Samfélagsmiðlarisar reyna að friða bandaríska íhaldsmenn Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2018 21:25 Jack Dorsey, forstjóri Twitter, fundaði nýlega með leiðtogum repúblikana og íhaldssömum álitsgjöfum vegna gagnrýni þeirra á meinta frjálslynda slagsíðu samfélagsmiðla. Vísir/EPA Stjórnendur samfélagsmiðlarisanna Facebook og Twitter hafa undanfarið fundað með leiðtogum bandarískra repúblikana og íhaldsmanna til að bregðast við ásökunum þeirra að tæknifyrirtæki sé hlutdræg gegn þeim og ritskoði færslur hægrimanna.Washington Post segir að forysta Repúblikanaflokksins hafi kvartað við stjórnendur samfélagsmiðlanna, þar á meðal nánir aðstoðarmenn Donalds Trump forseta. Íhaldsmenn hafa lengið sakað samfélagsmiðla um að takmarka útbreiðslu færslna þeirra á laun. Stjórnendur Twitter og Facebook hafa gengist við því að starfslið þeirra séu að miklu leyti frjálslynt og til vinstri í bandarískum stjórnmálum. Til að bregðast við bauð Jack Dorsey, forstjóri Twitter, leiðtogum repúblikana og íhaldssömum álitsgjöfum til einkakvöldverðar í Washington-borg í síðustu viku. Dorsey er sagður hafa ætlað sér að byggja upp traust á milli fyrirtækisins og íhaldsmanna. Hann á að hafa neitað því að Twitter beitti sér á ósanngjarnan hátt gegn hægrisinnuðum notendum en engu að síður viðurkennt að fyrirtækið gæti gert betur. Íhaldsmennirnir hafi á móti sagt honum að ráða verkfræðinga með fjölbreyttari stjórnmálaskoðanir. Dorsey er sagður hafa hitt fleiri álitsgjafa og þingmenn repúblikana undanfarið til að reyna að friða þá og svara gagnrýni þeirra. Facebook er einnig sagt hafa sent fulltrúa sína til að ræða við landsnefnd Repúblikanaflokksins fyrr í þessum mánuði. Fyrirtækið hefur hafið útekt á því hvort að hlutdrægni sé til staðar gagnvart íhaldssömum starfsmönnum eða á efni frá íhaldssmönnum á miðlinum. Hvorki Twitter né Facebook vildi tjá sig um samskipti sín við íhaldssama gagnrýnendur við Washington Post. Bandaríkin Facebook Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Stjórnendur samfélagsmiðlarisanna Facebook og Twitter hafa undanfarið fundað með leiðtogum bandarískra repúblikana og íhaldsmanna til að bregðast við ásökunum þeirra að tæknifyrirtæki sé hlutdræg gegn þeim og ritskoði færslur hægrimanna.Washington Post segir að forysta Repúblikanaflokksins hafi kvartað við stjórnendur samfélagsmiðlanna, þar á meðal nánir aðstoðarmenn Donalds Trump forseta. Íhaldsmenn hafa lengið sakað samfélagsmiðla um að takmarka útbreiðslu færslna þeirra á laun. Stjórnendur Twitter og Facebook hafa gengist við því að starfslið þeirra séu að miklu leyti frjálslynt og til vinstri í bandarískum stjórnmálum. Til að bregðast við bauð Jack Dorsey, forstjóri Twitter, leiðtogum repúblikana og íhaldssömum álitsgjöfum til einkakvöldverðar í Washington-borg í síðustu viku. Dorsey er sagður hafa ætlað sér að byggja upp traust á milli fyrirtækisins og íhaldsmanna. Hann á að hafa neitað því að Twitter beitti sér á ósanngjarnan hátt gegn hægrisinnuðum notendum en engu að síður viðurkennt að fyrirtækið gæti gert betur. Íhaldsmennirnir hafi á móti sagt honum að ráða verkfræðinga með fjölbreyttari stjórnmálaskoðanir. Dorsey er sagður hafa hitt fleiri álitsgjafa og þingmenn repúblikana undanfarið til að reyna að friða þá og svara gagnrýni þeirra. Facebook er einnig sagt hafa sent fulltrúa sína til að ræða við landsnefnd Repúblikanaflokksins fyrr í þessum mánuði. Fyrirtækið hefur hafið útekt á því hvort að hlutdrægni sé til staðar gagnvart íhaldssömum starfsmönnum eða á efni frá íhaldssmönnum á miðlinum. Hvorki Twitter né Facebook vildi tjá sig um samskipti sín við íhaldssama gagnrýnendur við Washington Post.
Bandaríkin Facebook Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira