Fólk í fangaklefa sem á ekkert erindi þangað Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. mars 2018 19:37 Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er sett í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. Dæmi eru um að fólk í slíku úrræði náð að skaða sig illa. Umræðan um geðheilbrigðismál fanga hefur verið áberandi að undanförnu en margir telja geðheilbrigðisþjónustu á þessu sviði í rúst. Í Fréttablaðinu í dag segir að Ríkisendurskoðun komi til með að skila skýrslu til Alþingis í lok mánaðarins um geðheilbrigðisþjónustu fanga en stofnunin ákvað í haust að hefja aðalúttekt um þjónustuna. Í þessum málum er um að ræða fanga sem eru að taka út sinn dóm í fangelsum. Algjört úrræðaleysi er hins vegar fyrir einstaklinga sem lögreglan þarf að takast á við og jafnvel vista til skamms tíma í fangaklefa. „Lögregla er oft einn af fyrstu aðilunum sem að er með snertiflöt við fólk sem að er í geðrofi,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Eiga þessir einstaklingar heima í fangaklefa? „Að mati lögreglunnar er svo ekki og við reynum að gera allt sem að í okkar valdi stendur til að leysa verkefnin á anna hátt,“ segir Ásgeir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa komið upp í það minnst þrjú alvarleg tilfelli á síðasta mánuði, í skammtímavistun einstaklinga í fangaklefa, sem hafa reynt og jafnvel náð að skaða sig illa. Ásgeir segir að um sé að ræða fólk sem átti ekkert erindi í fangaklefa. Í nær öllum tilfellum fæst einstaklingur sem er í geðrofi og er einnig undir áhrifum vímuefna ekki vistun á heilbrigðisstofnun og endar því í fangaklefa. „Það gerist oft, jafnvel tvisvar til þrisvar sinnum í viku, að við séum með einstakling hjá okkur sem að við teljum að ætti ekki erindi að vera hjá okkur,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að stundum verði árekstrar í samskiptum lögreglu og heilbrigðisyfirvalda þegar báðir aðilar telja sig ekki eiga sinna fólki í þessu ástandi. „Við getum leitað til geðdeildarinnar milli klukkan tólf á daginn og sjö á kvöldin. Ef að við erum með einstakling sem að við teljum að þurfi á geðlæknisþjónustu að halda, þá þurfum við að fara með hann á sjúkrahús hérna á höfuðborgarsvæðinu í gegnum bráðamóttöku,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir lögregluna reyna takast á við þessi tilfelli og sinna fólki í geðrofi er stjórnvöl verði að bregðast við. „Það eru til kerfi erlendis, þar sem að er vafi um hvort að einstaklingur ætti að vera hjá lögreglu eða innan heilbrigðiskerfisins að þá kemur starfsmaður heilbrigðiskerfisins á lögreglustöð, og ef að hann metur svo að þessi einstaklingur eigi heima inna heilbrigðiskerfisins á þá jafnvel hefur kerfið þrjátíu mínútur til þess að búa til úrræði,“ segir Ásgeir. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir úrræðaleysi fyrir fólk í geðrofi sem jafnvel er sett í fangaklefa þar sem það á ekkert erindi. Dæmi eru um að fólk í slíku úrræði náð að skaða sig illa. Umræðan um geðheilbrigðismál fanga hefur verið áberandi að undanförnu en margir telja geðheilbrigðisþjónustu á þessu sviði í rúst. Í Fréttablaðinu í dag segir að Ríkisendurskoðun komi til með að skila skýrslu til Alþingis í lok mánaðarins um geðheilbrigðisþjónustu fanga en stofnunin ákvað í haust að hefja aðalúttekt um þjónustuna. Í þessum málum er um að ræða fanga sem eru að taka út sinn dóm í fangelsum. Algjört úrræðaleysi er hins vegar fyrir einstaklinga sem lögreglan þarf að takast á við og jafnvel vista til skamms tíma í fangaklefa. „Lögregla er oft einn af fyrstu aðilunum sem að er með snertiflöt við fólk sem að er í geðrofi,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Eiga þessir einstaklingar heima í fangaklefa? „Að mati lögreglunnar er svo ekki og við reynum að gera allt sem að í okkar valdi stendur til að leysa verkefnin á anna hátt,“ segir Ásgeir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa komið upp í það minnst þrjú alvarleg tilfelli á síðasta mánuði, í skammtímavistun einstaklinga í fangaklefa, sem hafa reynt og jafnvel náð að skaða sig illa. Ásgeir segir að um sé að ræða fólk sem átti ekkert erindi í fangaklefa. Í nær öllum tilfellum fæst einstaklingur sem er í geðrofi og er einnig undir áhrifum vímuefna ekki vistun á heilbrigðisstofnun og endar því í fangaklefa. „Það gerist oft, jafnvel tvisvar til þrisvar sinnum í viku, að við séum með einstakling hjá okkur sem að við teljum að ætti ekki erindi að vera hjá okkur,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að stundum verði árekstrar í samskiptum lögreglu og heilbrigðisyfirvalda þegar báðir aðilar telja sig ekki eiga sinna fólki í þessu ástandi. „Við getum leitað til geðdeildarinnar milli klukkan tólf á daginn og sjö á kvöldin. Ef að við erum með einstakling sem að við teljum að þurfi á geðlæknisþjónustu að halda, þá þurfum við að fara með hann á sjúkrahús hérna á höfuðborgarsvæðinu í gegnum bráðamóttöku,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir lögregluna reyna takast á við þessi tilfelli og sinna fólki í geðrofi er stjórnvöl verði að bregðast við. „Það eru til kerfi erlendis, þar sem að er vafi um hvort að einstaklingur ætti að vera hjá lögreglu eða innan heilbrigðiskerfisins að þá kemur starfsmaður heilbrigðiskerfisins á lögreglustöð, og ef að hann metur svo að þessi einstaklingur eigi heima inna heilbrigðiskerfisins á þá jafnvel hefur kerfið þrjátíu mínútur til þess að búa til úrræði,“ segir Ásgeir.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira