Innlent

Um þrjátíu nefndir ráðuneyta í trássi við jafnréttislög

Sveinn Arnarsson skrifar
Hlutur kvenna í nefndaskipan 2017 var 48 prósent.
Hlutur kvenna í nefndaskipan 2017 var 48 prósent. Fréttablaðið/Stefán
Af þeim 170 nefndum sem ráðuneyti skipuðu á árinu 2017 uppfylla aðeins fjórar af hverjum fimm nefndum lög um jafna skiptingu kvenna og karla. 31 nefnd er ekki skipuð í samræmi við lögin um að gæta skuli þess að hlutfall kynjanna sé sem jafnast í nefndum og ráðum á vegum ríkis og sveitarfélaga.

Kynjakvóti var leiddur í lög í fyrsta skipti árið 2008 með jafnréttislögunum. Þegar á heildina er litið er staðan með ágætum. Hins vegar er það svo að öll ráðuneyti hafa flaskað á að fylgja þessum lögum. Af þessari 31 nefnd sem er ekki rétt skipuð eru níu skipaðar af velferðarráðuneytinu, sex af ráðuneyti atvinnuvega- og nýsköpunar og fimm af fjármálaráðuneytinu.

Þetta kemur fram í skýrslu Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna árið 2017 sem kom út í mánuðinum. Jafnréttisstofa birtir skýrsluna í sjötta sinn en stofnunin hefur eftirlit með framkvæmd jafnréttislaga.

„Þegar litið er til meðaltals á skiptingu nefndarsæta í öllum ráðuneytum eftir kyni kemur í ljós að á árinu 2017 var hlutur kvenna 48% og hlutur karla 52%. Meðaltalið er þó ólíkt milli ráðuneyta og mikilvægt að skoða hvert ráðuneyti fyrir sig,“ segir í skýrslu Jafnréttisstofu.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×