Segjast eiga skilið annað tækifæri til að sinna uppeldinu Hersir Aron Ólafsson skrifar 30. júní 2018 19:45 Seinfærir foreldrar sem sviptir voru forsjá dóttur sinnar ætla að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu. Lögmaður þeirra segir allt of skamman tíma hafa liðið frá fyrsta inngripi barnaverndarnefndar þar til farið var fram á sviptingu. Fái málið efnismeðferð verður það fyrsta íslenska málið sinnar tegundar á borði dómstólsins.Dómur Hæstaréttar féll í lok janúar þar sem niðurstaða Héraðsdóms var staðfest, en sviptingarinnar var krafist eftir málsmeðferð barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Í dómnum er að miklu leyti stuðst við niðurstöðu fimm matsgerða sem gerðar hafa verið í gegnum tíðina og eru að mestu samhljóða um vanhæfi foreldranna vegna greindarskerðingar og þörf þeirra fyrir aðstoð. Ósamræmi milli matsgerðaÍ annarri matsgerð, sem gerð var að beiðni foreldranna undir rekstri málsins voru þau hins talin fær um að annast barnið, með mikilli aðstoð þó og ýmsum fyrirvörum. Þau telja að ekki hafi verið tekið nægilegt mark á þeirri matsgerð auk þess sem þau gera alvarlegar athugasemdir við málsmeðferðartíma barnaverndarnefndar. „Frá því fyrsta aðkoma barnaverndar er að þeim þá eru eingöngu sex mánuðir sem líða þar til ákveðið er að svipta þau forsjá. Þetta er fordæmalaust stuttur tími,“ segir Flosi Hrafn Sigurðsson, lögmaður hjónanna.Segir málsmeðferðartímann alltof stuttanÞannig segir Flosi meðalmálsmeðferðartíma slíkra mála vera nær 40 mánuðum og þeim því ekki gefinn nægur tími til að sanna sig. Friðhelgi þeirra til einkalífs skv. mannréttindasáttmálanum hafi ekki verið virt og ekki heldur réttindi á grundvelli samnings sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hann segir fyrri fordæmi mannréttindadómstólsins lofa góðu. „Það er í rauninni fjöldi dómafordæma einmitt um seinfæra foreldra þar sem stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að fara of hratt og hafa ekki litið til sérfræðilegra gagna sem bendi til þess að viðkomandi hafi haft góða forsjárhæfni,“ segir Flosi. Um er að ræða fjórða barn hjónanna, en hin eru öll vistuð utan heimilisins eftir ákvarðanir þess efnis. Þau segjast þrátt fyrir þetta eiga skilið annað tækifæri til að sinna uppeldinu.Segist vel geta sinnt barni„Við getum alveg verið með barnið ef það sé leyft okkur, þá geta þau séð fram á það. Við erum hæf, það er ekkert mál að vera með barn, þó margir segi það. Dóttir okkar er rosalega þæg, mjög góð, yndisleg. Það var ekkert að hafa áhyggjur af, hún fór reglulega að sofa og allt,“ segir Dóra Rebekka Sigríðardóttir, móðir stúlkunnar. Ekki er sjálfgefið að fá efnismeðferð hjá dómstólnum og nær aðeins hluti mála alla leið á borð hans. „Við vonumst auðvitað eftir að þetta verði tekið til efnismeðferðar, enda mjög mikið réttlætismál, ekki bara fyrir þetta fólk heldur alla seinfæra foreldra sem lenda í afskiptum af hálfu barnaverndarnefnda,“ segir Flosi. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Seinfærir foreldrar sem sviptir voru forsjá dóttur sinnar ætla að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu. Lögmaður þeirra segir allt of skamman tíma hafa liðið frá fyrsta inngripi barnaverndarnefndar þar til farið var fram á sviptingu. Fái málið efnismeðferð verður það fyrsta íslenska málið sinnar tegundar á borði dómstólsins.Dómur Hæstaréttar féll í lok janúar þar sem niðurstaða Héraðsdóms var staðfest, en sviptingarinnar var krafist eftir málsmeðferð barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Í dómnum er að miklu leyti stuðst við niðurstöðu fimm matsgerða sem gerðar hafa verið í gegnum tíðina og eru að mestu samhljóða um vanhæfi foreldranna vegna greindarskerðingar og þörf þeirra fyrir aðstoð. Ósamræmi milli matsgerðaÍ annarri matsgerð, sem gerð var að beiðni foreldranna undir rekstri málsins voru þau hins talin fær um að annast barnið, með mikilli aðstoð þó og ýmsum fyrirvörum. Þau telja að ekki hafi verið tekið nægilegt mark á þeirri matsgerð auk þess sem þau gera alvarlegar athugasemdir við málsmeðferðartíma barnaverndarnefndar. „Frá því fyrsta aðkoma barnaverndar er að þeim þá eru eingöngu sex mánuðir sem líða þar til ákveðið er að svipta þau forsjá. Þetta er fordæmalaust stuttur tími,“ segir Flosi Hrafn Sigurðsson, lögmaður hjónanna.Segir málsmeðferðartímann alltof stuttanÞannig segir Flosi meðalmálsmeðferðartíma slíkra mála vera nær 40 mánuðum og þeim því ekki gefinn nægur tími til að sanna sig. Friðhelgi þeirra til einkalífs skv. mannréttindasáttmálanum hafi ekki verið virt og ekki heldur réttindi á grundvelli samnings sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hann segir fyrri fordæmi mannréttindadómstólsins lofa góðu. „Það er í rauninni fjöldi dómafordæma einmitt um seinfæra foreldra þar sem stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að fara of hratt og hafa ekki litið til sérfræðilegra gagna sem bendi til þess að viðkomandi hafi haft góða forsjárhæfni,“ segir Flosi. Um er að ræða fjórða barn hjónanna, en hin eru öll vistuð utan heimilisins eftir ákvarðanir þess efnis. Þau segjast þrátt fyrir þetta eiga skilið annað tækifæri til að sinna uppeldinu.Segist vel geta sinnt barni„Við getum alveg verið með barnið ef það sé leyft okkur, þá geta þau séð fram á það. Við erum hæf, það er ekkert mál að vera með barn, þó margir segi það. Dóttir okkar er rosalega þæg, mjög góð, yndisleg. Það var ekkert að hafa áhyggjur af, hún fór reglulega að sofa og allt,“ segir Dóra Rebekka Sigríðardóttir, móðir stúlkunnar. Ekki er sjálfgefið að fá efnismeðferð hjá dómstólnum og nær aðeins hluti mála alla leið á borð hans. „Við vonumst auðvitað eftir að þetta verði tekið til efnismeðferðar, enda mjög mikið réttlætismál, ekki bara fyrir þetta fólk heldur alla seinfæra foreldra sem lenda í afskiptum af hálfu barnaverndarnefnda,“ segir Flosi.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira