Innlent

Allt að 20 stiga hiti í dag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Veðrið verður, eftir sem áður, best á Austurlandi í dag.
Veðrið verður, eftir sem áður, best á Austurlandi í dag. Vísir/Vilhelm
Í dag hlýnar víða á landinu og má búast við allt að 20 stiga hita í innsveitum á austanverðu landinu. Vestantil er áfram skýjað og einhverrar úrkomu að vænta, einkum síðdegis.

Á morgun hvessir af suðaustri með rigningu sunnan og vestanlands en áfram er útlit fyrir fínasta sumarveður norðaustantil.

Þá er jafnframt ekki merki um umbreytingar í veðurlagi þar eð hæðarsvæði eru áfram yfir Skandinavíu og Bretlandseyjum og lægðabrautin því nokkuð ákveðin yfir landið.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag:

Suðlæg átt 3-8 m/s og bjart N- og A-lands. Skýjað með köflum og þurrt S- og V-til í fyrstu, en gengur í suðaustan 5-13 þar síðdegis með rigningu, hvassast við ströndina. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast í innsveitum NA-lands.

Á föstudag:

Suðlæg átt 3-10 m/s og rigning, einkum um landið V-vert, en bjartviðri NA-til. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:

Suðvestlæg átt og víða lítilsháttar væta í flestum landshlutum en lengst af úrkomulítið austast. Hiti 10 til 16 stig.

Á sunnudag:

Hægt vaxandi sunnanátt og skýjað með köflum, en fer að rigna vestanlands um undir kövld. Hlýnar heldur.

Á mánudag:

Útlit fyrir suðlæga átt og rigningu en styttir upp og rofar til síðdegis. Áfram fremur hlýtt í veðri.  Á þriðjudag: Útlit fyrir suðaustlæga átt, rigningu í fyrstu og heldur kólnandi veður. Úrkomulítið síðdegis, einkum NA-til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×