Voru ekki í vafa um að leggurinn væri mannabein Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2018 21:00 Það voru áhafnarmeðlimir á Fjölni GK sem fengu legg í veiðarfæri sín þar sem þeir voru við veiðar á Faxaflóa. mynd/jón steinar sæmundsson Aðalsteinn R. Friðþjófsson, skipstjóri á Fjölni GK, segir að áhöfn skipsins hafi ekki verið í neinum vafa um að hafa fengið mannabein á einn krókinn á línunni í febrúar síðastliðnum þegar skipið var við veiðar á norðanverðum Faxaflóa. Greint var frá því fyrr í dag að líkamsleifar hefðu fundist á Faxaflóa en um mannabein er að ræða sem kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur nú til rannsóknar. Leggur kom í veiðarfæri Fjölnis GK og þá er höfuðkúpa einnig til rannsóknar, sem fannst við leit, að því er fram kom í viðtali við Jónbjörn Bogason hjá kennslanefndinni á Rás 2 í dag. „Við höfum séð hvalabein og selabein og ýmislegt annað áður en ekki þetta nema bara á myndum,“ segir Aðalsteinn skipstjóri í samtali við Vísi.Settu legginn í frost Alls eru fjórtán manns í áhöfn Fjölnis. Aðspurður hvernig áhöfninni hafi orðið við við beinafundinn og hvort mönnum hafi verið brugðið segir hann að auðvitað bregði mönnum þegar svona kemur upp. „Það er ekkert öðruvísi með sjómenn heldur en annað fólk þegar það upplifir svona, þá bregður náttúrulega mönnum, en það fór enginn í neitt lost eða neitt svoleiðis. Við erum ýmsu vanir,“ segir Aðalsteinn. Áhöfnin setti legginn í frost og Aðalsteinn lét vaktstöð siglinga vita af málinu skömmu eftir að beinið kom í veiðarfærin. Fjölnir GK kom að landi tveimur dögum síðar og þá biðu fulltrúar Landhelgisgæslunnar og lögreglan eftir þeim á bryggjuna til að hefjast handa við rannsókn málsins.Samkvæmt Landhelgisgæslunni fundust beinin yfir hundrað metra dýpi um fimmtán til tuttugu sjómílum suður af Malarrifi.Vísir/map.isUpplifunin eins og í bíómynd Aðalsteinn segir að um leið og hann hafi tilkynnt málið hafi fumlaus ferill tekið við bæði hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og lögreglu. Hann segist hafa skynjað það um leið og hann tilkynnti um málið hvað allir voru klárir á sínu hlutverki. „Þetta var ekki eins og það væri eitthvað að gerast og menn væru bara að grípa til einhvers heldur eins og þetta væri æft atriði. Upplifunin var eins og þeir væru búnir að æfa þetta mörgum sinnum og maður væri eiginlega að fylgjast með þessu í bíómynd,“ segir Aðalsteinn. Hann kveðst taka hatt sinn ofan fyrir lögreglunni, ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni og öðrum sem komu að því að leita að frekari líkamsleifum á því svæði sem leggurinn kom í veiðarfæri Fjölnis GK þar sem ekki sé auðvelt að finna eitthvað á jafn miklu dýpi og er þar. „Ég tek alveg hatt minn ofan fyrir mönnunum hversu klárir þeir eru orðnir á tækin sín að geta fundið svona því maður getur ímyndað sér myrkrin þarna og annað slíkt,“ segir Aðalsteinn. Jónbjörn Bogason hjá kennslanefnd sagði í viðtali við Vísi í dag að ómögulegt væri að segja til um það að svo stöddu hvort beinin hafi verið lengi á hafsbotni. Enginn fatnaður hafi fylgt með beinunum sem senda þarf í aldursgreiningu. Að því loknu eru tekin DNA-sýni úr þeim og þau send til Svíþjóðar í greiningu, sem getur tekið þrjár til fjórar vikur. Tengdar fréttir Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34 Hafa aðeins bein til skoðunar Ómögulegt að segja að svo stöddu hve lengi beinin voru á hafsbotni. 20. mars 2018 14:55 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Sjá meira
