Erlent

Breskur ráðherra segir af sér vegna Brexit

Atli Ísleifsson skrifar
Jo Johnson er bróðir Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og eins harðasta talsmanns Brexit-sinna.
Jo Johnson er bróðir Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og eins harðasta talsmanns Brexit-sinna. Getty/Ian Forsyth
Jo Johnson, samgönguráðherra Bretlands, hefur sagt af sér embætti og hvatt til þess að breska þjóðin fái annað tækifæri til að segja skoðun sína á væntanlegri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

Johnson, sem er bróðir utanríkisráðherrans fyrrverandi, Boris Johnson, segir Bretland vera á leið í ógöngur í Brexit-ferlinu sem muni leiða til að landið festist í viðjum þess að vera undirlægjur Evrópusambandsins.

Johnson segir það nauðsynlegt að leita aftur til þjóðarinnar til að kanna hvort hún sé sátt við að halda áfram á þessari braut. Hann barðist fyrir því að Bretland yrði áfram aðildarríki ESB, en Boris, sem sagði af sér sem utanríkisráðherra síðasta sumar, var einn harðasti talsmaður útgöngusinna.

Bretland mun að óbreyttu ganga úr Evrópusambandinu þann 29. mars næstkomandi og reyna nú samningamenn breskra stjórnvalda og ESB að ná saman um samning um hvernig útgöngunni skuli háttað.


Tengdar fréttir

Hundruð þúsunda fylktu liði gegn Brexit

Um það bil 700 þúsund manns marseruðu í dag um miðborg London og kröfðust þess að kosið yrði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit. Slíkur fjöldi hefur ekki sést í mótmælagöngu í London síðan árið 2003, þegar Íraksstríðinu var mótmælt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×