Eyðing regnskóga nærri meti í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2018 20:59 Á Indónesíu brenna bændur skóga til að búa til pláss fyrir pálmaolíuframleiðslu. Vísir/EPA Regnskógar heims skruppu saman um 15,6 milljónir hektara á síðasta ári samkvæmt gervihnattamælingum. Ástæðan var meðal annars skógareldar sem kveiktir eru til að rýma til fyrir ræktarlandi, landbúnaður og ýmis konar auðlindanýting. Samkvæmt tölum í skýrslu Global Forest Watch sem eru byggðar á gervihnattamælingum Maryland-háskóla var regnskógaeyðing í fyrra sú næstversta frá því að mælingar hófust, aðeins lítillega minni en árið áður. Í Brasilíu rýmdu bændur og búgarðseigendur um 1,2 milljónir hektara af regnskógum. Í Kólumbíu þýddi friðarsamningur á milli ríkisstjórnarinnar og skæruliðasamtaka að námuvinnsla, skógarhögg og landbúnaður ruddi hluta Amazon-frumskógarins í burtu. Við það bættist eyðing skóga af völdum náttúruhamfara eins og fellibyljanna Irmu og Maríu sem eyddu nærri því einum þriðja hluta skóga á eyjunni Dóminíku og stórum hluta skóglendis á Púertó Ríkó, að sögn New York Times. Mælingarnar eru sagðar í góðu samræmi við fyrri rannsóknir sem hafa bent til þess að regnskógar séu að minnka að flatarmáli á jörðinni. Í skýrslunni kemur þó fram að einhver árangur virðist hafa náðst á Indónesíu þar sem gengið hefur verið hart að regnskógum til að rýma til fyrir framleiðslu á pálmaolíu. Þar hafa bændur brennt mólendi þar sem gríðarlegt magn kolefnis er bundið. Ríkisstjórn landsins lagði bann við frekari bruna á mólendi árið 2016 eftir mikla skógarelda. Fyrstu vísbendingar eru sagðar lofa nokkuð góðu. Eyðing mólendis hafi ekki verið minni í fjölda ára. Bangladess Brasilía Kólumbía Loftslagsmál Tengdar fréttir Banna pálmaolíu í vörum Iceland af umhverfisástæðum Framleiðsla pálmaolíu veldur gríðarlegum umhverfisspjöllum í Asíu og á jörðinni allri. 10. apríl 2018 12:42 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira
Regnskógar heims skruppu saman um 15,6 milljónir hektara á síðasta ári samkvæmt gervihnattamælingum. Ástæðan var meðal annars skógareldar sem kveiktir eru til að rýma til fyrir ræktarlandi, landbúnaður og ýmis konar auðlindanýting. Samkvæmt tölum í skýrslu Global Forest Watch sem eru byggðar á gervihnattamælingum Maryland-háskóla var regnskógaeyðing í fyrra sú næstversta frá því að mælingar hófust, aðeins lítillega minni en árið áður. Í Brasilíu rýmdu bændur og búgarðseigendur um 1,2 milljónir hektara af regnskógum. Í Kólumbíu þýddi friðarsamningur á milli ríkisstjórnarinnar og skæruliðasamtaka að námuvinnsla, skógarhögg og landbúnaður ruddi hluta Amazon-frumskógarins í burtu. Við það bættist eyðing skóga af völdum náttúruhamfara eins og fellibyljanna Irmu og Maríu sem eyddu nærri því einum þriðja hluta skóga á eyjunni Dóminíku og stórum hluta skóglendis á Púertó Ríkó, að sögn New York Times. Mælingarnar eru sagðar í góðu samræmi við fyrri rannsóknir sem hafa bent til þess að regnskógar séu að minnka að flatarmáli á jörðinni. Í skýrslunni kemur þó fram að einhver árangur virðist hafa náðst á Indónesíu þar sem gengið hefur verið hart að regnskógum til að rýma til fyrir framleiðslu á pálmaolíu. Þar hafa bændur brennt mólendi þar sem gríðarlegt magn kolefnis er bundið. Ríkisstjórn landsins lagði bann við frekari bruna á mólendi árið 2016 eftir mikla skógarelda. Fyrstu vísbendingar eru sagðar lofa nokkuð góðu. Eyðing mólendis hafi ekki verið minni í fjölda ára.
Bangladess Brasilía Kólumbía Loftslagsmál Tengdar fréttir Banna pálmaolíu í vörum Iceland af umhverfisástæðum Framleiðsla pálmaolíu veldur gríðarlegum umhverfisspjöllum í Asíu og á jörðinni allri. 10. apríl 2018 12:42 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira
Banna pálmaolíu í vörum Iceland af umhverfisástæðum Framleiðsla pálmaolíu veldur gríðarlegum umhverfisspjöllum í Asíu og á jörðinni allri. 10. apríl 2018 12:42