Keppt verður í tveggja manna liðum og í fyrstu persónu. Allt að 49 lið munu keppa í hverjum leik samkvæmt Facebook-færslu frá TEK eSports, sem sjá má hér að neðan.
Fari skráning yfir 49 lið verður keppt bæði á laugardaginn og sunnudag en annars fer keppnin einungis fram á laugardeginum.
Í verðlaun eru tölvuskjáir, mýs, og ýmislegt fleira. Skráningu frekari upplýsingar má finna á Tek.is.
Sýnt verður frá mótinu, sem er haldið í samvinnu við Tölvutek og ZOWIE í beinni útsendingu á Twitch.