Innlent

Síbrotamaður í gæsluvarðhald

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Landsréttur
Landsréttur FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um fjölda afbrota. Maðurinn var í síðasta mánuði dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir umferðar-, fíkni-, hegningar- og vopnalagabrot.

Undanfarna tvo mánuði hefur hann ítrekað verið gripinn með þýfi og fíkniefni í fórum sínum. Þá er hann grunaður um hylmingu, akstur undir áhrifum fíkniefna og nytjastuld.

Lögreglan fór fram á að hann sætti gæsluvarðhaldi þar sem yfirgnæfandi líkur væru á því að hann myndi ella halda brotum sínum áfram. Á þetta féllst héraðsdómari. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms og verður heimilt að hafa manninn í gæsluvarðhaldi til 17. ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×