Aðalsteinn R. Friðþjófsson, skipstjóri á Fjölni GK, segir að áhöfn skipsins hafi ekki verið í neinum vafa um að hafa fengið mannabein á einn krókinn á línunni í febrúar síðastliðnum þegar skipið var við veiðar á norðanverðum Faxaflóa. Greint var frá því fyrr í dag að líkamsleifar hefðu fundist á Faxaflóa en um mannabein er að ræða sem kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur nú til rannsóknar. Leggur kom í veiðarfæri Fjölnis GK og þá er höfuðkúpa einnig til rannsóknar, sem fannst við leit, að því er fram kom í viðtali við Jónbjörn Bogason hjá kennslanefndinni á Rás 2 í dag. „Við höfum séð hvalabein og selabein og ýmislegt annað áður en ekki þetta nema bara á myndum,“ segir Aðalsteinn skipstjóri í samtali við Vísi.Settu legginn í frost Alls eru fjórtán manns í áhöfn Fjölnis. Aðspurður hvernig áhöfninni hafi orðið við við beinafundinn og hvort mönnum hafi verið brugðið segir hann að auðvitað bregði mönnum þegar svona kemur upp. „Það er ekkert öðruvísi með sjómenn heldur en annað fólk þegar það upplifir svona, þá bregður náttúrulega mönnum, en það fór enginn í neitt lost eða neitt svoleiðis. Við erum ýmsu vanir,“ segir Aðalsteinn. Áhöfnin setti legginn í frost og Aðalsteinn lét vaktstöð siglinga vita af málinu skömmu eftir að beinið kom í veiðarfærin. Fjölnir GK kom að landi tveimur dögum síðar og þá biðu fulltrúar Landhelgisgæslunnar og lögreglan eftir þeim á bryggjuna til að hefjast handa við rannsókn málsins.Samkvæmt Landhelgisgæslunni fundust beinin yfir hundrað metra dýpi um fimmtán til tuttugu sjómílum suður af Malarrifi.Vísir/map.isUpplifunin eins og í bíómynd Aðalsteinn segir að um leið og hann hafi tilkynnt málið hafi fumlaus ferill tekið við bæði hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og lögreglu. Hann segist hafa skynjað það um leið og hann tilkynnti um málið hvað allir voru klárir á sínu hlutverki. „Þetta var ekki eins og það væri eitthvað að gerast og menn væru bara að grípa til einhvers heldur eins og þetta væri æft atriði. Upplifunin var eins og þeir væru búnir að æfa þetta mörgum sinnum og maður væri eiginlega að fylgjast með þessu í bíómynd,“ segir Aðalsteinn. Hann kveðst taka hatt sinn ofan fyrir lögreglunni, ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni og öðrum sem komu að því að leita að frekari líkamsleifum á því svæði sem leggurinn kom í veiðarfæri Fjölnis GK þar sem ekki sé auðvelt að finna eitthvað á jafn miklu dýpi og er þar. „Ég tek alveg hatt minn ofan fyrir mönnunum hversu klárir þeir eru orðnir á tækin sín að geta fundið svona því maður getur ímyndað sér myrkrin þarna og annað slíkt,“ segir Aðalsteinn. Jónbjörn Bogason hjá kennslanefnd sagði í viðtali við Vísi í dag að ómögulegt væri að segja til um það að svo stöddu hvort beinin hafi verið lengi á hafsbotni. Enginn fatnaður hafi fylgt með beinunum sem senda þarf í aldursgreiningu. Að því loknu eru tekin DNA-sýni úr þeim og þau send til Svíþjóðar í greiningu, sem getur tekið þrjár til fjórar vikur.
Tengdar fréttir Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34 Hafa aðeins bein til skoðunar Ómögulegt að segja að svo stöddu hve lengi beinin voru á hafsbotni. 20. mars 2018 14:55 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Sjá meira
Náðu líkamsleifum upp í annarri tilraun Notast var við sérútbúinn kafbát við að ná upp líkamsleifum á Faxaflóa. 20. mars 2018 13:34
Hafa aðeins bein til skoðunar Ómögulegt að segja að svo stöddu hve lengi beinin voru á hafsbotni. 20. mars 2018 14:55