætlaður komutími desember 2025.Brexit-samkomulag? Michael Barnier, aðalsamningamaður ESB í Brexit-viðræðunum, hefur sagt að hann vilji að samkomulag náist fyrir október 2018 þar sem aðildarríkin munu þurfa tíma til að staðfesta samninginn.NóvemberÖld frá lokum fyrra stríðs. Þann 11. nóvember verða hundrað ár frá lokum fyrri heimsstyrjaldar þegar samið var um vopnahlé.Forsetakosningar á Írlandi munu fara fram á árinu, og í síðasta lagi í nóvember. Michael D. Higgins hefur enn ekki tilkynnt hvort hann muni sækjast eftir endurkjöri.Þingkosningar í Bandaríkjunum. Kosið verður um öll 435 sætin í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og 33 sæti í öldungadeildinni. Þá verður einnig meðal annars kosið um sæti 39 ríkisstjóra.Desember Fólk á vinnumarkaði má eiga von á óvenjulega mörgum frídögum vegna jólanna þar sem aðfangadagur verður á mánudegi í þetta skiptið.
Brasilía Fréttir ársins 2017 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira