NBA: Gríska fríkið sagðist hafa hugsað um LeBron í sturtunni eftir leik og komist að einu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2018 07:30 Giannis Antetokounmpo og LeBron James í leiknum í nótt. Vísir/Getty LeBron James átti enn einn stórleikinn með liði Cleveland Cavaliers í fyrsta leik liðsins eftir að þjálfari þess tók sér frí vegna veikinda. NBA-meistarar léku án þriggja lykilmanna, misstu þann fjórða meiddan af velli og náðu aðeins að skora 75 stig í tapi. LeBron James var með 40 stig og þrennu þegar Cleveland Cavaliers vann 124-117 sigur á Milwaukee Bucks en Tyronn Lue gat ekki stýrt Cavaliers liðinu vegna veikinda. LeBron James skoraði 17 af stigum sínum í þriðja leikhluta en hann var með 12 fráköst og 10 stoðsendingar sem skiluðu honum sextándu þrennu hans á leiktíðinni. Þetta var ennfremur þriðja þrenna hans í síðustu fjórum leikjum. LeBron James nýtti það á réttan hátt þegar hann fékk ekki dæmdar augljósar villur í byrjun þriðja leikhlutans. Í stað þess að missa sig í mótmælum þá skipti hann í túrbú-gírinn og tók algjörlega yfir leikinn. Kevin Love snéri aftur í Cleveland liðið eftir að hafa verið í sex vikur frá vegna handarbrots. Love stóð sig vel og skoraði 18 stig á 25 mínútum. Gríska fríkið Giannis Antetokounmpo skoraði 37 stig í leiknum en viðurkenndi eitt eftir leik. „Ég var að tala við sjálfan mig í sturtunni eftir leikinn og spyrja hvað ég gerði rangt. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem skorar 40 stig á mig,“ sagði Antetokounmpo og bætti við: „LeBron er besti körfuboltamaður í heimi.“LaMarcus Aldridge skoraði 33 stig og tók 12 fráköst þegar San Antonio Spurs vann 89-75 sigur á meisturum Golden State Warriors. Það fylgir reyndar sögunni að Golden State Warriors lék án þeirra Stephen Curry, Kevin Durant og Klay Thompson auk þess sem Draymond Green meiddist í öðrum leikhlutanum. Spurs hefur leikið án stórstjörnunnar Kawhi Leonard mesta hluta tímabilsins og svo var einnig í nótt. Quinn Cook var stigahæstur hjá Golden State með 20 stig, Kevon Looney skoraði 12 stig og þeir Andre Iguodala og Nick Young voru báðir með 10 stig. James Johnson skoraði 31 stig og Kelly Olynyk kom með 30 stig inn af bekknum þegar Miami Heat vann 149-141 sigur á Denver Nuggets í tvíframlengdum leik. Þetta er það mesta sem lið Miami Heat hefur skorað í einum leik í sögunni og það mesta sem lið hefur skorað í einum leik á tímabilinu. Houston Rockets og Oklahoma City Thunder höfðu skorað mest áður 148 stig. Wayne Ellington skoraði 29 stig fyrir Miami sem lék án bæði Dwyane Wade og Hassan Whiteside. Nikola Jokic skoraði mest fyrir Denver eða 34 stig.Joel Embiid var með 25 stig og 19 fráköst og nýliðinn Ben Simmons var með þrennu (11 stig, 12 fráköst og 15 stoðsendingar) þegar Philadelphia 76ers vann 108-104 sigur á Charlotte Hornets.Úrslitin úr öllum leikjum NBA í nótt: Sacramento Kings - Detroit Pistons 90-106 San Antonio Spurs - Golden State Warriors 89-75 Brooklyn Nets - Memphis Grizzlies 118-115 Miami Heat - Denver Nuggets 149-141 (118 -118) New York Knicks - Chicago Bulls 110-92 Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 124-117 Indiana Pacers - Los Angeles Lakers 110-100 Philadelphia 76ers - Charlotte Hornets 108-94 NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
LeBron James átti enn einn stórleikinn með liði Cleveland Cavaliers í fyrsta leik liðsins eftir að þjálfari þess tók sér frí vegna veikinda. NBA-meistarar léku án þriggja lykilmanna, misstu þann fjórða meiddan af velli og náðu aðeins að skora 75 stig í tapi. LeBron James var með 40 stig og þrennu þegar Cleveland Cavaliers vann 124-117 sigur á Milwaukee Bucks en Tyronn Lue gat ekki stýrt Cavaliers liðinu vegna veikinda. LeBron James skoraði 17 af stigum sínum í þriðja leikhluta en hann var með 12 fráköst og 10 stoðsendingar sem skiluðu honum sextándu þrennu hans á leiktíðinni. Þetta var ennfremur þriðja þrenna hans í síðustu fjórum leikjum. LeBron James nýtti það á réttan hátt þegar hann fékk ekki dæmdar augljósar villur í byrjun þriðja leikhlutans. Í stað þess að missa sig í mótmælum þá skipti hann í túrbú-gírinn og tók algjörlega yfir leikinn. Kevin Love snéri aftur í Cleveland liðið eftir að hafa verið í sex vikur frá vegna handarbrots. Love stóð sig vel og skoraði 18 stig á 25 mínútum. Gríska fríkið Giannis Antetokounmpo skoraði 37 stig í leiknum en viðurkenndi eitt eftir leik. „Ég var að tala við sjálfan mig í sturtunni eftir leikinn og spyrja hvað ég gerði rangt. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem skorar 40 stig á mig,“ sagði Antetokounmpo og bætti við: „LeBron er besti körfuboltamaður í heimi.“LaMarcus Aldridge skoraði 33 stig og tók 12 fráköst þegar San Antonio Spurs vann 89-75 sigur á meisturum Golden State Warriors. Það fylgir reyndar sögunni að Golden State Warriors lék án þeirra Stephen Curry, Kevin Durant og Klay Thompson auk þess sem Draymond Green meiddist í öðrum leikhlutanum. Spurs hefur leikið án stórstjörnunnar Kawhi Leonard mesta hluta tímabilsins og svo var einnig í nótt. Quinn Cook var stigahæstur hjá Golden State með 20 stig, Kevon Looney skoraði 12 stig og þeir Andre Iguodala og Nick Young voru báðir með 10 stig. James Johnson skoraði 31 stig og Kelly Olynyk kom með 30 stig inn af bekknum þegar Miami Heat vann 149-141 sigur á Denver Nuggets í tvíframlengdum leik. Þetta er það mesta sem lið Miami Heat hefur skorað í einum leik í sögunni og það mesta sem lið hefur skorað í einum leik á tímabilinu. Houston Rockets og Oklahoma City Thunder höfðu skorað mest áður 148 stig. Wayne Ellington skoraði 29 stig fyrir Miami sem lék án bæði Dwyane Wade og Hassan Whiteside. Nikola Jokic skoraði mest fyrir Denver eða 34 stig.Joel Embiid var með 25 stig og 19 fráköst og nýliðinn Ben Simmons var með þrennu (11 stig, 12 fráköst og 15 stoðsendingar) þegar Philadelphia 76ers vann 108-104 sigur á Charlotte Hornets.Úrslitin úr öllum leikjum NBA í nótt: Sacramento Kings - Detroit Pistons 90-106 San Antonio Spurs - Golden State Warriors 89-75 Brooklyn Nets - Memphis Grizzlies 118-115 Miami Heat - Denver Nuggets 149-141 (118 -118) New York Knicks - Chicago Bulls 110-92 Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 124-117 Indiana Pacers - Los Angeles Lakers 110-100 Philadelphia 76ers - Charlotte Hornets 108-94
NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira