Fjölmargir freistuðu þess að næla sér í nýjustu Yeezy-skóna Sylvía Hall skrifar 30. júní 2018 11:09 Yeezy-skórnir eiga sér marga dygga aðdáendur víða um land og leggja margir hverjir ýmislegt á sig til að næla sér í par. Ekki er vitað hvort einhverjir tjölduðu þó í þetta skiptið. Fréttablaðið/Ernir Hátt í hundrað manns höfðu safnast saman fyrir utan verslunina Húrra Reykjavík í morgun í þeirri von um að næla sér í par af nýjustu Yeezy Boost 350 V2 skónum, en þeir eru hannaðir af Kanye West fyrir Adidas. Skórnir hafa notið mikilla vinsælda um allan heim, enda koma þeir í takmörkuðu upplagi og aðeins í útvöldum verslunum. Húrra Reykjavík er eina verslunin á Íslandi sem selur þessa skó og fóru þeir í sölu á sama tíma um allan heim. Í samtali við Vísi segir Sindri Snær Jensson, eigandi Húrra Reykjavík, að dagurinn hafi farið vel af stað og augljóst að mikill áhugi er fyrir skónum. „Það var frekar góð stemning þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi verið samir við sig“, segir Sindri. Hann segir fólk hafa gert sig líklegt til þess að byrja að standa í röð seinnipartinn í gær og líkt og fyrr segir hafi hátt í hundrað manns beðið fyrir utan verslunina í morgun. Verslunin birti mynd á Instagram-reikningi sínum í morgun fyrir opnun. Þar má sjá fjölda fólks bíða í von um að næla sér í par af skónum vinsælu.Vísir/SkjáskotSkórnir hafa að mestu leyti sömu hönnun og fyrri útgáfur af Yeezy Boost 350 V2, en þeir hafa notið mikilla vinsælda og því margir sem reyna að eignast sem flestar útgáfur, enda koma þeir yfirleitt í takmörkuðu upplagi líkt og þessi. Þessi útgáfa kemur í ljósgulum lit sem ber heitið „Butter“, og mætti því þýðast á íslensku sem „smjör“. Skórnir fóru í sölu í báðum verslunum Húrra á Hverfisgötu 50 og 78 og má fylgjast með stöðu mála á Instagram-reikningi verslunarinnar. A post shared by Húrra Reykjavík (@hurrareykjavik) on Jun 29, 2018 at 11:29am PDT Tengdar fréttir Hátt í 200 manns biðu í röð eftir YEEZY BOOST Hleypt var inn í tíu manna hollum þegar Húrra Reykjavík opnaði klukkan níu í morgun. 17. desember 2016 10:30 Fjölmenn biðröð á Hverfisgötu eftir nýju YEEZY-skóm Kanye Röð hefur myndast fyrir utan verslunina Húrra Reykjavík á Hverfisgötu. Skórnir fara í sölu í fyrramálið. 24. júní 2017 00:01 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira
Hátt í hundrað manns höfðu safnast saman fyrir utan verslunina Húrra Reykjavík í morgun í þeirri von um að næla sér í par af nýjustu Yeezy Boost 350 V2 skónum, en þeir eru hannaðir af Kanye West fyrir Adidas. Skórnir hafa notið mikilla vinsælda um allan heim, enda koma þeir í takmörkuðu upplagi og aðeins í útvöldum verslunum. Húrra Reykjavík er eina verslunin á Íslandi sem selur þessa skó og fóru þeir í sölu á sama tíma um allan heim. Í samtali við Vísi segir Sindri Snær Jensson, eigandi Húrra Reykjavík, að dagurinn hafi farið vel af stað og augljóst að mikill áhugi er fyrir skónum. „Það var frekar góð stemning þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi verið samir við sig“, segir Sindri. Hann segir fólk hafa gert sig líklegt til þess að byrja að standa í röð seinnipartinn í gær og líkt og fyrr segir hafi hátt í hundrað manns beðið fyrir utan verslunina í morgun. Verslunin birti mynd á Instagram-reikningi sínum í morgun fyrir opnun. Þar má sjá fjölda fólks bíða í von um að næla sér í par af skónum vinsælu.Vísir/SkjáskotSkórnir hafa að mestu leyti sömu hönnun og fyrri útgáfur af Yeezy Boost 350 V2, en þeir hafa notið mikilla vinsælda og því margir sem reyna að eignast sem flestar útgáfur, enda koma þeir yfirleitt í takmörkuðu upplagi líkt og þessi. Þessi útgáfa kemur í ljósgulum lit sem ber heitið „Butter“, og mætti því þýðast á íslensku sem „smjör“. Skórnir fóru í sölu í báðum verslunum Húrra á Hverfisgötu 50 og 78 og má fylgjast með stöðu mála á Instagram-reikningi verslunarinnar. A post shared by Húrra Reykjavík (@hurrareykjavik) on Jun 29, 2018 at 11:29am PDT
Tengdar fréttir Hátt í 200 manns biðu í röð eftir YEEZY BOOST Hleypt var inn í tíu manna hollum þegar Húrra Reykjavík opnaði klukkan níu í morgun. 17. desember 2016 10:30 Fjölmenn biðröð á Hverfisgötu eftir nýju YEEZY-skóm Kanye Röð hefur myndast fyrir utan verslunina Húrra Reykjavík á Hverfisgötu. Skórnir fara í sölu í fyrramálið. 24. júní 2017 00:01 Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira
Hátt í 200 manns biðu í röð eftir YEEZY BOOST Hleypt var inn í tíu manna hollum þegar Húrra Reykjavík opnaði klukkan níu í morgun. 17. desember 2016 10:30
Fjölmenn biðröð á Hverfisgötu eftir nýju YEEZY-skóm Kanye Röð hefur myndast fyrir utan verslunina Húrra Reykjavík á Hverfisgötu. Skórnir fara í sölu í fyrramálið. 24. júní 2017 00:01