Ein besta knattspyrnukona sögunnar blótar FIFA í opinskáu viðtali Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 09:00 Abby Wambach. Vísir/Getty Abby Wambach átti magnaðan fótboltaferil á sínum tíma en hún er líka mjög litríkur karakter sem er óhrædd við að segja sína skoðun. Það þarf því ekki að koma á óvart að hún láti ýmislegt flakka í hlaðvarpsþættinum hjá Planet Fútbol enda er þessi knattspyrnugoðsögn ekki sátt við slaka frammistaðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins við að bæta stöðu kvenna. Abby Wambach lætur nefnilega FIFA heldur betur heyra það í viðtalinu en þar talar hún einnig um nýja starf sitt, eiginkonu sína sem er metsöluhöfundur og bókina sem hún gefur út í apríl sem heitir: Wolfpack: How Women Claim Power, Unite and Change the Game. Abby Wambach skoraði á sínum tíma 184 mörk í 256 landsleikjum fyrir Bandaríkin en engin annar, hvorki karl né kona, hefur skorað fleiri landsliðsmörk í sögunni. Wambach skoraði mörkin sín á árunum 2001 til 2015 en hún varð einu sinni heimsmeistari og vann auk þess tvö Ólympíugull á landsliðsferli sínum. Abby Wambach lætur forráðamenn FIFA heyra það í viðtalinu en hún er sérstaklega óánægð með tvennt. Í fyrsta lagi það að FIFA leyfi úrslitaleiki í tveimur öðrum stórmótum fara fram á sama tíma og úrslitaleikur HM kvenna næsta sumar en í öðru lagi grillar hún FIFA fyrir þá staðreynd að munurinn á verðlaunafé karla- og kvennaliða hafi verið að aukast síðustu fjögur ár. „Ég veit ekki hvort ég megi blóta í þessu hlaðvarpi en þetta er algjör andskotans rugl. Ég er miklu meira en reið yfir því að konur þurfi að deila deginum með úrslitaleiknum með tveimur öðrum stórmótum. Það er einn mesti löðrungur sem FIFA getur gefið konum,“ sagði Abby Wambach meðal annars.Abby Wambach fagnar heimsmeistaratitli með liðsfélögum sínum.Vísir/GettyÚrslitleikur Copa América og úrslitaleikur Gold Cup fara fram á sama degi og úrslitaleikur HM kvenna sem verður haldin í Frakklandi næsta sumar. „Ég þori vanalega að láta flest flakka og ég er núna að reyna að hugsa upp bestu leiðina fyrir herferð sem myndi sniðganga alla styrktaraðilia FIFA. Það er mín skoðun að þetta skiptir engu máli fyrir FIFA fyrr en þeir finna fyrir því fjárhagslega. Það er samt ekki eins og þá vanti pening því FIFA á sko nóg af peningum,“ sagði Wambach en hún er líka mjög ósátt með þá staðreynd að munurinn á verðlaunafé karla og kvenna er enn að aukast. „Svo taka þeir upp á því að auka verðlaunaféð hjá konunum en bíddu, skoðum það aðeins betur. Þeir eru í raun að auka muninn á milli verðlaunafés karla og kvenna. Hvaða breytingu eru menn að reyna að gera og hvers konar skilaboð eru menn að senda,“ spyr Wambach og bætti við: „Við erum endalaust að fá þessi skilaboð frá FIFA og frá stjórnvöldum að konur séu minni mannverur. Ég veit ekki hvenær það endar og ég veit ekki hvernig í andskotanum við fáum FIFA til að taka ábyrgð í þessu máli,“ sagði Wambach. Það má hlusta á hlaðvarpsviðtalið við Abby Wambach hér fyrir neðan. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Abby Wambach átti magnaðan fótboltaferil á sínum tíma en hún er líka mjög litríkur karakter sem er óhrædd við að segja sína skoðun. Það þarf því ekki að koma á óvart að hún láti ýmislegt flakka í hlaðvarpsþættinum hjá Planet Fútbol enda er þessi knattspyrnugoðsögn ekki sátt við slaka frammistaðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins við að bæta stöðu kvenna. Abby Wambach lætur nefnilega FIFA heldur betur heyra það í viðtalinu en þar talar hún einnig um nýja starf sitt, eiginkonu sína sem er metsöluhöfundur og bókina sem hún gefur út í apríl sem heitir: Wolfpack: How Women Claim Power, Unite and Change the Game. Abby Wambach skoraði á sínum tíma 184 mörk í 256 landsleikjum fyrir Bandaríkin en engin annar, hvorki karl né kona, hefur skorað fleiri landsliðsmörk í sögunni. Wambach skoraði mörkin sín á árunum 2001 til 2015 en hún varð einu sinni heimsmeistari og vann auk þess tvö Ólympíugull á landsliðsferli sínum. Abby Wambach lætur forráðamenn FIFA heyra það í viðtalinu en hún er sérstaklega óánægð með tvennt. Í fyrsta lagi það að FIFA leyfi úrslitaleiki í tveimur öðrum stórmótum fara fram á sama tíma og úrslitaleikur HM kvenna næsta sumar en í öðru lagi grillar hún FIFA fyrir þá staðreynd að munurinn á verðlaunafé karla- og kvennaliða hafi verið að aukast síðustu fjögur ár. „Ég veit ekki hvort ég megi blóta í þessu hlaðvarpi en þetta er algjör andskotans rugl. Ég er miklu meira en reið yfir því að konur þurfi að deila deginum með úrslitaleiknum með tveimur öðrum stórmótum. Það er einn mesti löðrungur sem FIFA getur gefið konum,“ sagði Abby Wambach meðal annars.Abby Wambach fagnar heimsmeistaratitli með liðsfélögum sínum.Vísir/GettyÚrslitleikur Copa América og úrslitaleikur Gold Cup fara fram á sama degi og úrslitaleikur HM kvenna sem verður haldin í Frakklandi næsta sumar. „Ég þori vanalega að láta flest flakka og ég er núna að reyna að hugsa upp bestu leiðina fyrir herferð sem myndi sniðganga alla styrktaraðilia FIFA. Það er mín skoðun að þetta skiptir engu máli fyrir FIFA fyrr en þeir finna fyrir því fjárhagslega. Það er samt ekki eins og þá vanti pening því FIFA á sko nóg af peningum,“ sagði Wambach en hún er líka mjög ósátt með þá staðreynd að munurinn á verðlaunafé karla og kvenna er enn að aukast. „Svo taka þeir upp á því að auka verðlaunaféð hjá konunum en bíddu, skoðum það aðeins betur. Þeir eru í raun að auka muninn á milli verðlaunafés karla og kvenna. Hvaða breytingu eru menn að reyna að gera og hvers konar skilaboð eru menn að senda,“ spyr Wambach og bætti við: „Við erum endalaust að fá þessi skilaboð frá FIFA og frá stjórnvöldum að konur séu minni mannverur. Ég veit ekki hvenær það endar og ég veit ekki hvernig í andskotanum við fáum FIFA til að taka ábyrgð í þessu máli,“ sagði Wambach. Það má hlusta á hlaðvarpsviðtalið við Abby Wambach hér fyrir neðan.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti