Þekkir þú einhvern Sigurberg? Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. október 2018 11:00 Myndband sem Pipar/TWBA gerði fyrir Jafnvægisvogina – Rétt upp hönd hefur slegið í gegn. Það er framleitt í tilefni ráðstefnunnar Jafnvægisvogin – Rétt upp hönd sem fram fer á Hilton í dag. Í myndbandinu er rætt við ímyndaðan forstjóra, Sigurberg Aðalsteinsson, sem segir allt nú þegar hafa verið reynt í kynjamálunum. Konur einfaldlega hafi minni áhuga á stjórnunarstörfum og oft skorti þær hreinlega reynslu og menntun. Það sem Sigurbergur ekki sér, er að fyrir aftan hann eru starfskonur fyrirtækisins hver af annarri að standa upp og rétta upp hönd til að bjóða sig fram. Margar nokkuð brúnaþungar yfir viðhorfi forstjórans. Ný könnun FKA sýnir einmitt að enn er aðeins um 21% stjórnenda í stjórnendateymum stærri fyrirtækja konur. Þetta þýðir ein kona á móti hverjum fjórum karlmönnum. Ótrúlega sorgleg staðreynd með tilliti til þess hvað við erum að mennta margar kraftmiklar konur, sem síðan fá ekki tækifæri til starfsframa. En nú erum við æ meir farin að sjá og nema hvaða fyrirtæki það eru, eða jafnvel stjórnendur, sem eru að hægja á og halda í rauninni tölunum niðri. Það er ekki bara Sigurbergur Aðalsteinsson, heldur fleiri sem ég þó læt vera að nafngreina hér. Jafnrétti og jafnvægi kynja í fyrirtækjum eru nefnilega engin geimvísindi heldur fyrst og fremst ákvörðun. Út á þessa ákvörðun gengur Jafnvægisvogin, samstarfsverkefni FKA, Sjóvár, Deloitte, Pipar/TBWA, Morgunblaðsins og velferðarráðuneytisins. Á ráðstefnunni okkar í dag munu 40-50 fyrirtæki skuldbinda sig til að taka þátt í þessari vegferð með okkur, með því að skrifa undir viljayfirlýsingu um að ná markmiðum Jafnvægisvogarinnar. Mörg þeirra eru reyndar þegar búin að því en hver svo sem staða fyrirtækja er í dag, er aðalmálið að sýna í verki að viljinn til aðgerða sé til staðar. Til mikils er að vinna því fyrirtæki í Jafnvægisvoginni munu klárlega skapa sér samkeppnisforskot sem eftirsóttir vinnustaðir til framtíðar. Við skulum því ekkert vera að velta okkur upp úr því hverjir það eru sem helst eru að draga lappirnar. Hvetjum frekar fyrirtæki til dáða og hvetjum þann Sigurberg sem við þekkjum til að kynna sér upplýsingarnar um Jafnvægisvogina á fka.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Myndband sem Pipar/TWBA gerði fyrir Jafnvægisvogina – Rétt upp hönd hefur slegið í gegn. Það er framleitt í tilefni ráðstefnunnar Jafnvægisvogin – Rétt upp hönd sem fram fer á Hilton í dag. Í myndbandinu er rætt við ímyndaðan forstjóra, Sigurberg Aðalsteinsson, sem segir allt nú þegar hafa verið reynt í kynjamálunum. Konur einfaldlega hafi minni áhuga á stjórnunarstörfum og oft skorti þær hreinlega reynslu og menntun. Það sem Sigurbergur ekki sér, er að fyrir aftan hann eru starfskonur fyrirtækisins hver af annarri að standa upp og rétta upp hönd til að bjóða sig fram. Margar nokkuð brúnaþungar yfir viðhorfi forstjórans. Ný könnun FKA sýnir einmitt að enn er aðeins um 21% stjórnenda í stjórnendateymum stærri fyrirtækja konur. Þetta þýðir ein kona á móti hverjum fjórum karlmönnum. Ótrúlega sorgleg staðreynd með tilliti til þess hvað við erum að mennta margar kraftmiklar konur, sem síðan fá ekki tækifæri til starfsframa. En nú erum við æ meir farin að sjá og nema hvaða fyrirtæki það eru, eða jafnvel stjórnendur, sem eru að hægja á og halda í rauninni tölunum niðri. Það er ekki bara Sigurbergur Aðalsteinsson, heldur fleiri sem ég þó læt vera að nafngreina hér. Jafnrétti og jafnvægi kynja í fyrirtækjum eru nefnilega engin geimvísindi heldur fyrst og fremst ákvörðun. Út á þessa ákvörðun gengur Jafnvægisvogin, samstarfsverkefni FKA, Sjóvár, Deloitte, Pipar/TBWA, Morgunblaðsins og velferðarráðuneytisins. Á ráðstefnunni okkar í dag munu 40-50 fyrirtæki skuldbinda sig til að taka þátt í þessari vegferð með okkur, með því að skrifa undir viljayfirlýsingu um að ná markmiðum Jafnvægisvogarinnar. Mörg þeirra eru reyndar þegar búin að því en hver svo sem staða fyrirtækja er í dag, er aðalmálið að sýna í verki að viljinn til aðgerða sé til staðar. Til mikils er að vinna því fyrirtæki í Jafnvægisvoginni munu klárlega skapa sér samkeppnisforskot sem eftirsóttir vinnustaðir til framtíðar. Við skulum því ekkert vera að velta okkur upp úr því hverjir það eru sem helst eru að draga lappirnar. Hvetjum frekar fyrirtæki til dáða og hvetjum þann Sigurberg sem við þekkjum til að kynna sér upplýsingarnar um Jafnvægisvogina á fka.is.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun