Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2018 23:06 Manafort hafði lengi verið málsvari erlendra ríkja áður en hann tók við sem kosningastjóri Trump árið 2016. Hann virðist þó ekki hafa greint frá þeim störfum eins og lög kváðu á um. Vísir/EPA Samband Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, við rússneskan ólígarka með náin tengsl við stjórnvöld í Kreml virðast hafa verið nánari en áður hefur komið fram. Gögn sem lögð hafa verið fram í máli gegn Manafort benda til þess að hann hafi fengið tíu milljón dollara lán frá rússneska auðkýfingnum. Upplýsingar um lánið koma fram í umsókn um leitarheimild sem leynd var létt af í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar kemur fram að fyrirtæki í eigu Manafort og konu hans hafi fengið tíu milljóna dollar lán frá rússneskum lánveitanda, Oleg Deripaska. Deripaska er álfursti sem er náinn Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Hann er einn þeirra rússnesku ólígarka sem bandarísk stjórnvöld byrjuðu að beita refsiaðgerðum í apríl. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, ákærði Manafort fyrir peningaþvætti og að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis. Manafort er einnig ákærður fyrir skattaundanskot. Konstantin Kilimnik, rússneskur samstarfsmaður Manafort og milligöngumaður á milli hans og Deripaska, er einnig ákærður í máli Mueller. Kilimnik er sagður hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna en hann neitar því. Samkvæmt skjölunum styrkti Deripaska einnig málafylgjustörf Manafort fyrir úkraínsk stjórnvöld. Manafort vann fyrir ríkisstjórn Viktos Janúkótvitsj áður en hann hrökklaðist frá völdum árið 2014. Árið 2016 tók Manafort við sem kosningastjóri Trump en hætti nokkrum mánuðum fyrir kosningar eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollar frá flokki Janúkóvitsj sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Mál gegn Manafort eru rekin bæði í Washington-borg og Virginíu. Réttarhöldin í málinu í Virginíu eiga að hefjast í næsta mánuði en í september í Washington. Dómari sendi Manafort nýlega í fangelsi þar sem hann var talinn hafa brotið gegn tryggingarlausn sinni með því að reyna að hafa áhrif á vitni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bandaríkjastjórn refsar sjö rússneskum ólígörkum Refsiaðgerðirnar ná einnig til fyrirtækja í eigu nokkurra auðgustu manna Rússlands úr innstra hring Vladímírs Pútín forseta. 6. apríl 2018 13:00 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Dómari neitar að vísa frá máli gegn fyrrverandi kosningastjóra Trump Lögmenn Pauls Manafort höfðu haldið því fram að saksóknarar hefðu gengið lengra en umboð þeirra frá dómsmálaráðuneytinu leyfði. 16. maí 2018 10:22 Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Fyrrverandi kosningastjóri Trump reyndi að hafa áhrif á vitni Vitni sem Paul Manafort hafði samband við segir hann hafa reynt að fá sig til að bera ljúgvitni. 5. júní 2018 07:21 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Samband Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, við rússneskan ólígarka með náin tengsl við stjórnvöld í Kreml virðast hafa verið nánari en áður hefur komið fram. Gögn sem lögð hafa verið fram í máli gegn Manafort benda til þess að hann hafi fengið tíu milljón dollara lán frá rússneska auðkýfingnum. Upplýsingar um lánið koma fram í umsókn um leitarheimild sem leynd var létt af í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þar kemur fram að fyrirtæki í eigu Manafort og konu hans hafi fengið tíu milljóna dollar lán frá rússneskum lánveitanda, Oleg Deripaska. Deripaska er álfursti sem er náinn Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Hann er einn þeirra rússnesku ólígarka sem bandarísk stjórnvöld byrjuðu að beita refsiaðgerðum í apríl. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, ákærði Manafort fyrir peningaþvætti og að skrá sig ekki sem málafylgjumaður erlends ríkis. Manafort er einnig ákærður fyrir skattaundanskot. Konstantin Kilimnik, rússneskur samstarfsmaður Manafort og milligöngumaður á milli hans og Deripaska, er einnig ákærður í máli Mueller. Kilimnik er sagður hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna en hann neitar því. Samkvæmt skjölunum styrkti Deripaska einnig málafylgjustörf Manafort fyrir úkraínsk stjórnvöld. Manafort vann fyrir ríkisstjórn Viktos Janúkótvitsj áður en hann hrökklaðist frá völdum árið 2014. Árið 2016 tók Manafort við sem kosningastjóri Trump en hætti nokkrum mánuðum fyrir kosningar eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollar frá flokki Janúkóvitsj sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Mál gegn Manafort eru rekin bæði í Washington-borg og Virginíu. Réttarhöldin í málinu í Virginíu eiga að hefjast í næsta mánuði en í september í Washington. Dómari sendi Manafort nýlega í fangelsi þar sem hann var talinn hafa brotið gegn tryggingarlausn sinni með því að reyna að hafa áhrif á vitni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bandaríkjastjórn refsar sjö rússneskum ólígörkum Refsiaðgerðirnar ná einnig til fyrirtækja í eigu nokkurra auðgustu manna Rússlands úr innstra hring Vladímírs Pútín forseta. 6. apríl 2018 13:00 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Dómari neitar að vísa frá máli gegn fyrrverandi kosningastjóra Trump Lögmenn Pauls Manafort höfðu haldið því fram að saksóknarar hefðu gengið lengra en umboð þeirra frá dómsmálaráðuneytinu leyfði. 16. maí 2018 10:22 Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52 Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15 Fyrrverandi kosningastjóri Trump reyndi að hafa áhrif á vitni Vitni sem Paul Manafort hafði samband við segir hann hafa reynt að fá sig til að bera ljúgvitni. 5. júní 2018 07:21 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Bandaríkjastjórn refsar sjö rússneskum ólígörkum Refsiaðgerðirnar ná einnig til fyrirtækja í eigu nokkurra auðgustu manna Rússlands úr innstra hring Vladímírs Pútín forseta. 6. apríl 2018 13:00
Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26
Dómari neitar að vísa frá máli gegn fyrrverandi kosningastjóra Trump Lögmenn Pauls Manafort höfðu haldið því fram að saksóknarar hefðu gengið lengra en umboð þeirra frá dómsmálaráðuneytinu leyfði. 16. maí 2018 10:22
Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Konan var handtekin á kynlífsnámskeiði í Taílandi og segist veita bandarískum yfirvöldum gögnin ef hún fær pólitískt hæli vestanhafs. 5. mars 2018 16:52
Kosningastjóri Trump samþykkti leyniaðgerðir fyrir úkraínskan forseta Skuggaáróðursherferðin fól meðal annars í sér árásir á Hillary Clinton sem þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hafði gagnrýnt úkraínsku ríkisstjórnina. 5. apríl 2018 16:15
Fyrrverandi kosningastjóri Trump reyndi að hafa áhrif á vitni Vitni sem Paul Manafort hafði samband við segir hann hafa reynt að fá sig til að bera ljúgvitni. 5. júní 2018 07:21