Úrelt hugsun Kristinn Ingi Jónsson skrifar 26. júlí 2018 07:00 „Hugbúnaður er að éta heiminn,“ sagði fjárfestirinn Marc Andreessen þegar hann var beðinn um að lýsa þeim áhrifum sem hann teldi að tækniframfarir hefðu haft á daglegt líf fólks. Til útskýringar benti hann á að fyrir fimmtán árum hefðu einungis fimmtíu milljónir manna notað internetið en í dag notuðu fjórir milljarðar það. Sú öra tækniþróun sem Andreessen lýsti hefur á síðustu árum brotið niður múra í viðskiptum og gjörbylt verslunarhegðun okkar á áður ófyrirséðan hátt. Tækifærin sem þessar framfarir hafa skapað eru óþrjótandi eins og risafyrirtæki á borð við Apple, Amazon og Alibaba hafa sýnt okkur en að sama skapi hefur tæknin ógnað þeim fyrirtækjum sem hafa ekki lagað sig að breyttum tímum. Sagan geymir fjölmörg dæmi um fyrirtæki sem gnæfðu yfir keppinauta sína allt þar til ný tækni kippti fótunum undan þeim. Nefna mætti Blockbuster, Kodak og Nokia. Sagan kennir okkur að fyrirtæki þurfa annaðhvort að ná aukinni hagkvæmni til þess að standast sífellt harðnandi samkeppni eða verða nýrri tækni að bráð. En það er hins vegar ekki nóg að fyrirtækin bregðist við breyttum aðstæðum. Sömu kröfu þarf jafnframt að gera til þess lagaramma sem fyrirtækjunum er settur. Hann má ekki vera svo stífur að þau geti sig hvergi hreyft. Það skýtur til dæmis skökku við að stjórnvöld skuli ekki taka mið af tækniframförum og aukinni netverslun, sem hafa þurrkað út hefðbundin landamæri, þegar þau skilgreina markaði í samrunamálum. Túlkun stjórnvalda er oft á tíðum úrelt og gamaldags í síbreytilegum heimi. Nýr raunveruleiki kallar á breytta sýn. Það á jafnt við um fyrirtæki og stjórnvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
„Hugbúnaður er að éta heiminn,“ sagði fjárfestirinn Marc Andreessen þegar hann var beðinn um að lýsa þeim áhrifum sem hann teldi að tækniframfarir hefðu haft á daglegt líf fólks. Til útskýringar benti hann á að fyrir fimmtán árum hefðu einungis fimmtíu milljónir manna notað internetið en í dag notuðu fjórir milljarðar það. Sú öra tækniþróun sem Andreessen lýsti hefur á síðustu árum brotið niður múra í viðskiptum og gjörbylt verslunarhegðun okkar á áður ófyrirséðan hátt. Tækifærin sem þessar framfarir hafa skapað eru óþrjótandi eins og risafyrirtæki á borð við Apple, Amazon og Alibaba hafa sýnt okkur en að sama skapi hefur tæknin ógnað þeim fyrirtækjum sem hafa ekki lagað sig að breyttum tímum. Sagan geymir fjölmörg dæmi um fyrirtæki sem gnæfðu yfir keppinauta sína allt þar til ný tækni kippti fótunum undan þeim. Nefna mætti Blockbuster, Kodak og Nokia. Sagan kennir okkur að fyrirtæki þurfa annaðhvort að ná aukinni hagkvæmni til þess að standast sífellt harðnandi samkeppni eða verða nýrri tækni að bráð. En það er hins vegar ekki nóg að fyrirtækin bregðist við breyttum aðstæðum. Sömu kröfu þarf jafnframt að gera til þess lagaramma sem fyrirtækjunum er settur. Hann má ekki vera svo stífur að þau geti sig hvergi hreyft. Það skýtur til dæmis skökku við að stjórnvöld skuli ekki taka mið af tækniframförum og aukinni netverslun, sem hafa þurrkað út hefðbundin landamæri, þegar þau skilgreina markaði í samrunamálum. Túlkun stjórnvalda er oft á tíðum úrelt og gamaldags í síbreytilegum heimi. Nýr raunveruleiki kallar á breytta sýn. Það á jafnt við um fyrirtæki og stjórnvöld.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar