Átök um förgun 250 skrautfugla Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. júní 2018 18:39 Matvælastofnun ákvað í dag að farga 250 innfluttum skrautfuglum sem hafa verið í sóttkví í Dýraríkinu síðustu mánuði. Ástæðan séu ítrekuð brot innflytjanda á þeim skilyrðum sem sett voru fyrir innflutningnum. Lögfræðingar Mast og Dýraríkisins tókust harkalega á um ákvörðunina í versluninni í dag. Eigandi varnaði dýralækni inngöngu í sóttkvínna og var lögregla kölluð til sem frestaði aðgerðum í málinu. Eigendur Dýraríkisins hafa síðustu mánuði staðið í deilum við Matvælastofnun vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að farga þurfi innfluttum skrautfuglum eða flytja úr landi ella. Ástæðan er sú að fuglamítill fannst á einum þeirra. Þeir hafa haldið því fram að hægt sé að meðhöndla fuglana við meintu smiti og kærðu ákvörðun MAST til Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytisins. MAST hefur hinsvegar haldið því fram að ekki sé nógu tryggt að meðhöndlun beri árangur. Fuglarnir voru upphaflega um 360 en hefur fækkað um ríflega þriðjung. Starfsfólk Matvælastofnunar kom svo í verslunina í dag til að farga fuglunum og gaf eigendum um hálftíma til andmæla að sögn eigenda. Þórarinn Þór einn eigandi Dýraríkisins sagði andmælaréttinn alltof stuttan. „Þeir hafa gefið okkur frest til hálf þrjú í dag til andmæla eða tæpan hálftíma sem er heldur stuttur andmælafrestur og til að koma í veg fyrir þetta boðaði ég lögreglu og lögmann minn á svæðið,“ sagði Þórarinn. Árni Stefán Árnason, lögfræðingur Dýraríkisins, mótmælti harðlega stuttum andmælarétti. „Aðgangsharka Matvælastofnunar er fyrir neðan allar hellur finnst mér,“ sagði hann. Einar Örn Thorlacius, lögmaður Matvælastofnunar, afhenti Árna ákvörðun sína en vildi ekki tjá sig við fréttastofu. Lögfræðingarnir tókust harkalega á en eftir orðaskak ákvað MAST að láta til skara stríða og farga fuglunum. Þá tók eigandi Dýraríkisins á það ráð að læsa hurðinni að sóttkvínni og því þurfti starfsfólk MAST að kalla til lögreglu. Eftir að lögregla hafði kannað málið komst loks niðurstaða í það í bili og var því frestað til morguns. Fréttatilkynning frá MAST vegna málsinsÍ fréttatilkynningu frá MAST kemur eftirfarandi fram: Í dag tilkynnti Matvælastofnun innflytjendum búrfugla um þá ákvörðun sína að draga tilbaka heimild til innflutnings á búrfuglum sem verið hafa í sóttkví síðan í febrúar. Ástæðan eru ítrekuð brot innflytjanda á þeim skilyrðum sem sett voru fyrir innflutningnum.Við nýlega skoðun Matvælastofnunar kom í ljós að um þriðjung af þeim fuglum sem áttu að vera eftir í sóttkvínni vantaði og að innflytjandi hafði ekki gert grein fyrir afdrifum þeirra. Til stóð að aflífa þá fugla sem eftir voru í sóttkvínni í dag en innflytjandi neitaði starfsfólki Matvælastofnunar um aðgang. Lögregla var kölluð til en mun væntanlega skera úr um aðgang Matvælastofnunar að sóttkvínni á morgun. Hér er um að ræða sóttkví sem heyrir undir eftirlit Matvælastofnunar skv. reglugerð 432/2003 um einangrunarstöðvar og sóttkvíar fyrir gæludýr. Með því að meina stofnuninni um aðgang er komið í veg fyrir að stofnunin geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu um smitvarnir.Matvælastofnun gaf út skilyrt innflutningsleyfi fyrir 328 fuglum 13. febrúar sl. Fuglarnir komu til landsins 14. febrúar og reyndust þá vera 358. Þeir hafa síðan verið í sóttkví í húsakynnum innflytjanda, samkvæmt fyrirmælum stofnunarinnar. Meðal skilyrða sem gilda um slíka sóttkví er að komi upp veikindi eða slys hjá fugli skuli tilkynna það til Matvælastofnunar svo fljótt sem auðið er. Jafnframt er tekið fram að ef fugl drepst í sóttkví skuli hann krufinn. Við eftirlit í sóttkvínni sl. föstudag kom í ljós að fjöldi fugla var aðeins 232, sem er 126 fuglum færra en í upphafi. Innflytjandi hafði aðeins tilkynnt um einn dauðan fugl til Matvælastofnunar en afhent samtals 13 hræ í eftirlitsheimsóknum stofnunarinnar. Auk þess höfðu þrír fuglar verið aflífaðir í rannsóknartilgangi. Um afdrif 110 fugla er því ekki vitað en að sögn innflytjanda höfðu þeir drepist og hræjum þeirra þegar verið eytt í sorpbrennslustöð. Með því að fara leynt með fugladauðann hefur innflytjandi komið í veg fyrir að rannsókn á orsökum hans geti farið fram. Það er því álit Matvælastofnunar að um alvarlegt brot á skilyrðum innflutningsheimildar sé að ræða. Stofnunin hefur kannað möguleika á að senda fuglana aftur til upprunalandsins en það krefst vottunar á heilbrigði fuglanna sem er í ljósi hárrar dauðatíðni ekki hægt að gefa út. Því sér stofnunin þann eina kost í stöðunni að aflífa þá fugla sem eftir eru í sóttkvínni.Í vetur, stuttu eftir komu fuglanna, greindist mítillinn Ornithonyssuss sylviarium á fugli sem hafði drepist í sóttkvínni. Það sníkjudýr hefur ekki fundist á fuglum hér á landi. Hann getur haft alvarleg áhrif á heilsu og velferð fugla og því mikilvægt að koma í veg fyrir að hann berist til landsins. Í ljósi þess að ekki er hægt að tryggja útrýmingu mítilsins með meðhöndlun, ákvað Matvælastofnun að hafna innflutningi á þessum fuglahópi og gaf innflytjanda kost á að flytja fuglana úr landi eða aflífa þá. Sú ákvörðun var kærð til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Fallist var á frestun réttaráhrifa á meðan beðið var endanlegs úrskurðar í því máli, sem er skýringin á því að fuglarnir voru enn í sóttkví. Ákvörðun Matvælastofnunar nú byggir hins vegar á ítrekuðum brotum innflutningsaðila á skilyrðum innflutningsleyfis sem stofnunin hafði gefið út. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Matvælastofnun ákvað í dag að farga 250 innfluttum skrautfuglum sem hafa verið í sóttkví í Dýraríkinu síðustu mánuði. Ástæðan séu ítrekuð brot innflytjanda á þeim skilyrðum sem sett voru fyrir innflutningnum. Lögfræðingar Mast og Dýraríkisins tókust harkalega á um ákvörðunina í versluninni í dag. Eigandi varnaði dýralækni inngöngu í sóttkvínna og var lögregla kölluð til sem frestaði aðgerðum í málinu. Eigendur Dýraríkisins hafa síðustu mánuði staðið í deilum við Matvælastofnun vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að farga þurfi innfluttum skrautfuglum eða flytja úr landi ella. Ástæðan er sú að fuglamítill fannst á einum þeirra. Þeir hafa haldið því fram að hægt sé að meðhöndla fuglana við meintu smiti og kærðu ákvörðun MAST til Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytisins. MAST hefur hinsvegar haldið því fram að ekki sé nógu tryggt að meðhöndlun beri árangur. Fuglarnir voru upphaflega um 360 en hefur fækkað um ríflega þriðjung. Starfsfólk Matvælastofnunar kom svo í verslunina í dag til að farga fuglunum og gaf eigendum um hálftíma til andmæla að sögn eigenda. Þórarinn Þór einn eigandi Dýraríkisins sagði andmælaréttinn alltof stuttan. „Þeir hafa gefið okkur frest til hálf þrjú í dag til andmæla eða tæpan hálftíma sem er heldur stuttur andmælafrestur og til að koma í veg fyrir þetta boðaði ég lögreglu og lögmann minn á svæðið,“ sagði Þórarinn. Árni Stefán Árnason, lögfræðingur Dýraríkisins, mótmælti harðlega stuttum andmælarétti. „Aðgangsharka Matvælastofnunar er fyrir neðan allar hellur finnst mér,“ sagði hann. Einar Örn Thorlacius, lögmaður Matvælastofnunar, afhenti Árna ákvörðun sína en vildi ekki tjá sig við fréttastofu. Lögfræðingarnir tókust harkalega á en eftir orðaskak ákvað MAST að láta til skara stríða og farga fuglunum. Þá tók eigandi Dýraríkisins á það ráð að læsa hurðinni að sóttkvínni og því þurfti starfsfólk MAST að kalla til lögreglu. Eftir að lögregla hafði kannað málið komst loks niðurstaða í það í bili og var því frestað til morguns. Fréttatilkynning frá MAST vegna málsinsÍ fréttatilkynningu frá MAST kemur eftirfarandi fram: Í dag tilkynnti Matvælastofnun innflytjendum búrfugla um þá ákvörðun sína að draga tilbaka heimild til innflutnings á búrfuglum sem verið hafa í sóttkví síðan í febrúar. Ástæðan eru ítrekuð brot innflytjanda á þeim skilyrðum sem sett voru fyrir innflutningnum.Við nýlega skoðun Matvælastofnunar kom í ljós að um þriðjung af þeim fuglum sem áttu að vera eftir í sóttkvínni vantaði og að innflytjandi hafði ekki gert grein fyrir afdrifum þeirra. Til stóð að aflífa þá fugla sem eftir voru í sóttkvínni í dag en innflytjandi neitaði starfsfólki Matvælastofnunar um aðgang. Lögregla var kölluð til en mun væntanlega skera úr um aðgang Matvælastofnunar að sóttkvínni á morgun. Hér er um að ræða sóttkví sem heyrir undir eftirlit Matvælastofnunar skv. reglugerð 432/2003 um einangrunarstöðvar og sóttkvíar fyrir gæludýr. Með því að meina stofnuninni um aðgang er komið í veg fyrir að stofnunin geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu um smitvarnir.Matvælastofnun gaf út skilyrt innflutningsleyfi fyrir 328 fuglum 13. febrúar sl. Fuglarnir komu til landsins 14. febrúar og reyndust þá vera 358. Þeir hafa síðan verið í sóttkví í húsakynnum innflytjanda, samkvæmt fyrirmælum stofnunarinnar. Meðal skilyrða sem gilda um slíka sóttkví er að komi upp veikindi eða slys hjá fugli skuli tilkynna það til Matvælastofnunar svo fljótt sem auðið er. Jafnframt er tekið fram að ef fugl drepst í sóttkví skuli hann krufinn. Við eftirlit í sóttkvínni sl. föstudag kom í ljós að fjöldi fugla var aðeins 232, sem er 126 fuglum færra en í upphafi. Innflytjandi hafði aðeins tilkynnt um einn dauðan fugl til Matvælastofnunar en afhent samtals 13 hræ í eftirlitsheimsóknum stofnunarinnar. Auk þess höfðu þrír fuglar verið aflífaðir í rannsóknartilgangi. Um afdrif 110 fugla er því ekki vitað en að sögn innflytjanda höfðu þeir drepist og hræjum þeirra þegar verið eytt í sorpbrennslustöð. Með því að fara leynt með fugladauðann hefur innflytjandi komið í veg fyrir að rannsókn á orsökum hans geti farið fram. Það er því álit Matvælastofnunar að um alvarlegt brot á skilyrðum innflutningsheimildar sé að ræða. Stofnunin hefur kannað möguleika á að senda fuglana aftur til upprunalandsins en það krefst vottunar á heilbrigði fuglanna sem er í ljósi hárrar dauðatíðni ekki hægt að gefa út. Því sér stofnunin þann eina kost í stöðunni að aflífa þá fugla sem eftir eru í sóttkvínni.Í vetur, stuttu eftir komu fuglanna, greindist mítillinn Ornithonyssuss sylviarium á fugli sem hafði drepist í sóttkvínni. Það sníkjudýr hefur ekki fundist á fuglum hér á landi. Hann getur haft alvarleg áhrif á heilsu og velferð fugla og því mikilvægt að koma í veg fyrir að hann berist til landsins. Í ljósi þess að ekki er hægt að tryggja útrýmingu mítilsins með meðhöndlun, ákvað Matvælastofnun að hafna innflutningi á þessum fuglahópi og gaf innflytjanda kost á að flytja fuglana úr landi eða aflífa þá. Sú ákvörðun var kærð til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Fallist var á frestun réttaráhrifa á meðan beðið var endanlegs úrskurðar í því máli, sem er skýringin á því að fuglarnir voru enn í sóttkví. Ákvörðun Matvælastofnunar nú byggir hins vegar á ítrekuðum brotum innflutningsaðila á skilyrðum innflutningsleyfis sem stofnunin hafði gefið út.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira