Flautukarfa afgreiddi LeBron-lausa Lakers-menn og Harden er í ham | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. desember 2018 07:30 Kyrie Irving sækir á James Harden í nótt. getty/Tim Warner LeBron James var hvíldur í nótt þegar að LA Lakers tapaði fyrir Sacramento Kings, 117-116, en sigurkörfuna skoraði Bogdan Bogdanovic fyrir utan þriggja stiga línuna um leið og leiktíminn rann út. Lakers-liðið án LeBron var í fínum málum í fjórða leikhluta þar sem að það leiddi mest með fimmtán stigum en gestirnir komu til baka og unnu á dramatískan hátt með flautukörfu fyrir utan þriggja stiga línuna. Kyle Kuzma var stigahæstur Lakers-liðsins með 33 stig auk þess sem að hann tók níu fráköst en Bogdanovic kom frábær inn af bekknum fyrir Sacramento og skoraði 23 stig en annars spiluðu gestirnir vel og voru sex leikmenn sem skoruðu yfir tug stiga.Golden State Warriors tapaði öðrum leiknum í röð í nótt þegar að liðið lá heima fyrir Portland Trail Blazers, 110-109, í öðrum dramatískum leik sem að fór í framlengingu. Damian Lillard skoraði þriggja stiga körfu fyrir gestina þegar að 6,3 sekúndur voru eftir af framlengingunni en það reyndist sigurkarfan því að Kevin Durant klúðraði löngu stökkskoti fyrir sigrinum um leið og leiktíminn rann út. Lillard skoraði 21 stig í heimabænum sínum en Jusuf Nurkic var stigahæstur Portland-manna með 27 stig. Steph Curry skoraði 29 stig fyrir Golden State og var nálægt því að leggja upp sigurkörfuna í venjulegum leiktíma en hann skoraði þá úr innkasti sem Draymond Green tókst ekki að blaka ofan í.James Harden heldur áfram að fara á kostum en hann skoraði yfir 30 stig áttunda leikinn í röð í nótt þegar að Houston valtaði yfir Boston Celtics á heimavelli sínum, 127-113. Harden skoraði 45 stig og gaf sex stoðsendingar og var borubrattur í leikslok. „Auðvitað á að tala um mig sem líklegan besta leikmann deildarinnar. Ég er ekki sá vinsælasti en það stoppar mig ekki í því að gera það sem ég geri öll kvöld,“ sagði Harden. Harden var að spila með mar á kálfa en skoraði samt sem áður 17 stig í fyrsta leikhluta og hitti úr níu af 18 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.Úrslit næturinnar: Houston Rockets - Boston Celtics 127-113 Milwaukee Bucks - NY Knick 112-96 Sacramento Kings - LA Lakers 117-116 Utah Jazz - Philadelphia 76ers 97-114 Golden State Warriors - Portland Trail Blazers 109-110 NBA Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
LeBron James var hvíldur í nótt þegar að LA Lakers tapaði fyrir Sacramento Kings, 117-116, en sigurkörfuna skoraði Bogdan Bogdanovic fyrir utan þriggja stiga línuna um leið og leiktíminn rann út. Lakers-liðið án LeBron var í fínum málum í fjórða leikhluta þar sem að það leiddi mest með fimmtán stigum en gestirnir komu til baka og unnu á dramatískan hátt með flautukörfu fyrir utan þriggja stiga línuna. Kyle Kuzma var stigahæstur Lakers-liðsins með 33 stig auk þess sem að hann tók níu fráköst en Bogdanovic kom frábær inn af bekknum fyrir Sacramento og skoraði 23 stig en annars spiluðu gestirnir vel og voru sex leikmenn sem skoruðu yfir tug stiga.Golden State Warriors tapaði öðrum leiknum í röð í nótt þegar að liðið lá heima fyrir Portland Trail Blazers, 110-109, í öðrum dramatískum leik sem að fór í framlengingu. Damian Lillard skoraði þriggja stiga körfu fyrir gestina þegar að 6,3 sekúndur voru eftir af framlengingunni en það reyndist sigurkarfan því að Kevin Durant klúðraði löngu stökkskoti fyrir sigrinum um leið og leiktíminn rann út. Lillard skoraði 21 stig í heimabænum sínum en Jusuf Nurkic var stigahæstur Portland-manna með 27 stig. Steph Curry skoraði 29 stig fyrir Golden State og var nálægt því að leggja upp sigurkörfuna í venjulegum leiktíma en hann skoraði þá úr innkasti sem Draymond Green tókst ekki að blaka ofan í.James Harden heldur áfram að fara á kostum en hann skoraði yfir 30 stig áttunda leikinn í röð í nótt þegar að Houston valtaði yfir Boston Celtics á heimavelli sínum, 127-113. Harden skoraði 45 stig og gaf sex stoðsendingar og var borubrattur í leikslok. „Auðvitað á að tala um mig sem líklegan besta leikmann deildarinnar. Ég er ekki sá vinsælasti en það stoppar mig ekki í því að gera það sem ég geri öll kvöld,“ sagði Harden. Harden var að spila með mar á kálfa en skoraði samt sem áður 17 stig í fyrsta leikhluta og hitti úr níu af 18 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.Úrslit næturinnar: Houston Rockets - Boston Celtics 127-113 Milwaukee Bucks - NY Knick 112-96 Sacramento Kings - LA Lakers 117-116 Utah Jazz - Philadelphia 76ers 97-114 Golden State Warriors - Portland Trail Blazers 109-110
NBA Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira