Jepplingur sem konan var á hafnaði utan vegar og valt austan megin í skarðinu. Hún var fyrst flutt með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar og þaðan til Reykjavíkur, þar eð meiðsl hennar eru talin alvarleg.
Unnið er að rannsókn á tildrögum slyssins en engar niðurstöður liggja fyrir að svö stöddu, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.