Framsýn íhugar að skilja sig frá Starfsgreinasambandinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. desember 2018 22:19 Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar. Visir/VÖLUNDUR JÓNSSON Stéttarfélagið Framsýn hefur samþykkt að draga til baka samningsumboð Starfsgreinasambands Íslands fyrir sína hönd til baka, miði samningaviðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins ekki áfram í byrjun næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins sem barst fréttastofu nú í kvöld. Í tilkynningunni segir að á baráttufundi sem Framsýn boðaði til í dag með stjórn félagsins, trúnaðarráði, samninganefnd, trúnaðarmönnum og stjórn Framsýnar-ung hafi komið í ljós mikil óánægja með stöðu mála og að ekki hefði náðst samstaða innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands að vísa deilunni til ríkissáttasemjara fyrir jól. Þá hafi fundarmenn verið á einu máli um að veita formanni Framsýnar fullt umboð til að draga samningsumboðið til baka frá Starfsgreinasambandi Íslands komist ekki skriður á kjaraviðræður í byrjun janúar eða Starfsgreinasambandið verði ekki þá þegar búið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Framsýn sendi þá frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna málsins:Framsýn stéttarfélag kallar eftir ábyrgð Samtaka atvinnulífsins vegna yfirstandandi kjaraviðræðna samtakanna og Starfsgreinasambands Íslands.Gegn vilja Framsýnar samþykkti meirihluti aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands að segja ekki upp kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins í febrúar 2018 þrátt fyrir að forsendur samninga væru brostnar.Á sama tíma lýstu Samtök atvinnulífsins því yfir að mikilvægt væri að hefja viðræður strax með það að markmiði að klára gerð kjarasamninga fyrir áramót. Því miður hafa samtökin ekki staðið við fyrri yfirlýsingar og lítill vilji virðist vera til þess að ganga frá kjarasamningi á nótum kröfugerðar Starfsgreinasambandsins sem byggir á sanngirni og opinberum viðmiðum varðandi framfærsluþörf einstaklinga.Ekki síst í ljósi þessa hafa þegar tvö af aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins dregið samningsumboðið til baka og vísað kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. Það er skoðun Framsýnar að Starfsgreinasamband Íslands eigi að vísa deilunni þegar í stað til ríkissáttasemjara. Fyrir liggur að atvinnulífið sparar sér um 4 milljarða á mánuði meðan ekki er samið. Á sama tíma eru félagsmenn Starfsgreinasambandsins samningslausir og verða af launahækkunum 1. janúar 2019.Framsýn felur formanni að draga samningsumboð félagsins til baka frá Starfsgreinasambandi Íslands komist ekki skriður á kjaraviðræður í byrjun janúar eða Starfsgreinasambandið verði ekki þá þegar búið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Kjaramál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stéttarfélagið Framsýn hefur samþykkt að draga til baka samningsumboð Starfsgreinasambands Íslands fyrir sína hönd til baka, miði samningaviðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins ekki áfram í byrjun næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins sem barst fréttastofu nú í kvöld. Í tilkynningunni segir að á baráttufundi sem Framsýn boðaði til í dag með stjórn félagsins, trúnaðarráði, samninganefnd, trúnaðarmönnum og stjórn Framsýnar-ung hafi komið í ljós mikil óánægja með stöðu mála og að ekki hefði náðst samstaða innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands að vísa deilunni til ríkissáttasemjara fyrir jól. Þá hafi fundarmenn verið á einu máli um að veita formanni Framsýnar fullt umboð til að draga samningsumboðið til baka frá Starfsgreinasambandi Íslands komist ekki skriður á kjaraviðræður í byrjun janúar eða Starfsgreinasambandið verði ekki þá þegar búið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Framsýn sendi þá frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna málsins:Framsýn stéttarfélag kallar eftir ábyrgð Samtaka atvinnulífsins vegna yfirstandandi kjaraviðræðna samtakanna og Starfsgreinasambands Íslands.Gegn vilja Framsýnar samþykkti meirihluti aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands að segja ekki upp kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins í febrúar 2018 þrátt fyrir að forsendur samninga væru brostnar.Á sama tíma lýstu Samtök atvinnulífsins því yfir að mikilvægt væri að hefja viðræður strax með það að markmiði að klára gerð kjarasamninga fyrir áramót. Því miður hafa samtökin ekki staðið við fyrri yfirlýsingar og lítill vilji virðist vera til þess að ganga frá kjarasamningi á nótum kröfugerðar Starfsgreinasambandsins sem byggir á sanngirni og opinberum viðmiðum varðandi framfærsluþörf einstaklinga.Ekki síst í ljósi þessa hafa þegar tvö af aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins dregið samningsumboðið til baka og vísað kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. Það er skoðun Framsýnar að Starfsgreinasamband Íslands eigi að vísa deilunni þegar í stað til ríkissáttasemjara. Fyrir liggur að atvinnulífið sparar sér um 4 milljarða á mánuði meðan ekki er samið. Á sama tíma eru félagsmenn Starfsgreinasambandsins samningslausir og verða af launahækkunum 1. janúar 2019.Framsýn felur formanni að draga samningsumboð félagsins til baka frá Starfsgreinasambandi Íslands komist ekki skriður á kjaraviðræður í byrjun janúar eða Starfsgreinasambandið verði ekki þá þegar búið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara.
Kjaramál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent