Lög brotin á fylgdarlausum börnum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. mars 2018 06:00 Eva Bjarnadóttir, sérfræðingur hjá UNICEF Mikið vantar upp á að börn, sem koma hingað sem hælisleitendur, njóti réttinda, sem búið að tryggja þeim lagalega. Þetta kemur fram í skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, um stöðu barna í leit að alþjóðlegri vernd á Norðurlöndunum. Skýrslan kemur út í dag. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi árið 2013 og ný útlendingalög tóku gildi 1. janúar í fyrra. „Hérna á Íslandi er staðan sú að við erum með nýja löggjöf, sem tekur mið af Barnasáttmálanum og í gegnum alla útlendingalöggjöfina er búið að hnýta inn þessi grundvallarviðmið Barnasáttmálans. Að sama skapi er það gert í athugasemdum sem fylgja útlendingalöggjöfinni. Í raun og veru ættu því lögin að tryggja að Barnasáttmálanum og hans viðmiðum sé fylgt. Það kemur hins vegar í ljós, þegar framkvæmdin er skoðuð, að hún er ekki alltaf í samræmi við ákvæði laganna,“ segir Eva Bjarnadóttir, réttindagæslufulltrúi hjá UNICEF á Íslandi og einn höfunda skýrslunnar. Fram kemur í skýrslunni að þó að Norðurlöndin standi sig að miklu leyti betur en önnur Evrópuríki, þegar kemur að móttöku bæði fylgdarlausra barna, og barna í fylgd með fullorðnum, þá nær ekkert landanna að tryggja réttindi barna samkvæmt alþjóðlegum kröfum, og þá sérstaklega þeim kröfum sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna setur fram. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna óskar eftir að móttaka barna á flótta sé bætt með hagsmuni þeirra að leiðarljósi, að barnaverndaryfirvöld taki fulla ábyrgð á því að réttindi þeirra séu virt. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Mikið vantar upp á að börn, sem koma hingað sem hælisleitendur, njóti réttinda, sem búið að tryggja þeim lagalega. Þetta kemur fram í skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, um stöðu barna í leit að alþjóðlegri vernd á Norðurlöndunum. Skýrslan kemur út í dag. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi árið 2013 og ný útlendingalög tóku gildi 1. janúar í fyrra. „Hérna á Íslandi er staðan sú að við erum með nýja löggjöf, sem tekur mið af Barnasáttmálanum og í gegnum alla útlendingalöggjöfina er búið að hnýta inn þessi grundvallarviðmið Barnasáttmálans. Að sama skapi er það gert í athugasemdum sem fylgja útlendingalöggjöfinni. Í raun og veru ættu því lögin að tryggja að Barnasáttmálanum og hans viðmiðum sé fylgt. Það kemur hins vegar í ljós, þegar framkvæmdin er skoðuð, að hún er ekki alltaf í samræmi við ákvæði laganna,“ segir Eva Bjarnadóttir, réttindagæslufulltrúi hjá UNICEF á Íslandi og einn höfunda skýrslunnar. Fram kemur í skýrslunni að þó að Norðurlöndin standi sig að miklu leyti betur en önnur Evrópuríki, þegar kemur að móttöku bæði fylgdarlausra barna, og barna í fylgd með fullorðnum, þá nær ekkert landanna að tryggja réttindi barna samkvæmt alþjóðlegum kröfum, og þá sérstaklega þeim kröfum sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna setur fram. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna óskar eftir að móttaka barna á flótta sé bætt með hagsmuni þeirra að leiðarljósi, að barnaverndaryfirvöld taki fulla ábyrgð á því að réttindi þeirra séu virt.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira