Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2018 23:06 Manafort hafði lengi verið málsvari erlendra ríkja áður en hann tók við sem kosningastjóri Trump árið 2016. Hann virðist þó ekki hafa greint frá þeim störfum eins og lög kváðu á um. Vísir/EPA Samband Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, við rússneskan ólígarka með náin tengsl við stjórnvöld í Kreml virðast hafa verið nánari en áður hefur komið fram. Gögn sem lögð hafa verið fram í máli gegn Manafort benda til þess að hann hafi fengið tíu milljón dollara lán frá rússneska auðkýfingnum. Upplýsingar um lánið koma fram í umsókn um leitarheimild sem leynd var létt af í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar kemur fram að fyrirtæki í eigu Manafort og konu hans hafi fengið tíu milljóna dollar lán frá rússneskum lánveitanda, Oleg Deripaska. Deripaska er álfursti sem er náinn Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Hann er einn þeirra rússnesku ólígarka sem bandarísk stjórnvöld byrjuðu að beita refsiaðgerðum í apríl. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, ákærði Manafort fyrir peningaþvætti og að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis. Manafort er einnig ákærður fyrir skattaundanskot. Konstantin Kilimnik, rússneskur samstarfsmaður Manafort og milligöngumaður á milli hans og Deripaska, er einnig ákærður í máli Mueller. Kilimnik er sagður hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna en hann neitar því. Samkvæmt skjölunum styrkti Deripaska einnig málafylgjustörf Manafort fyrir úkraínsk stjórnvöld. Manafort vann fyrir ríkisstjórn Viktos Janúkótvitsj áður en hann hrökklaðist frá völdum árið 2014. Árið 2016 tók Manafort við sem kosningastjóri Trump en hætti nokkrum mánuðum fyrir kosningar eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollar frá flokki Janúkóvitsj sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Mál gegn Manafort eru rekin bæði í Washington-borg og Virginíu. Réttarhöldin í málinu í Virginíu eiga að hefjast í næsta mánuði en í september í Washington. Dómari sendi Manafort nýlega í fangelsi þar sem hann var talinn hafa brotið gegn tryggingarlausn sinni með því að reyna að hafa áhrif á vitni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bandaríkjastjórn refsar sjö rússneskum ólígörkum Refsiaðgerðirnar ná einnig til fyrirtækja í eigu nokkurra auðgustu manna Rússlands úr innstra hring Vladímírs Pútín forseta. 6. apríl 2018 13:00 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Dómari neitar að vísa frá máli gegn fyrrverandi kosningastjóra Trump Lögmenn Pauls Manafort höfðu haldið því fram að saksóknarar hefðu gengið lengra en umboð þeirra frá dómsmálaráðuneytinu leyfði. 16. maí 2018 10:22 Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Fyrrverandi kosningastjóri Trump reyndi að hafa áhrif á vitni Vitni sem Paul Manafort hafði samband við segir hann hafa reynt að fá sig til að bera ljúgvitni. 5. júní 2018 07:21 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Samband Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, við rússneskan ólígarka með náin tengsl við stjórnvöld í Kreml virðast hafa verið nánari en áður hefur komið fram. Gögn sem lögð hafa verið fram í máli gegn Manafort benda til þess að hann hafi fengið tíu milljón dollara lán frá rússneska auðkýfingnum. Upplýsingar um lánið koma fram í umsókn um leitarheimild sem leynd var létt af í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar kemur fram að fyrirtæki í eigu Manafort og konu hans hafi fengið tíu milljóna dollar lán frá rússneskum lánveitanda, Oleg Deripaska. Deripaska er álfursti sem er náinn Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Hann er einn þeirra rússnesku ólígarka sem bandarísk stjórnvöld byrjuðu að beita refsiaðgerðum í apríl. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, ákærði Manafort fyrir peningaþvætti og að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis. Manafort er einnig ákærður fyrir skattaundanskot. Konstantin Kilimnik, rússneskur samstarfsmaður Manafort og milligöngumaður á milli hans og Deripaska, er einnig ákærður í máli Mueller. Kilimnik er sagður hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna en hann neitar því. Samkvæmt skjölunum styrkti Deripaska einnig málafylgjustörf Manafort fyrir úkraínsk stjórnvöld. Manafort vann fyrir ríkisstjórn Viktos Janúkótvitsj áður en hann hrökklaðist frá völdum árið 2014. Árið 2016 tók Manafort við sem kosningastjóri Trump en hætti nokkrum mánuðum fyrir kosningar eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollar frá flokki Janúkóvitsj sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Mál gegn Manafort eru rekin bæði í Washington-borg og Virginíu. Réttarhöldin í málinu í Virginíu eiga að hefjast í næsta mánuði en í september í Washington. Dómari sendi Manafort nýlega í fangelsi þar sem hann var talinn hafa brotið gegn tryggingarlausn sinni með því að reyna að hafa áhrif á vitni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bandaríkjastjórn refsar sjö rússneskum ólígörkum Refsiaðgerðirnar ná einnig til fyrirtækja í eigu nokkurra auðgustu manna Rússlands úr innstra hring Vladímírs Pútín forseta. 6. apríl 2018 13:00 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Dómari neitar að vísa frá máli gegn fyrrverandi kosningastjóra Trump Lögmenn Pauls Manafort höfðu haldið því fram að saksóknarar hefðu gengið lengra en umboð þeirra frá dómsmálaráðuneytinu leyfði. 16. maí 2018 10:22 Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Fyrrverandi kosningastjóri Trump reyndi að hafa áhrif á vitni Vitni sem Paul Manafort hafði samband við segir hann hafa reynt að fá sig til að bera ljúgvitni. 5. júní 2018 07:21 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Bandaríkjastjórn refsar sjö rússneskum ólígörkum Refsiaðgerðirnar ná einnig til fyrirtækja í eigu nokkurra auðgustu manna Rússlands úr innstra hring Vladímírs Pútín forseta. 6. apríl 2018 13:00
Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26
Dómari neitar að vísa frá máli gegn fyrrverandi kosningastjóra Trump Lögmenn Pauls Manafort höfðu haldið því fram að saksóknarar hefðu gengið lengra en umboð þeirra frá dómsmálaráðuneytinu leyfði. 16. maí 2018 10:22
Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52
Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15
Fyrrverandi kosningastjóri Trump reyndi að hafa áhrif á vitni Vitni sem Paul Manafort hafði samband við segir hann hafa reynt að fá sig til að bera ljúgvitni. 5. júní 2018 07:21